Leita í fréttum mbl.is

Sukkveislan enn í algleymingi?

Smátt og smátt er að renna upp fyrir fólki hversu gíganískt peningafylleríið var í gróðærinu á meðal þeirra sem stóðu í miðri svallveislunni.

Eins og t.a.m. hjá bankatoppunum í þáverandi einkabönkunum og svo útrásarvíkingunum auðvitað svo ég nefni dæmi.

Auðvitað vissi maður um sumarbústaðina, kyrrahafseyjur, afmælisveisluhöld sem stefndu hraðbyri upp á Kínamúr og svo nálægar plánetur í sólkerfinu, þyrlur og einnota þyrlupalla og alla hina úrkynjunina.

Þegar ég sá myndirnar úr snekkjunni frægu með nafnið 101 missti ég samt andlitið og mér varð hugsað til ákveðinna sukkkeisara í Róm áður og fyrr.

Í morgun fékk ég svona "andlitsmissi" og það nánast beint ofan í kaffibollann.

Í DV stendur að lesa eftirfarandi:

"Ríkisbankarnir þrír eiga 157 bíla af ýmsum stærðum og gerðum sem starfsmenn keyra um á í boði almennings. Langflestir bílanna myndu flokkast sem lúxusbílar eins og BMW, Audi og Toyota Land Cruiser. Ódýrustu lúxusbílarnir í eigu bankanna kosta um og yfir tíu milljónir króna en þeir dýrustu kosta yfir tuttugu milljónir."

Ég gapti vegna þess að mér varð ljóst að þeir hafa verið með öflugt mikilmennskubrjálæði hjá bönkunum fyrir fall.

Keypt undir sig rándýra bíla eins og bölvaðir olíufurstar sem baða sig í gulli og demöntum.

En burtséð frá því, sá sukktími á að vera liðinn og ætti ekki að koma aftur ef þessi þjóð hefur eitthvað lært.

En hafa þeir lært í bönkunum?

Nebb, þeir keyra áfram á lúxusbílunum eins og ekkert hafi í skorist.

Látum það vera að þessir bankamógúlar í "æðri" stöðum innan ríkisbankana sjái ekkert athugavert að keyra um á flottræfilsbílum í eigu almennings en hvernig dettur íslenskum ráðamönnum eins og t.d. bankamálaráðherranum í hug að láta þetta viðgangast?

Almenningur verður að spara, almenningur á að borga Icesave og allt annað sem til fellur eftir partíið sem hann kom ekki nálægt.

Í bönkunum, það er í flottstöðunum með bílafríðindunum virðist engin kreppa setja spor sitt á líf manna.

Þeir keyra um á okkar kostnað eins og fyrir hrun og engum þeirra virðist detta í hug að það sé eitthvað stórkostlega bogið við þetta rugl.

Taka bílana Björgvin G.

Bankatoppunum er ekki vandara um en öðrum að keyra um á eigin sjálfrennireiðum.

Fjandinn.

DV-fréttin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Auðvitað á nafni að taka af þeim bílana. Það er aumt að það skuli þurfa að segja honum það. Ætli afsökunin verði ekki "Það sagði mér þetta enginn".

Björgvin R. Leifsson, 14.1.2009 kl. 10:37

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta sannar hið fornkveðna að það er margt skrítið í kýrhausnum.

Bráðum verður meira skorið í heilbrigðisþjónusunni og þá er rétt að halda þessu til haga.  DV er ekki svo galið.

Sigurður Þórðarson, 14.1.2009 kl. 10:41

3 identicon

Ætli málið sé ekki bara það að bankarnir hafi slegið myntkörfulán fyrir kaupunum á umræddum farartækjum og hafi því ekki tök á að losa sig við þá þar sem lánin eru komin upp fyrir virði bílanna. Þá er væntanlega betra að nota þá - ætti heldur ekki að koma að sök þar sem það er engin upphafning lengur að sjást á slíkum farartækjum heldur þvert á móti.

Ásgeir Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 10:59

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þessi ,,kaupbætir"  er orðinn svo algengur á Íslandi að fólki er farið að finnast það sjálfsagt að fá bíl, símakostnað, farsíma, stöð 2, halló og fleira í þeim dúr upp í hendurnar og neitar vinnu ef þetta fylgir ekki með.  Þetta góða fólk kemur ekki til með að lækka kröfur það skal ég lofa þér. Og þetta á ekkert eingöngu við bankastarfsmenn, ó nei! 

Algjört spillingarbæli!

Ía Jóhannsdóttir, 14.1.2009 kl. 11:13

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sukk og svínarí, maður hefði haldið að fólk með ofurlaun hefði sjálft efni á því að reka sína bíla, þeim sem lægri hafa launin er það ekki of gott. Öryrkjar fá rúmar 9 þúsund í bílarekstur og svo tekur ríkið tæp 40% af því í skatt.  Mætti t.d. setja þennan aur í heilbrigðismálin. Tekur þessi vitleysa engan enda?

Rut Sumarliðadóttir, 14.1.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband