Leita í fréttum mbl.is

Bleksvört spá í Kastljósi

Eftir að hafa horft á Kastljósið í kvöld veit ég allt um gjaldeyrissamninga (heita þeir það ekki örugglega?).

Málið með mig er að þegar þessi hugtök úr fjármálaheimi eru annars vegar þá er ég minni en hálfviti.

Það þarf meira af svona fræðslu, fólk eins og ég þarf að fá hugtökin klippt út í pappa fyrir sig í hæfilegum skömmtum.

Takk Kastljós.

En ég sé ekki orð á netmiðlunum í kvöld um merkilegt viðtal, gott ef ekki tímamótaviðtal við Guðmund Ólafsson hagfræðing í Kastljósi kvöldsins. 

Þykir það ekki til frásagnar þegar hann segir að spá Wades um svarta framtíð Íslandi til handa sé í vægari kantinum?  Að ástandið eigi eftir að versna öllu meira en Wade spáir fyrir um og þótti flestum það ansi ljót spá.

Guðmundur segist hafa heyrt því fleygt að ríkissjóður muni seilast í lífeyrissjóðina?

Mér rann að minnsta kosti kallt vatn milli skinns og hörunds.

Wade talaði um skertar lífeyrissjóðsgreiðslur í viðtalinu í gærkvöldi.

Guðmundur var með bleksvarta spá í Kastljósinu þó hann benti vissulega á að það væru góðir hlutir til í lífinu fyrir utan peninga.

Guðlaugur Þór kom af fjöllum í dag varðandi ummælin á borgarafundinum

Ætli ég fari ekki á fjöll á endanum, taki til fótana og feli mig eins og Fjalla-Eyvindur?

Ég tek þetta svo ferlega inn á mig eins og við gerum reyndar meira og minna öll.

Á meðan ég man þá hvatti hann stjórnvöld til að fara að segja satt.

Bjartsýnn maður hann Guðmundur.

Viðtalið.

 


mbl.is Tóku ekki stöðu gegn krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já ljótt. Bara búið að segja okkur brot af sannleikanum..

hilmar jónsson, 13.1.2009 kl. 23:20

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Eitt af því fyrsta sem Nick sagði eftir hrunið: það verður ekkert eftir af lífeyrissjóðunum þegar upp er staðið.

það dettur einstaka orð af viti upp úr manninum

Jóna Á. Gísladóttir, 13.1.2009 kl. 23:29

3 identicon

Allar þær upplýsingar sem ég hef eru mun svartari.  Mér finnst skrítið að það sem ég les hér á blogginu með þessa svokölluðu aktivista að þeir skuli ekki snúa sér að þeim sem gefa sig út fyrir að hugsa um okkur launþegana og bera þá út.  Ég fæ ekki séð að þeir hugsi bara um að vernda lífeyrissjóðina sem bara tútna út ef við drepumst áður en við komumst á eftirlaun.  Við næstu Alþingiskostningar ætti að sópa öllum þingmönnum út hvar sem þeir standa í flokki.

kv.

Alli 

Allinn (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 23:39

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Við vitum að það er svart framundan það eru bara stjórnvöld og þeir sem þeim fylgja sem ekki sjá "ljósið"

Sigrún Jónsdóttir, 14.1.2009 kl. 01:05

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Æ, Jenný mín, taktu mig með þér á fjöllin.... værir þú nokkuð til í ítölsku alpana???

Ég vildi bara óska þess að stjórnvöld segðu eitthvað yfirhöfuð  það er undarlegur þessi þegjandaháttur þessa fólks og er orðinn langþreyttur og sjúskaður eins og þau öll.

Lilja G. Bolladóttir, 14.1.2009 kl. 02:01

6 Smámynd: Hörður Einarsson

Jenní:

Var þessi blessaða manneskja bara viljandi að sá efasemdum um Guðlaug, vitandi betur að það var ISG sem sendi skilaboðin?

"Guðlaugur Þór kom af fjöllum í dag varðandi ummælin á borgarafundinum"

Hörður Einarsson, 14.1.2009 kl. 02:05

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Guðmundur Ólafsson er í miklu uppáhaldi hjá mér.  Ekki bara vegna þess að hann er eini maður þessa lands sem hefur það í sér að jafnvel ég hef haft gaman af stærðfræðitímum, heldur líka vegna þess að hann er ótrúlega klár náungi.  Og hann er ekki vanur að pakka hlutunum inní silkipappír með slaufu.

Ég legg til að það sé tekið mark á honum, en því miður taka stjórnvöld ekki mark á neinu.  Veit ekki í hvaða draumalandi þau búa - allavega ekki í sama landi og ég............

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.1.2009 kl. 02:22

8 Smámynd: Hörður Einarsson

Augljóst

Hörður Einarsson, 14.1.2009 kl. 02:40

9 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Því miður þá bendir margt til þess að það sem Guðmundur Ólafsson sagði, m.a. um lífeyrissjóðina, muni rætast fyrr en varir.

Þeir sem fyrir skömmu voru svo ríkir.   Fyrr en síðar verður slæmst í þá.   Held hreinlega að sá tími sé kominn að almenningur verði að fara að taka út það sem hann á í lífeyrissjóðum og þess vegna almennum bankainnistæðum, til að borga prívar-skuldir sem hart verður gengið eftir.   Meðan skuldir auðmanna og dekursjóða eru gefnar eftir.

Þetta á bara eftir að versna áður en það skánar  -hvenær sem það nú verður...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.1.2009 kl. 06:30

10 Smámynd: Einar Indriðason

Varðandi það að stjórnvöld tjái sig.... Ég fyrir mína parta er orðinn það leiður á stjórnvöldum, og ég treysti þeim ekki eitt einasta andartak.... Þá myndi það sennilega ekki virka, amk gagnvart mér, ef stjórnvöld færu allt í einu að tala og tjá sig.  Ég myndi ekki grípa þessa tjáningu þeirra, hvað þá að trúa þeim.

Besta skrefið væri annað hvort að fá mjög öflugan blaðafulltrúa, sem segir satt, og er tilbúinn að mæta á borgarafundina, þrátt fyrir pú og óhljóð.  Svo lengi sem hann segir SATT og RÉTT frá.

Eða.... (og ég hallast frekar að þessum kosti), að einfaldlega að skipta um stjórnvöld.  "Traust efnahagsstjórn" (a la kosningaloforð ... "einhverra") ... Er einfaldlega ekki að virka.  Þetta sjá allir, nema allra hörðustu og heilaþvegnustu sjálfstæðismenn (og einstaka samfylkingarfólk líka).

Og ég er að tala um að SKIPTA ÚT!  Ég hef minna en engan áhuga á að sjá sama fólkið halda áfram hjá stjórnvöldum.

Og hana nú.

Einar Indriðason, 14.1.2009 kl. 08:33

11 Smámynd: Davíð Arnar Þórsson

Er sammála með Guðmund hann setur hlutina blákalt fram. Hinsvegar var ég að hlusta á hann á Rás2 held ég í gær.  Með honum var annar spekúlant, og þegar spekúlantinn var að tala heyrðist talsvert mikið í andardrætti Guðmundar.  Á tíma var eins og verið væri að ryksuga hljóverið.  Annars er hann góður.

Davíð Arnar Þórsson, 14.1.2009 kl. 09:27

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skrýtið að ætla Sigurbjörgu að vilja koma höggi á Guðlaug. Í stað þess að horfa á aðalatriðið þ.e. að ráðherra vill stjórna umræðunni.  Þau eru öll í sömu súpunni að mínu mati.  Ég segi sama og Einar ég myndi ekki trúa stjórnvöldum til að segja sannleikann aldrei framar, þau hafa sýnt að það togast upp úr þeim hálfsannleikur, þegar hlutirnir eru komnir í dagsljósið hvort eð er.  Þau hafa aldrei átt frumkvæði að neinum upplýsingum.  Þetta er alltaf eitthvað eftirápot hjá þeim og svo sannarlega ekki traustvekjandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2009 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband