Leita í fréttum mbl.is

Ráðherrann fundinn

"Nú undir kvöld barst eftirfarandi yfirlýsing frá Ingibjörgu Sólrúnu, sem dvelst nú í Gautaborg í Svíþjóð þar sem hún gengst undir geislameðferð:

„Í tilefni af ummælum Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðings á fundi í Háskólabíói í gærkvöldi vil ég koma eftirgreindu á framfæri:

Góð vinátta hefur verið á milli okkar Sigurbjargar um árabil þar sem við höfum metið mál og skipst á heilræðum eins og vinir gera. Í krafti þeirrar vináttu vildi ég ráða henni heilt og kom þeim skilaboðum til hennar héðan frá Stokkhólmi að nálgast ræðu sína á Háskólabíósfundinum af varfærni og gæta þess að ganga ekki á faglegan heiður sinn.

Ég er sannfærð um að Sigurbjörg veit að þetta voru ráð af góðum huga gefin og mér þykir leitt að lagt hafi verið út af þeim eins og um ógnandi tilmæli frá ráðherra væri að ræða."

Ég er hissa, þetta er ekki sú ISG sem ég þekkti nú nema Sigurbjörg þekki hana ekki heldur þrátt fyrir vináttu um árabil.

Allt önnur kona.


mbl.is Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nema þetta snúi óvart þannig að Ingibjörg Sólrún þekki ekki Sigurbjörgu lengur og ekki grunað að ábending á grundvelli vináttu yrði úthrópuð sem hótun. Reyndar virðist Sigurbjörg hafa reynt að draga þetta í land eins og hún gat. Verður væntanlega spurð nánar út í efnið í kjölfar þess að Ingibjörg Sólrún ákvað að skýra þetta svo saklausir ráðherrar liggi ekki undir grun um óhæfu.

Arnar (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 18:25

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

pfiff.. ég var eitt sinn giftur í 12 ár og eftir skilnaðinn fattaði ég að ég þekkti kerlinguna ekki neitt   

Óskar Þorkelsson, 13.1.2009 kl. 19:05

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahah Óskar! Varstu kannski kvæntur ISG?

Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2009 kl. 19:07

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nú skil ég þetta allt saman..þetta er það sem ráðamenn allir gera..tala og vinna mjög varfærnislega svo þeir gangi ekki á faglegan heiður sinn..bla bla bla. Hvað þýðir það eiginlega??

Að þessi "faglegi heiður" sé meira virði en sannleikurinn?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 19:19

5 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Það má sem sagt taka Guðlaug af dauðalistanum núna eða hvað???

S. Lúther Gestsson, 13.1.2009 kl. 19:44

6 identicon

Ljótt af Sigurbjörgu og Þóru Krístínu að ala undir vænisjúkum.  Þær eru dæmi um að allt skuli taka með vara, hægri - vinstri, sérstaklega ef hefnigjarnar konur eiga í hlut eins og þær. 

Sigrún G. (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 19:58

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

skilðig Óskar. það var svipað hjá mér, nema hvað þegar ég loks kynntist henni skildi ég við hana.

Brjánn Guðjónsson, 13.1.2009 kl. 20:26

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þettá lítur nú mest út nú sem stormur í vatnsglasi, en jafnframt sem eitthvað er tvær vinkonur þurfa að gera upp sín á milli.En eins og hér er nefnt, þá var nú Gulli garmurinn ekki sá vondi í þetta skiptið, en ansi margir búnir að vera með getsakir í hans garð vegna þessa!

En Jenný mín, hvað ertu að meina með breyttri Ingibjörgu frá því sem áður var?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2009 kl. 20:34

9 identicon

  Breytt IGS ég veit ekki. En eitt veit ég þeir tóku eitthvað úr hausnum á henni í USA en ég veit ekki hvað.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 20:43

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Magnús: Ég meina bara að ég hefði ekki trúað (og trúi ekki enn) að ISG fari þessa leið, þ.e. að hóta.  Hún var ekki þannig þegar ég umgekkst hana, það er það sem ég meina.

Ákveðin kona ISG en ég sé hana ekki hóta eða ógna með þessum hætti.

En það er langt síðan að ég hef verið í samkrulli með henni og veit því ekkert um hvort hún er breytt. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 20:48

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hörður Már: Þetta er undir beltið.  Sýndu kurteisi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 20:49

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mer finnst hér eins og svo oft áður fólk einblína á aukaatriðin en ekki það sem er að.  Sumir ráðast að Sigurbjörgu fyrir að tala hreint út.  Aðrir reyna að afsaka Ingibjörgu á allan máta.  Aðalmálið er auðvitað að ráðherra í ríkisstjórn hefur samband við manneskju sem er að fara halda ræðu á mótmælafundi, og aðvarar hana um að tala varlega.  Finnst þessu fólki það vera í lagi?  Vinargreiði?  Held varla.  Sennilega er það svona sem kaupin gerast á eyrinni, enda hef ég heyrt að margir ríkisstarfsmenn séu múlbundnir af ótta við að missa vinnuna ef þeir hreyfa einhverjum ummælum.  En svona er spillta Ísland í dag.  Og meðan fólk tekur svona á málunum, þá heldur það áfram að vera spilltasta land í heimi.  Endilega kyrkið sendiboðana í von um að þeir haldi kjafti og geri ekkert af sér.  Á hvers vegum eru svona Kvistlingar ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2009 kl. 21:44

13 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þessi umræða er orðin alveg óviðeigandi og hefur ekkert með pólitík að gera. Mál er að linni.

Sigurbjörn Sveinsson, 13.1.2009 kl. 21:48

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Túmatar, tómatar, neðanbeltiz, axlabandahliðrun...

Steingrímur Helgason, 13.1.2009 kl. 21:49

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þátttöku í umræðunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 22:13

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Málið er, frá mínum bæjardyrum séð, þannig að Sigurbjörg talaði einmitt ekki hreint út. Hún talar undir rós og óvart eða ekki óvart setur hún með því annan ráðherra en talaði við hana í upphafi í sviðsljósið.

Auðvitað veldur það miklu meiru spennu í upphafi ræðu að það sé "ónefndur ráðherra" sem sagði henni að fara varlega. Af hverju sagði hún ekki að Ingibjörg Sólrún hefði sagt henni að fara varlega? Og var hún kannski viljandi að rangtúlka ráð vinkonu sinnar, eða kannski fyrrv. vinkonu núna?

Er það hótun ef vinkona segir manni að fara varlega. Ég held það séu virkilega tvær hliðar á þessu máli. Fólk á að sjálfsögðu að tala upp, en ef það ætlar að gera það á ekki að tala í dulmáli. Það er enginn hetjuskapur að mínu áliti.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.1.2009 kl. 22:51

17 identicon

Er þetta viðkvæmni í ykkur eða er ég svona skrítinn. Mér fannst brandarinn hjá Herði alveg ógeðslega findinn.

Bjöggi (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 23:26

18 Smámynd: Kristján Logason

Sigurbjörg sýndi með þessari snilli sinni svo ekki verður um villst að eitthvað mikið er að í íslenskum stjórnmálum. Þau snúast ekki lengur um að reyna að sigla fúinni hriplekri skútu skerja á milli heldur eru stýrimaður og skipstjóri i taumlausri valdabaráttu meðan undirmenn leika lausum hala og gera það sem þeim sýnist í því að stela brigðum áður en skútan steitir á skeri.

Það er mál að linni. Það þarf að sigla skútunni í strand hreinsa  af dekkinu áhöfnina, draugfulla af  spillingar víni og í gerræðisvaldsfíkilsvímu , síðan þarf að byrja upp á nýtt

Kristján Logason, 14.1.2009 kl. 00:44

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það getur vel verið að konan hefði átt að segja hvaða ráðherra hún var að tala um.  En skipti það öllu máli ?  Spillingin er allstaðar í stjórnsýslunni.  Ég get alveg ímyndað mér það sem fór af stað eftir þetta, Guðlaugur hefur auðvitað haft samband við Ingibjörgu til að fá þetta á hreint.  Hún manneskja að meiri fyrir að viðurkenna að þetta var hún.  Fólk verður að eiga það sem það á.  En þetta er samt óviðeigandi í alla staði, hvað sem olli.  Og mér finnst við gera allof mikið af því að skjóta þá sendiboða sem þó þora að segja satt frá. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2009 kl. 09:52

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það hefur nú engin skotið hana Sigurbjörgu síðast þegar ég vissi, en hún hins vegar verið gagnrýnd að henda svona upp boltanum að annar en í hlut átti, varð fyrir að ósekju.

Og svo er hún sjálf búin að slá þá miklu "gllæpðakenningu" kalda, að um einhverja hótun hafi verið að ræða.

Hallast að því meir og meir, að sambland misskilnings og dómgreindarskorts hafi einfaldlega ráðið hér ferðinni.

Magnús Geir Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 14:19

21 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Mamma hefur oft sagt eitthvað svipað þessu við mig. Já, systir mín líka. Systir mín er prófastur. Alrei myndi það þó hvarfla að mér að hún væri að hóta mér með geistlegu valdi sínu. Og þó það pirri mig stundum þegar þær láta svona þá veit ég að það er vel meint.

Mér finnst það ekki vel gert af Sigurbjörgu a gefa í skyn að sér hefði verið hótað. Hún var sú eina í salnum sem vissi að það var vinkona hennar sem hafði talað við hana, ekki ráðherrann.

En það virðist stundum vera þannig að þegar vinirnir eru komnir í áhrifastöður þá hætta þeir að vera vinir í augum vina sinna - þá verða þeir ráðamenn. Það er slæmt.

Svo velti ég líka fyrir mér þessu samtali Sigurbjargar og heilbrigðisráðherra þar sem henni var sagt að hún fengi ekki stöðuna. Hver hringdi í hvern? Sigurbjörg gagnrýnir það að ráðherrar skuli koma að ráðningum - samt virðist henni hafa sjálfri dottið í hug að spjalla við ráðherrann um umsókn sína. Ætli öðrum umsækjendum hafi dottið hið sama í hug? Spyr sú sem ekki veiti.

Þetta er leiðindamál.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.1.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband