Leita í fréttum mbl.is

Æsispennandi Kompásþáttur..

...fyrir dýralækna og stöku hundaeigendur.

Hér á kærleiks geysa veikindi, amk. hjá öðrum aðila sáttmálshafa við guð á himnum um ævilanga tryggð og forsjárskyldu beggja aðila.

Sá veiki reisti höfuð frá kodda og reyndi að krafla sig í gegnum bláu bakteríurnar sem huldu andlit hans og hann hafði áhuga á að vita hvort það væri eitthvað í sjónvarpinu svona á mánudagskvöldi.

Ég fór og flettiflettiflettaði og sá að það var fréttaþáttur á Stöð 2 í kvöld.  Sko, Kompás.

Ég sá aðra augabrúnina lyftast þarna í lakahrúgunni og hann stundi; jæja ekki alslæmt ef ég get haldið höfði yfir sjónvarpi. (Karlmenn og veikindi, frusss).

Hvað er í þættinum spurði hann svo og ég hríslaðist að blaðinu og gáði að því, enda sjálf ábyggilega rétt um það bil að verða fyrir árás bláu hættunnar.

Hm.. Ég las; Það er fjallað um algengasta dánarmein hunda.  Krabbamein.  Svo mun verða sýnt frá krabbameinsaðgerð á hundi í þættinum hvar æxli mun fjarlægt.

Ég reyndi að láta þetta hljóma lokkandi og setti dass af spennu og eftirvæntingu í röddina til að lífga við allt að því látinn manninn í beðjunni.

Hann hafði ýmislegt um það að segja og ekki allt fallegt.

Ég er hins vegar með bloggsíðu og get sagt ykkur að ég er hætt að skilja þennan fjölmiðil sem er Stöð 2.

Hér eru söguleg tíðindi að gerast í þjóðmálum á hverjum degi, stundum oft á dag.

Ég hefði haldið að það væru óteljandi verkefni fyrir blaðamenn að fjalla um, fleiri en þeir kæmust yfir.

En nei, þeir sjá frekar ástæðu til að fjalla um hundakrabbamein.

Ég botna ekkert í þessu enda ekki blaðamaður.

En eitt get ég sagt ykkur sitjandi hér eftir annasaman dag í heimahjúkrun að ég myndi ekki horfa á uppskurð á hundi, geimveru eða manni þótt mér væri borgað fyrir það og það þótt bullandi góðæri væri.

Fréttablaðið mun sennilega fækka útgáfudögum sínum.

Þar sem þetta er sama fyrirtækið, þ.e. Stöð 2 og Fréttó þá vil ég benda kurteislega á þann möguleika að sleppa búllsjittþáttum eins og þessum sem hér um ræðir og hafa Fréttablaðið áfram á virkum dögum að minnsta kosti.

Hvað er orðið um þennan frábæra þátt sem Kompás var einu sinni?

Já, ég er pirruð, í dag hef ég haft það verulega skítt, nákvæmlega ekkert hefur gengið upp, takk fyrir að spyrja.

Flórens.

 


mbl.is Til umræðu að fækka útgáfudögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Þvílíkt bull. Krabbamein í hundum. Ekki einu sinni fólkskrabbamein myndi laða mig að sjónvarpinu eins og árferðið er.

, 12.1.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vertu góð við húsbandið, þú veist hvað þeir verða rosalega veikir

Ía Jóhannsdóttir, 12.1.2009 kl. 18:40

3 Smámynd: Ragnheiður

Úpps..hefði ég ekki lesið hjá þér þá hefði ég misst af þessu. Er alveg á kafi í hundasjúkdómum þessa dagana enda með fatlaðan hund allt í einu.

Takk og bið að heilsa sjúklingnum.

Ragnheiður , 12.1.2009 kl. 18:48

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

gúdgríff!! Ekki dettur mér í hug að horfa á þátt um krabbamein í hundum, þótt hann sé í opinni dagskrá! Og aðgerð, þar sem sýnt er hvernig æxli skuli fjarlægt, heillar mig álíka mikið og hjónaband alveg upp á nýtt með mínum fyrrverandi!

Hrönn Sigurðardóttir, 12.1.2009 kl. 19:22

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Karlmenn og veikindi... segðu mér ekkert af því

Jónína Dúadóttir, 12.1.2009 kl. 19:58

6 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Eins sjálfsagt og rauðhært fólk sé líka fólk þá geta karlmenn líka orðið lasnir.

Það ber bara ekkert á veikindum karlmanna fyrr enn á svona stigi 3-4 enn þá eru konur venjulega lagstar á bráðamótökuna með 4 blaðsíður af eigin sjúkdómsgreiningum.

S. Lúther Gestsson, 12.1.2009 kl. 23:01

7 Smámynd: Garún

Mér er alltaf minnistætt það sem Auður Haralds skrifaði í læknamafíunni, þeirri frábæru bók......"hann haltraði svo sannfærandi að honum varð ill afþví"....

Garún, 12.1.2009 kl. 23:20

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Garún: Kann Auði utanað.  Hehe.

Lúther: Rétt hjá þér.  Góður.

Takk þið öll.  Ég er í kasti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.1.2009 kl. 23:40

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn: GARG.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.1.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2987327

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband