Leita í fréttum mbl.is

Ljósið í myrkrinu

Það er vakning í íslensku samfélagi og mér finnst það stórkostleg staðreynd.

Í gróðærinu var ekki hægt að koma saman hópi nema þá helst í kokteilboðum, snobb uppákomum, fjandans spai og á viðlíka sjálfshátíðum.

Það er af sem áður var.

Ég held að flestir séu að átta sig á þessari frábæru breytingu á annars steinsofandi þjóð sem var búin að gleyma að það væri hægt að hafa áhrif á samfélagið.

Nema stjórnmálamenn og aðrir pótintátar sem hafa átt ansi náðuga daga lengi.  Þeir þrjóskast enn við.  Átta sig ekki á því enn að fólk vill ekki lengur Ísland upp á gamla mátann.

Nú í morgun var verið að mótmæla árásum Ísraelsmanna á Gaza. 

Ísraelsmenn virðast æstir í að sviðsetja helförina og endurtaka hana á saklausum borgurum í Palestínu.

Í kvöld er svo borgarafundur í Háskólabíói klukkan átta.

Ég mæti og ég vona að sem flestir  sjái sér fært að gera það.

Þið sem hafið setið heima með hnút í maganum og angistina uppi í háls með svipaða líðan og ég hef glímt við æði oft upp á síðkastið, megið vita að það er ótrúlega gott að koma á borgarafundina, finna samstöðuna og baráttuviljann meðal fólksins. 

Manni líður mikið betur á eftir. 

Og við höfum áhrif.  Það hefur sýnt sig.

Ég persónulega er ákaflega stolt af íslenskum almenningi þessa dagana.

Það tekur fólk mislangan tíma að koma sér af stað, margir eru ekki búnir að átta sig á ósköpunum sem hafa riðið yfir íslenskt samfélag.  Mér finnst nákvæmlega ekkert undarlegt að það taki tíma.

En þetta er allt að koma.

Ég er svo glöð yfir vakningunni í þjóðfélaginu, allt í einu erum við farin að láta okkur varða um hvaðeina.

Verst að það þyrfti kreppufjandann til.  Ansi dýrkeyptur lærdómur það.

En baráttan fyrir betra og heilbrigðara þjóðfélagi er ljós í myrkrinu.

Borgarafundur

Kæra RÚV, vinsamlegast sýna beint frá fundi. 

Það er þar sem hlutirnir gerast og allir eiga ekki heimangengt.

Varpa beint takk.


mbl.is Mótmælt við stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mér finnst frábært að sjá samstöðuna hjá Íslendingum, það er að segja stórum hluta af þeim, því miður eru margir sem sitja heima og tuða ofan í kaffibollann en það vonandi breytist.

Eigðu góðan dag

Huld S. Ringsted, 12.1.2009 kl. 09:20

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er frábært. Vona bara að RÚV sýni beint frá fundinum, það væri frábært fyrir þá sem komast ekki.

Finnst þér fréttaflutningur af Gaza-fjöldamorðunum ekki svolítið skrýtinn hér á mbl.is? Nú eiga "stórhættulegir" norskir læknar að bera ábyrgð á einhverjum árásum Ísraela ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.1.2009 kl. 09:27

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er nefnilega málið! Það er svo gott að finna að það eru fleiri með hnút í maga og angist upp í háls - á meðan ríkisstjórnin er bara að dóla sér í jólafríi!!

Hvet alla til að mæta - þó ekki væri nema fyrir hvað manni líður betur á eftir!! 

Hrönn Sigurðardóttir, 12.1.2009 kl. 09:28

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo sammála stelpur, en ég skil þá sem ekki hafa komið sér af stað afskaplega vel.  Sú staðreynd að allt er að hrynja, ekkert framundan, misvísandi skilaboð stjórnvalda, kjaftæði þeirra og innantómar fullyrðingar gera það að verkum að fólk hrekkur til baka.

Gurrí: Ég er í kasti þrátt fyrir að málið sé auðvitað alvarlegt.

Hvernig er hægt að búllsjitta sjálfan sig og aðra í leiðinni með þessu rugli.

Vá magnaðir læknar. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.1.2009 kl. 09:32

5 Smámynd: Einar Indriðason

Jenny... þú mátt bæta við áskorun til RÚV og Stöðvar 2 að sýna beint frá Borgarafundinum í kvöld.

Þú mátt líka skora á RÚV og Stöð 2 að sýna beint frá Austurvelli á laugardögum, héðan í frá.

Nóg sýna þeir af handbolta og kryddsíld......

Einar Indriðason, 12.1.2009 kl. 09:48

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já - það er margt gott að gerast og hópar að koma fram með lausnir í myrkrinu.  Vil benda á hagsmunasamtök heimilanna http://www.heimilin.is/ sem berjast fyrir hagsmunum almennings.  Er að fylgjast með fleiri hópum sem eru að koma fram með góðar hugmyndir.  Hugmyndaráðuneytið hélt stofnfund sl. laugardag, en þar er áhersla á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi.

Gott framtak

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.1.2009 kl. 10:16

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jabb Lísa, sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.1.2009 kl. 10:38

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er algjörlega sammála þessu.  Manni líður hreinlega vel eftir að hafa staðið við hliðina á fullt af fjólki og finnur að við eigum þetta allt sameiginlegt.  Það er hreinlega sálubætandi svo ekki sé meira sagt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2009 kl. 11:05

9 Smámynd: Hulla Dan

Langar svooo á fundinn, en er stökk í útlandinu.
Horfi samt pottþétt á hann hérna heima (ef hann verður sýndur) með veinum!

Hulla Dan, 12.1.2009 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2986833

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband