Leita í fréttum mbl.is

Krúttfærsla

jenný í sverige

Jenný Una gisti hjá okkur í nótt.

Það var gefandi og skemmtilegt eins og alltaf.

Félagsskapur barna toppar allt, svona oftast nær að minnsta kosti.

Ég held að Jenný Una sé svolítið að læra um fjölskyldutengsl.  Eins og hennar er von og vísa þá er afi í Keflavík pabbi hennar mömmu.  Farmor og farfar í Svíþjóð eru núna aðeins nefnd á nafn sem pabbi hans pabba og mamma hans pabba.

Svo sló hún mig algjörlega út af laginu í morgun og ég brjálaðist úr krúttkrampa þegar hún sagði hneyksluð á svip og í fasi (með hendur á mjöðmum):

Amma, veistu hvað?  Hún dóttir þín keypti allt of mikið nammi handa mér í gær og líka handa Söru Kamban!

Ég (algjörlega útúrhneyksluð líka): Ertu að meina þetta?  Gerði dóttir mín þetta virkilega?

Jenný Una: Já og hún fór líka með mig á bibbótekið (bibiliotekið) en það þýðir bókasafn á sænsku amma.

Ji hvað ég á stundum erfitt með mig nálægt börnum.  Langar að knúúúsa.

Stuttu seinna var Jenný Una búin að teikna margar myndir og bað mig um að hringja í DÓTTUR MÍNA og biðja hana að ná sig  "því ég nenni ekkert að vera meira há þér af því afi minn sefur allan daginn og vinnur í nóttinni."

Það er nefnilega það og auðvitað hringdi ég í dóttur mína og bað hana að koma og ná í dóttur sína og fara með hana heim til sonar síns litla og pabba hans og blóðföður þeirra beggja.

Ésús minn.

Ef þetta bjargar ekki lífi manns í kreppunni þá veit ég ekki hvað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.1.2009 kl. 00:33

2 Smámynd: Karl Tómasson

Og mikið er stúlkan falleg með bleiku tertuna alsæl.

Bestu kveðjur úr Mosó kæra Jenný Anna frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 12.1.2009 kl. 00:36

3 Smámynd:

Já þau geta alveg drepið mann úr krúttugangi þessi blessuð börn

, 12.1.2009 kl. 01:32

4 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Einar Örn Einarsson, 12.1.2009 kl. 02:11

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 12.1.2009 kl. 06:54

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 12.1.2009 kl. 07:42

7 identicon

Láttu það bara eftir þér að knúúúsa :) Já hún er sko voðalega mikið krútt þessi stelpa :)

alva (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 08:15

8 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Þetta er lifið

Soffía Valdimarsdóttir, 12.1.2009 kl. 09:12

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

sonur minn á það til að kalla á okkur foreldrana með skírnarnöfnum í stað þess að segja mamma eða pabbi. Mér finnst það alltaf jafn fyndið.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.1.2009 kl. 12:20

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sykursætt

Edda Agnarsdóttir, 12.1.2009 kl. 17:49

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Börn eru algjörlega óborganleg.

Hildigunnur: Mínar eldri gerðu þetta stundum. Mér fannst það líka alltaf jafn fyndið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.1.2009 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband