Leita í fréttum mbl.is

Laugardagskvöld með Agli Helga

Ég hef of margar skoðanir.  Ég veit það og ég vinn að því í pjúra yfirvinnu að fækka þeim.

Sem er lygi, ég sé ekkert að því að hafa skoðanir á öllum sköpuðum hlutum.  Það heldur mér vakandi, spriklandi og á lífi.

Varðandi Björn Bjarnason þá hef ég skoðun á honum og mér finnst hann ekki mikill dúlludúskur.  Hvað sem því líður þá held ég að það skipti engu þó hann fari - inn á sviðið kemur einhver uppalningur úr íhaldsskólanum, kannski í flottari jakkafötum með flottari framkomu en sömu  glötuðu skoðanirnar.

Ég þjáist reyndar af skoðunum mínum þessa dagana og þess vegna langaði mig að henda mér í hlutleysis- og skoðanaleysisvegginn þegar ég sá að djöfulsins Júróvisjón er að byrja aftur.

Júróvisjón er eins og súpa sem hefur verið elduð úr matarleyfum síðasta mánaðar og soðin svo lengi að bragðið er eins og gerjuð borðtuska sem legið hefur í sólbaði í gluggakistu, eftir að hafa verið notuð til að þurrka upp mjólk og smjör af morgunverðarborðinu.

Júróvisjón er hámark hégóma og metnaðarleysis.

Ég hreinlega hata Júróvisjón.  Ég er til í að stofna grasrótarsamtök um að koma þessu lágmenningarógeði út úr heiminum.

Ókei ég skal viðurkenna að ég ýki tilfinningar mínar til þessa fyrirbrigðis en í alvöru.

Þetta kostar hafsjó af peningum.

Má ekki nota þá í eitthvað annað?

Eins og þátt um stjórnmál og fleira. 

Hvað með "Laugardagskvöld með Agli Helga"?

Nú eða "Kastljósi í sparifötunum"?

Ég er ekki að grínast.  Við þurfum núna allar þær upplýsingar um þjóðmál sem völ er á.

Það hefur sýnt sig að það koma í ljós spillingarmál á hverjum degi.

Það er borin von að hægt sé að fylgja þessu eftir nema með lengra Kastljósi og lengra Silfri.

Ég er að tala í alvöru.

Arg..

Ég hata Júróvisjón

 


mbl.is Fullyrt að Björn hætti eftir landsfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Góður soldið öðruvísi pistill. Þú kvartar í upphafi yfir því að hafa of margar skoðanir. Þetta stafar af því að þú fylgist allt of mikið með fréttum og umræðuþáttum. Farðu í langa göngutúra í náttúrunni og forðastu sjónvarp og útvarp. Ok, kannski Leiðarljós en ekkert meira.

Jóhann G. Frímann, 10.1.2009 kl. 14:09

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi, hvað ég er sammála þér með Júróvisíon, en ekki alveg eins sammála með fleiri stjórnmálaumræðuþætti... held ekki að við fengjum að vita neitt fleira þó þeim fjölgaði.

Jónína Dúadóttir, 10.1.2009 kl. 14:17

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe...gaman að þessu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.1.2009 kl. 14:19

4 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Jenný, bættu mér á stofnfélagalistann þegar grasrótarsamtök gegn helvítis fokking fokk júróinu verða stofnuð. Ég var einmitt að hugsa það sama og þú í gærkvöldi þegar einhver andskotans júróauglýsing var í sjónkanum.

Björgvin R. Leifsson, 10.1.2009 kl. 14:20

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Er svooooo fegin að þurfa ekki að horfa upp á þennan drulluleiðindar gólþátt! Og eins þú bendir réttilega á, kostnaðurinn manneskja !!!!!!   Og svo kalla sumir þetta menningarviðburð!!!   

Ía Jóhannsdóttir, 10.1.2009 kl. 14:25

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sammála! Urrrrrr. Líst betur á laugardagskvöld með Agli.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.1.2009 kl. 14:45

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Senda BB í júsovision???

Sigrún Jónsdóttir, 10.1.2009 kl. 14:50

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er alltaf jafn asskolli gaman að þér Jenný mín.  Takk fyrir að vera til og ég vil frekar Egil á laugardögum, heldur en Júró.  

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 15:22

9 Smámynd:

Sammála að hætta þessu Júróvisjónbulli. Nota peninga okkar skattborgara á uppbyggilegri hátt.

, 10.1.2009 kl. 15:51

10 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Oh, hvað ég er sammála með þetta glataða Eurovision, af hverju erum við að halda þessu til streitu? Kostar morðfjár og gagnast okkur ekki að einu einasta leyti!!

Lilja G. Bolladóttir, 10.1.2009 kl. 15:58

11 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

OF MARGAR SKOÐANIR!!!

Ónei! Hvorki of margar né of róttækar fyrir minn smekk.

Hins vegar er ég ekki alveg sammála með Juró þótt mér leiðist það líka.

Tónlistarfólkið okkar fær þá´eitthvað að gera á meðan á henni stendur og það hlýtur að vera þarft núna á´þessum síðustu og verstu.

Soffía Valdimarsdóttir, 10.1.2009 kl. 17:19

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já verd ad segja thad lika, má ekki vera med soldid "léttmeti" svona i bland vid stjórnmálathætti og th ? Veitir nokkud af annad slagid ad hvila eyrun á øllu thessu spillingarógedi? En júró er jú umdeilanlegt, og audvitad má spyrja ad thvi hvort thar hefdi ekki verid hægt ad spara med ad sleppa tháttøku, sammála thvi. En ekki kannski til ad lengja thá thætti sem thú nefnir Jenný...er ekki allt tóm steypa hvort ed er sem uppúr thessu stjórnmálalidi vellur?? lygar ofaná lygar?  Ég spyr....

En hafdu gott laugardagskvøld...og ekki horfa á undankeppni JÚRÓ

María Guðmundsdóttir, 10.1.2009 kl. 18:17

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Af hverju er ekki Neyðarstjórn kvenna boðið að hafa þátt/þætti á laugardagskvöldum svo við fáum að sjá og heyra hvað þar hefur verið brallað um hugmyndir?

Eða með öðrum hópum sem hafa verið að hittast og ræða málin?

Ég skil ekki skemmtanagildi júrósins sérstaklega á þessum tíma/tímum. Þetta er eins og að troða kefli upp í mann til að þegja. Eflaust eigum við eftir að sjá meira af þesskonar glimmeri sem stráð verður yfir allt frá því opinbera - munið að þessu er stjórnað af ráðamönnum þjóðarinnar.

Edda Agnarsdóttir, 10.1.2009 kl. 18:18

14 identicon

Eg hef reyndar gaman af glamúrnum í júró. En ég er sammála að þættir eins og Silfrið, skilja oft eftir fleiri spurningar en ekki. Þeir eru (voru) alveg hæfilegir í meðalári.  Sérstaklega fyrst eftir hrunið, þá bara fattaði ég ekki hvaða erindi þættir eins og Leiðarljós ættu við rúinn almenning.

Þótt ég hafi gaman af júró, finnst mér að í ár ættum við ekki að senda þátttakanda til keppni til að syngja við hliðina á morðingjunum í Ísrael.

Kolla (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 18:35

15 Smámynd: Ragnheiður

Ahh ég nenni ekki aukaskammti af Agli eða meiri stjórnmálaumræðum...þær skila engu og ég fer bara hraðar á taugum.

Það mætti samt finna eitthvað betra en júróið.

Ragnheiður , 10.1.2009 kl. 19:38

16 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Út með júragarðinn og inn með beinar útsendingar frá öllum mótmælum og opnum borgarafundum svo þjóðin geti verið samstíga í að gera byltingu. Og auðvitað eiga fjölmiðlar að vera með vikulegan þátt þar sem ráðamenn sitja fyrir svörum fólksins í beinni....og fara yfir mál sl viku. Einnig má skipa bankastjórum og auðmönnum að mæta og sitja fyrir svörum þegar fólkið í landinu fær að spyrja þeirra spurninga sem brenna á þeim. Furðulegt að þetta sé ekki löngu orðinn veruleiki ...kannski eru fjölmiðlarnir ekkert að pæla í veruleikanum?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.1.2009 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband