Leita í fréttum mbl.is

Þú blöggar ekki um þetta!

Ég var að tala í símann, við konu, sko vinkonu mína eða frænku skulum við segja og hún er utan að landi.  Ekki von á góðu þar af leiðandi.Halo

Við vorum að ræða landbúnaðarmál.

Ég hef ekki afturenda vit á þeim en tók samt þátt.  Alltaf til í að hafa skoðanir.

Hún var að kafna úr reiði vegna fordóma minna á bændastéttinni og ég viðurkenni að ég var svolítið í því að ganga fram af henni.

Hún: Þú ert ótrúleg.  Hvernig hefur þú komið þér upp öllum þessum hleypidónum?

Ég: Ha, hleypidónum?  Hvað er það?

Hún: Nú, nú, hætt að skilja íslensku, sko hleypidónar, formdómar.  Hefurðu aldrei heyrt orðið?

Ég: Er ég hleypidóni?

Hún: Já og það sem meira er þú hefur ekki hundsvit á landbúnaðarmálum.

Ég: Hehemm, meinarðu að ég sé haldin hleypidómum?

Hún: Já auðvitað, ég sagði það.

Svo hvæsti hún út á milli samanbitinna vara

Jenný Anna; ef þú blöggar um þetta þá drep ég þig.

Ég var svo aldeilis yfir mig hneyksluð og spurði hana hvort hún væri eitthvað verri.  Að fara með bjánaskapinn í fólki sem ÉG þekki á blöggið, aldrei.

Ég ætti ekki annað eftir.

Annars fín.

P.s. Bara svo það sé á hreinu þá þekki ég konu þessa aaaaaaaðeins lauslega bara.  Eiginlega ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.1.2009 kl. 15:00

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já skammastín tharna

María Guðmundsdóttir, 7.1.2009 kl. 15:12

3 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Er þetta ekki einmitt málið með okkur blogarana að það má ekkert segja okkur þá erum við komin með þetta á netið, ég hef orðið svolítið var við að sumir veigra sér við að segja manni eitthvað vitandi að það er líklega komið á netið innan fimm mínutna. Gott hjá þér Jenný, það er allt í lagi að atast aðeins í fólki það gefur lífinu gildi..... kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 7.1.2009 kl. 15:22

4 Smámynd: Himmalingur

Góð!

Himmalingur, 7.1.2009 kl. 15:44

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

híhí! En þú ert með hleypidóna og hefur ekki hundsvit á landbúnaði - það sér hver maður austan lækjar.......

Hrönn Sigurðardóttir, 7.1.2009 kl. 15:46

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

gott er að hafa skoðanir á málum. þá sérstaklega maður hafi ekki nokkurt vit á þeim.

enda landlægur.....heimslægur siður

Brjánn Guðjónsson, 7.1.2009 kl. 16:01

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þvílíkur hleypidóni skapandi hleypidóni og sérð ekkert eftir þessu? Ég er í krampa yfir einu orði, og þú ferð ekki með það á blöggið.

Eva Benjamínsdóttir, 7.1.2009 kl. 16:01

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jenný nú færðu þér lífvörð!  Konan hótar að drepa þig ef þú blöggar um samtalið.  Hehehe.. 

Ía Jóhannsdóttir, 7.1.2009 kl. 16:41

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alltaf kemurðu manni á óvart.  Nú ertu farin að vera með hleypidóna, og haldinn hundsviti, ja hérna hér.  Og svo þarftu auðvitað lífvörð, ætli libbararnir hans Bjarna séu ekki á lausu þegar hann hefur beðist griða og fengið syndaflausn?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 17:06

10 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Usssssssssssssssssssssss ! Þú ert nú meiri hleipidóninn (betra með einföldu)

Hörður B Hjartarson, 7.1.2009 kl. 18:31

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er líka hleypidóni þegar þetta útiálandilið á í hlut. Fæ alltaf fráhvarfseinkenni í Ártúnsbrekkunni ef það er reynt að fara með mig út á land.

Helga Magnúsdóttir, 7.1.2009 kl. 18:48

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hleypidóni á blögginu

Jónína Dúadóttir, 7.1.2009 kl. 19:51

13 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Þið eruð nú meiri hleypidónarnir með alla þessa formdóma gagnvart okkur sem búa úti á landi. Kveðja frá brottfluttum Reykvíkingi.

Björgvin R. Leifsson, 7.1.2009 kl. 19:57

14 Smámynd:

 

, 7.1.2009 kl. 20:46

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Er hún að austan?....það er þetta með sérhljóðana

Sigrún Jónsdóttir, 7.1.2009 kl. 20:52

16 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Hleypidóninn thinn thó !!!  

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.1.2009 kl. 21:54

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að hún sé einmitt að auþtan Þigrún.  Þko auþtan af fjörðum, þaðan sem ég er þko.

Dúa: Múha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2009 kl. 22:45

18 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

 hleypidóninn þinn. Hleypur með þetta beint í blöggið

Svala Erlendsdóttir, 8.1.2009 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband