Miðvikudagur, 7. janúar 2009
Þú blöggar ekki um þetta!
Ég var að tala í símann, við konu, sko vinkonu mína eða frænku skulum við segja og hún er utan að landi. Ekki von á góðu þar af leiðandi.
Við vorum að ræða landbúnaðarmál.
Ég hef ekki afturenda vit á þeim en tók samt þátt. Alltaf til í að hafa skoðanir.
Hún var að kafna úr reiði vegna fordóma minna á bændastéttinni og ég viðurkenni að ég var svolítið í því að ganga fram af henni.
Hún: Þú ert ótrúleg. Hvernig hefur þú komið þér upp öllum þessum hleypidónum?
Ég: Ha, hleypidónum? Hvað er það?
Hún: Nú, nú, hætt að skilja íslensku, sko hleypidónar, formdómar. Hefurðu aldrei heyrt orðið?
Ég: Er ég hleypidóni?
Hún: Já og það sem meira er þú hefur ekki hundsvit á landbúnaðarmálum.
Ég: Hehemm, meinarðu að ég sé haldin hleypidómum?
Hún: Já auðvitað, ég sagði það.
Svo hvæsti hún út á milli samanbitinna vara
Jenný Anna; ef þú blöggar um þetta þá drep ég þig.
Ég var svo aldeilis yfir mig hneyksluð og spurði hana hvort hún væri eitthvað verri. Að fara með bjánaskapinn í fólki sem ÉG þekki á blöggið, aldrei.
Ég ætti ekki annað eftir.
Annars fín.
P.s. Bara svo það sé á hreinu þá þekki ég konu þessa aaaaaaaðeins lauslega bara. Eiginlega ekki neitt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:45 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.1.2009 kl. 15:00
já skammastín tharna
María Guðmundsdóttir, 7.1.2009 kl. 15:12
Er þetta ekki einmitt málið með okkur blogarana að það má ekkert segja okkur þá erum við komin með þetta á netið, ég hef orðið svolítið var við að sumir veigra sér við að segja manni eitthvað vitandi að það er líklega komið á netið innan fimm mínutna. Gott hjá þér Jenný, það er allt í lagi að atast aðeins í fólki það gefur lífinu gildi..... kv. Tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 7.1.2009 kl. 15:22
Góð!
Himmalingur, 7.1.2009 kl. 15:44
híhí! En þú ert með hleypidóna og hefur ekki hundsvit á landbúnaði - það sér hver maður austan lækjar.......
Hrönn Sigurðardóttir, 7.1.2009 kl. 15:46
gott er að hafa skoðanir á málum. þá sérstaklega maður hafi ekki nokkurt vit á þeim.
enda landlægur.....heimslægur siður
Brjánn Guðjónsson, 7.1.2009 kl. 16:01
Þvílíkur hleypidóni skapandi hleypidóni og sérð ekkert eftir þessu? Ég er í krampa yfir einu orði, og þú ferð ekki með það á blöggið.
Eva Benjamínsdóttir, 7.1.2009 kl. 16:01
Jenný nú færðu þér lífvörð! Konan hótar að drepa þig ef þú blöggar um samtalið. Hehehe..
Ía Jóhannsdóttir, 7.1.2009 kl. 16:41
Alltaf kemurðu manni á óvart. Nú ertu farin að vera með hleypidóna, og haldinn hundsviti, ja hérna hér. Og svo þarftu auðvitað lífvörð, ætli libbararnir hans Bjarna séu ekki á lausu þegar hann hefur beðist griða og fengið syndaflausn?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 17:06
Usssssssssssssssssssssss ! Þú ert nú meiri hleipidóninn (betra með einföldu)
Hörður B Hjartarson, 7.1.2009 kl. 18:31
Ég er líka hleypidóni þegar þetta útiálandilið á í hlut. Fæ alltaf fráhvarfseinkenni í Ártúnsbrekkunni ef það er reynt að fara með mig út á land.
Helga Magnúsdóttir, 7.1.2009 kl. 18:48
Hleypidóni á blögginu
Jónína Dúadóttir, 7.1.2009 kl. 19:51
Þið eruð nú meiri hleypidónarnir með alla þessa formdóma gagnvart okkur sem búa úti á landi. Kveðja frá brottfluttum Reykvíkingi.
Björgvin R. Leifsson, 7.1.2009 kl. 19:57
, 7.1.2009 kl. 20:46
Er hún að austan?....það er þetta með sérhljóðana
Sigrún Jónsdóttir, 7.1.2009 kl. 20:52
Hleypidóninn thinn thó !!!
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.1.2009 kl. 21:54
Ég held að hún sé einmitt að auþtan Þigrún. Þko auþtan af fjörðum, þaðan sem ég er þko.
Dúa: Múha.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2009 kl. 22:45
hleypidóninn þinn. Hleypur með þetta beint í blöggið
Svala Erlendsdóttir, 8.1.2009 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.