Leita í fréttum mbl.is

Dapurt Sigmundur Ernir - Og framsóknarbrölt

Ég veit ekki hvað þessi kreppa hefur gert mér eiginlega, nú fyrir utan hið fjárhagslega tjón sem allir Íslendingar, fæddir og ófæddir sitja uppi með.

Flest mín gömlu viðhorf eru fokin lönd og leið.

Ég er t.d. algjörlega búin að missa trú á íslensku flokkakerfi.

Mér finnst bægslagangurinn í Framsókn hlægilegur.  Alltaf sami grautur í sömu skál þar sem megin uppistaðan í grautnum er valdabrölt eiginhagsmunaseggja.

Framsókn er ekkert verri en aðrir svo sem, þeir eru reyndar að þessu núna og þá tekur maður sérstaklega eftir þeim og mikið gengur á, svo margir vilja komast að, hlýtur að vera eftir þó nokkru að slægjast. 

Þjóðarheill hvað?

Svo er borgarafundur í Iðnó annað kvöld. 

Ég hvet alla til að mæta.

Það á að ræða mótmælaaðferðir.

Jájá, alveg bráðnauðsynlegt eða hvað?

Ég persónulega styð öll mótmæli þar sem ekki er beitt ofbeldi.

Enginn á mótmælahreyfinguna, hún er sjálfsprottin úr grasrótinni.

Þar eiga allir jafnan hlut að máli.

Ég dáist að anarkistum fyrir þeirra framlag og ég hef ekki séð þá beita ofbeldi, þangað til; áfram krakkar.

Í öllum hópum má finna fólk sem ekki hagar sér.

Sjáið t.d. hann Óla Klemm og bróður hans.  Þeir voru þeir einu sem voru með ofbeldi af öllum starfsmönnum Seðlabanka og Landsspítala við Borgina.  Ha!

En ég er svolítið hrædd um að það eigi að fara að rífast um hvernig á að mótmæla, að ein mótmælaaðferð sé æskilegri en önnur.

Ég vara við því.  Það er auðvitað ekki hægt að gera stjórnvöldum meiri greiða en að draga athyglina frá skelfilegu ástandi í þjóðfélaginu með því að láta mótmælendur rífast um aðferðir.

En ég verð að minnast á hann Sigmund Erni sem bloggar einmitt um smekk sinn á mótmælendum.

Hörður Torfa er hetja.

Hinir andlitslausu ekki.

(Ég skil ekki þessi læti yfir því að fólk hylji andlit sitt.  Lögreglan hefur viðurkennt að eiga myndir frá öllum mótmælum, þó ekki væri nema þess vegna þá á þetta fullkomlega rétt á sér og svo ég tali nú ekki um að það sé undirstrikað að það eigi ekki að persónugera mótmælin frekar en hrunið).

Svo las SE fréttina í gærkvöldi þar sem talað var við Geir Haarde sem óaði og æjaði yfir lýðnum sem varnaði honum inngöngu í kasúldna Kryddsíldina.

Dapurt Sigmundur Ernir.

Bloggfærsla Sigmundar Ernis

Viðtalið við Geir Haarde


mbl.is Hiti á fundi framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SM

,,svo ég tali nú ekki um að það sé undirstrikað að það eigi ekki að persónugera mótmælin frekar en hrunið''

- mjög góður punktur hjá þér.

SM, 7.1.2009 kl. 10:01

2 identicon

Voru ekki fleiri en bræðurnir með ofbeldi? Hvað með þann sem grýtti og kinnbeinsbraut lögreglumanninn? Er það allt í lagi af því að það var skoðanabróðir þinn?

Merkilegt hvað margir hneykslast á tveimur mönnum sem steyttu hnefa, en gleyma pústrum og glóðaraugum starfsmanna Hótel Borgar og Stöðvar tvö, svo ekki sé minnst á lögreglumanninn kinnbeinsbrotna.

Er heilsa þessa fólks minna virði en viðkvæmar taugar mótmælenda?

Anna (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 10:09

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Geir Haarde "þá kemur ekki nokkur maður sínum málstað á framfæri" humm, verra en "ekki nokkur maður" aðrir en formenn sjórnmálaflokkanna að hans mati. Þjóðfélagið myndi batna til muna ef engin þessara kæmist að í fjölmiðlum í nokkra mánuði.

Annars finnst mér öll umræða um að mótmælendur eigi að vera þægilegir frekar óþolani. Það er ekkert að því að vera óþægilegur mótmælandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.1.2009 kl. 10:11

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nenni ekki að hlusta á þvæluna í Geir, en mikið er ég ánægð með viðbrögð svarenda við innlegginu hans Sigmundar Ernis.  Hann fær sko aldeilis að heyra það maðurinn sá og ekki vanþörf á. 

Sammála þér með að það á enginn mótmælin og það á alls ekki að fara að skilgreina hver má mótmæla og hvernig.  Það er hræðslumerki og út úr kú.  Hver hefur sinn rétt á að mótmæla, svo lengi sem það er gert á skemmdarverka. 

Líka sammála með að ég er að breytast í hugarfari með þessi flokkakerfi.  Það þarf að stokka upp allverulega allstaðar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 10:30

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nú á sko að kynda unir réttlætingu á ofbeldi yfirvalda. Stöð tvö kemur með Geir sem fordæmir ofbeldið. líkamsárásirnar og skemmdirnar gríðarlegu..m-örgum dögum eftir smáviðburðina sem Sigmundur laug upp á mótmælendur..hann hefði átt að sjá sóma sinn í að upplýsa Geir um staðreyndir áður en honum var hleypt í loftið. Og fá frekar fram svörin við því hvernig Geir og Davíð eru að fíla vini sína úr seðlabankanum og svæfingarlækninn sem hlýtur eftir forsmánun læknaeiðsins þar sem hann hæddist og hótaði sárþjá'u fólki á gamlársdag eftir að það hafði verið úðað með piparúða ....að vera orðinn fyrrverandi svæfingalæknir. Þ.e ef allt væri með felldu á þessu landi. Sigmundur Ernir er sorglegur. Hann felldi grímuna og hefur nú tekið sér stöðu með valdhöfum gegn fólkinu..kannski var hann alltaf þar. Ég mun ekki horfa á neitt..hvorki fréttir né þætti þar sem hann kemur fram.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.1.2009 kl. 11:46

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

OG á meðn er sérsveitin styrkt og efnahagsbrotadeildin skorin niður....skýrari verða áherslurnar varla. Yfirlýsinging er stríð gegn almenningi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.1.2009 kl. 11:49

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

eigum við þá ekki að sleppa því að persónugera Geir Hilmar og Sigmund Erni?

Brjánn Guðjónsson, 7.1.2009 kl. 14:17

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir innlegg.

Brjánn: Á meðan maðurinn gengur með óhulið andlit þá verðum við að persónugera hann.  Ves.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 2987161

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband