Leita í fréttum mbl.is

Svona fyrir svefninn

Ég er á leiðinni í rúmið.  Alveg satt.

Er að reyna að koma mér úr jólatíma.

En..

Ég sagði ykkur um daginn að Jenný Una og Hrafn Óli Eriks- og Sörubörn hafi bæði átt afmæli á meðan þau voru í Svíþjóð um jólin hjá farfar og farmor.

Hrafn Óli á Þorláksmessu og honum var eiginlega sama.  Alltaf hress bara.

afmælisbarnið h

Hann er líka iðinn við að sulla eins og sjá má, en hann gerir það í stuði.

Jenný Una pantaði bleika afmælisköku hjá farmor Anna Lisa sem hún auðvitað fékk.

Hún mátti líka velja í hverju hún vildi vera í tilefni dagsins og ballettkjóllinn varð fyrir valinu.

afmælisbarnið

 

Svo fengu börnin aðra afmælisveislu þegar þau komu heim og þá var pöntuð súkkulaðiterta frá ömmunni með hvítu kremi og silfurkúlum.

En auðvitað var dóttirin mín hún Sara ekki með myndavélina í notkun akkúrat þá.

En hér hef ég efnt loforðið um afmælismyndir.

Svo fóru Amma-Brynja og afi-Tóti til London um jólin og eyddu gamlárs með Maysu, Robba og Oliver.

Hér er Amman, Maysan og Oliver á gamlárs.

Brynja,Mays og Oliver

Og í morgunmat á hótelinu á nýjársdag sýnist mér Oliver ætla að taka hraustlega til matar síns.

Oliver í morgunmat

Ég er farin að sofa í höfuðið á mér enda ekki til gagns svona seint á kvöldin.

Sofið vel og dreymi ykkur fallega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Barnabörnin þín eru svo falleg. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.1.2009 kl. 01:45

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 7.1.2009 kl. 08:49

3 Smámynd:

Yndislegt fólk

, 7.1.2009 kl. 09:04

4 Smámynd: M

Þau sætustu á eftir mínum

M, 7.1.2009 kl. 09:21

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk elskurnar, þau eru yndisleg.  Mig vantar bara nýja mynd af Jöklinum mínum þessum 14 ára.  Hann er svo mikið bjútíbarn líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2009 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.