Leita í fréttum mbl.is

Hreppaflutningar

Ég var ákveðin í að hrista deyfðina af mér og okkur hér á kærleiks og reyna að vera skemmtileg.

Er farin að hafa áhyggjur af því hversu allt fer beint í hjartað á mér á þessum síðustu og verstu og reiðin er hvítglóandi.

Ekki segja mér að reiði sé óholl.  Ég kæri mig ekki um það.  Það er andlega lamað fólk sem ekki finnur til reiði þessa dagana.

Mér tókst ekki, eins og sjá má, að hrista af mér reiðina og depurðina.  Enda yfir litlu að gleðjast.

Svo sá ég frétt af nauðaflutningunum á gamla fólkinu fyrir norðan.

Það er verið að taka það frá heimilum sínum (dvalarstað) og nauðungarflytja það á Kristneshæli þar sem það þarf að deila herbergi með öðrum.

Fyrir mörgum árum sá ég breska sjónvarpsmynd sem sýndi hvernig hjón þurftu að skiljast að þegar kom að því að fara á elliheimili.  Það var ekki í boði að búa saman.

Mér fannst það eins og í skáldsögu og hugsaði með mér að svona yrði það aldrei hér.  Jeræt.

Langamma mín hún Helga Óladóttir var látin til vandalausra ásamt öllum systkinum sínum þegar pabbi hennar dó úr lungnabólgu og hún var notuð sem þræll og á henni níðst allan hennar uppvöxt.

En það var fyrir svo löngu síðan.

Svo sé ég gamla fólkið tekið nauðugt og húrrað niður þar sem það kostar minna að GEYMA það.

Af því Gulli heilbrigðis er að spara.

Ég á ekki næganlega sterk orð til að lýsa tilfinningum mínum vegna þessa gjörnings.

Hreppaflutningur á öldruðum Íslendingum ætti ekki að vera inni í myndinni.

Ekki vera efst á listanum.

En þeir eru ekki hugrakkir í ríkisstjórninni og ekki við miklu að búast.

Þeir byrja á sjúklingum, börnum og gömlu fólki.

Fólki sem ekki er í aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér.

Ég skil ekki hvernig ráðherra þessa málaflokks getur horft í spegil.

Ég skil ekki hvernig ráðamenn á þessu landi geta sofnað á kvöldin.

En það er svo sem í lagi, ég þarf ekki að skilja það enda ekki í pólitík og svo sannarlega ekki á leiðinni í hana heldur.

Fréttin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég táraðist yfir  þessari frétt 

Hólmdís Hjartardóttir, 6.1.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ætli þetta fólk hafi ekki átt neina niðja eða ættingja?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 6.1.2009 kl. 21:50

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er öskureið og held að þetta sé bara byrjunin....

Sigrún Jónsdóttir, 6.1.2009 kl. 21:58

4 Smámynd: M

Fékk illt í hjartað að sjá þessa frétt. Mér finnst alltaf byrjað að spara og hagræða á kolröngum stöðum.

Helvítis fokking fokk.

M, 6.1.2009 kl. 22:06

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er urrandi yfir þezzu líka & ég urra sjaldan upphátt.  Taka fólk út af núverandi heimilum sínum & pakka saman í herbergi.  Fólk sem að hefur borgað sína skatta & skyldur alla sína tíð, fólkið sem að bjó til bakbeinið í því velferðarþjóðfélagi sem að við bjuggum við áður en að Sjálfstæðisflokkurinn eyðilagði það nú nýverið.

Því nú þarf að skera niður ...

Þarna ?

Heykvízlar & haglabyzzur, segji enn & skrifa, úlpan mín.

Steingrímur Helgason, 6.1.2009 kl. 22:07

6 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Svona "stjórnun" er siðlaus og gengur þvert á gríðarlegar aðgerðir alla vega hér á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri og ár, þar sem miklu hefur verið kostað til að koma einstakllingum og hjónum í sérbýli á öldrunarstofnunum eins og Grund og Hrafnistu.

Vegna þess að það er krafan og stefnan í nútímanum, og óumdeilanlegt rétt markmið.

Það er líkt og fyrir norðan eitthvað í gangi í Hafnarfirði varðandi kaþólska spítalann, þar sem komið er aftan að skjólstæðingum hans og stendur jafnvel til að leggja spítalann niður.

Menn ganga ekki í svona verk fyrirvaralaust eða yfirleitt, nema að mikið sé bilað í stjórnun heilbrigðismálanna. Það skortir haldbærar skýringar á þessari þversögn í jafn viðkvæmum málum. Ég er raunar viss um að þær eru ekki til.

Herbert Guðmundsson, 6.1.2009 kl. 22:12

7 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Allir tárast og reiðast. Gamalt fólk er bara gamall almenningur sem allir vilja að einhver aðrir en ég hugsi um. Fáar aðgerðir njóta meiri stuðnings en þessi séu atkvæði talin með "fótunum". Þegar gamalmennavesen kemur upp slá flestir þeim við þjó og eru runnir á braut.

Svona hefur þetta alltaf verið almennt. Fjölmiðlafólk, sem er og á að vera sérfræðingar í að lesa tilheyrendur, talar við gamalt fólk eins og fávita. Öskrar á það. Af hverju? Gamalt fólk hefur alltaf verið vesen í sögunni eftir að hætt var að létta því af fóðrum.

En ég er auðvitað sammála ofanrituðum,....... enda dýrðlegur maður og góður eftir því. 

Kristján Sigurður Kristjánsson, 6.1.2009 kl. 22:23

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvað ætli rúmu 370 milljónirnar sem flokkarnir á Alþingi skammta sér til sinna starfa myndu nægja til að auðvelda þessu elskulega, gamla fólki ævikvöldið.

Svo mætti bæta þar við skúffupeningum ráðherra upp á 87 milljónir sem þeir ráðstafa til gæluverkefna - og vina og vandamanna.

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.1.2009 kl. 23:14

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta er til áborinnar skammar. Hvað er að gerast þarna á þessu guðsvolaða landi!   

Ía Jóhannsdóttir, 6.1.2009 kl. 23:22

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þessi frétt var einhvern veginn toppurinn á ömurleikanum......og fátt framundan sem segir að ástandið verði skárra......nú þarf maður á öllu að halda til að sogast ekki með inn ömurleikann og festast þar.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.1.2009 kl. 23:25

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Við skulum taka Gulla heilbrigðis þegar hann verður gamall - og það er ekkert langt í það - og setja hann í herbergi með einhverjum sem hann þekkir ekki neitt! Svo förum við sérstaklega fram á að það verði alltaf talað við hann í fleirtölu, svona eins og hann sé hálfviti..... þú veist; Erum VIÐ búin að taka lyfin okkar? Erum VIÐ búin að pissa? Ætlum VIÐ að leggja okkur? osfrv.

Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2009 kl. 23:51

12 Smámynd:

Æ því miður er hann Gulli enn svo ungur að langt er í hefndina. Að leggja niður sjúkrastofnanir er eitt en að eyðileggja líf fjölda eldri borgara sem hafa örugglega unnið til áhyggjulauss ævikvölds - það er ófyrirgefanleg SYND.

, 7.1.2009 kl. 00:11

13 Smámynd: Ragnheiður

Þessi frétt var algerlega hörmuleg, ég táraðist yfir henni. Ég bara þoli ekki lengur þetta samfélag sem ég bý í...ég fer  að fara héðan bráðum !!

Hér að ofan spyr einhver hvort gamla fólkið eigi ekki niðja ? Það er nú meira en að segja það að taka heilsulaust gamalmenni inn til sín, hversu vænt sem manni þykir um þann einstakling.

Í því ástandi sem hér er verða allir að keppast við að vinna til að halda húskofanum yfir höfðinu ..matnum á borðinu.

Fjandans fyrirkomulag er þetta !

Mæli með aðferð Hrannar á Gulla heilbrigðisráðherra...fulla ferð !!!

Ragnheiður , 7.1.2009 kl. 00:25

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hrikalega sorglegt...eru ráðamenninrinr okkar alveg hjartalausir. Er það ekki bara stóra vandamálið. Það er hola í brjóstinu og tómahljóð í höfði þæeirra og við þorum ekki að stugga við þeim og þeirra skelfilegu ráðum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.1.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986832

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband