Leita í fréttum mbl.is

Sölvi Tryggvason rekinn af Stöð 2 - Hvers vegna?

Sölvi Tryggvason var rekinn af Stöð 2.

Er ég sein að bregðast við?  Nei aldeilis ekki bara svo brjálað að gera á spillingarlandinu að bloggefnin eru óþrjótandi.

Ég er búin að fylgjast með Sölva og sjá hann vaxa og dafna og verða að góðum fjölmiðlamanni.

Hann stökk úr "Séðogheyrtvæðingunni" sem var orðin allsráðandi á Íslandi í dag og var orðinn ansi snarpur og góður strákurinn.

(Ég hef ekkert á móti "Séð og heyrt" tímaritinu - á  meðan það er tímarit sko).

Sölvi hafði þann eiginleika sem er að verða fáséður í íslenskum fjölmiðlum - ég trúði honum.

Hvers vegna var hann rekinn Ari Snari?

Það eru nokkrir góðir eftir sem betur fer en á öðrum fjölmiðlum.

Vonandi verða þeir ekki látnir fjúka.

Ég hef ekkert á móti nýjum stjórnendum Íslands í dag en..

og það er stórt en...

af hverju er góðum fréttamanni sem gengur eftir svörum hent út?

Er verið að "Séðogheyrtvæða" alveg upp á nýtt?

Ken og Barbí mætt til að slétta út gárað yfirborð.

Og ég sem elska gárur.

Ég ætla að fylgjast vel með.

Og RÚV; á ekki að nappa þessum frábæra og efnilega strák?

Ég bíð í ofvæni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Isis

Já.. Þetta þykir mér undarlegt. En hann hefur eflaust ekki verið nægilega þægur strákurinn, einhvernvegin ber hann það með sér að hafa lítinn áhuga á því að láta riskoð...nei fyrirgefðu... ritstýra er víst orðið.

Það er líklega ekki talið til eftirbreytni í Íslensku sjónvarpi í dag að spyrja óþægilegra spurninga, eða draga eitthvað í efa og vera krítískur, sem mér fannst Sölvi vera...

Isis, 5.1.2009 kl. 17:56

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hann sagði mér í Ísland í dag 30. des. sl. að breytingar stæðu fyrir dyrum innan stöðvarinnar og hann væri ekki hluti af þeim breytingum.

Hrönn Sigurðardóttir, 5.1.2009 kl. 18:25

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Í kvöld fjallar Ísland í dag um brjóstastækkanir og svo kemur Gilzenegger í heimsókn - væntanlega út af einhverju öðru.

Séðogheyrt hvað?

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.1.2009 kl. 18:55

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sölvi var fínn, hann hefur kannski tekið eitthvað óvarlega til orða. Kannski að þeir  hafi getað ráðið fólk með minni reynslu fyrir lægri laun. Hvað veit maður?

Helga Magnúsdóttir, 5.1.2009 kl. 19:11

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Djöfull er ég sammála þér kona!  Og Láru Hönnu... Linda Pé og Gilz þegar það er allt vaðandi í kýlum til að pota í.!!

Heiða B. Heiðars, 5.1.2009 kl. 20:00

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

er hann ekki bara heppinn ?.. hann fær uppsagnafrestinn greiddan og getur snúið sér að öðrum málum á meðan 365 fer hægt en örugglega á hausinn ;)

Óskar Þorkelsson, 5.1.2009 kl. 20:01

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kastljós eða fréttastofa RÚV á að næla í Sölva - PRONTO!

Hann bar af.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.1.2009 kl. 20:08

8 identicon

Þetta er óskiljanlegt háttalag - hann er frábær í sínu starfi - líklega bara verið of góður??

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:12

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hef ekki horft á stöð2 lengi og veit því ekki um hvern er verið að tala.  En skil pointið hér mjög vel og er ekki hissa.  Menn mega einfaldlega ekki vera of góðir eða spyrja of mikið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2009 kl. 20:29

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Synd að sjá hann fara, hann var fínn. Kannski togaði einhver í spotta, drengurinn kannski "látið illa að stjórn" er ekki allt kerfið orðið þannig í dag, þeir "óþægu" látnir fara!?

Huld S. Ringsted, 5.1.2009 kl. 21:00

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er greinilegt að það er verið að breyta Íslandi í dag.  Þar á ekki að fjalla um neitt nema hégóma.

Algjörlega hættulaust.

Stöð 2 er að færast undir þeirri ábyrgð sem lögð er á hendur svona magasínþáttum og það nú á krepputímum.

Þarna hefur einhver togað í spotta.  Spurning hver.

Enginn með fullu viti hættir við þjóðfélagsrýni á tíma sem þessum.

Sölvi á að fá finnu hjá RÚV.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2009 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31