Leita í fréttum mbl.is

Frasamaskínur og djúpar pælingar - nú eða hitt þó heldur

 woman_laughing

Ég vil koma því á framfæri að það var ekki ég sem var að stela kjöti á Hellu um helgina.

Ég er nefnilega ekki með bílpróf OG hætt í víninu.  Annars...

En..

Ég var að rökræða við konu áðan um kreppuna og fleira.

Hún svaraði mér á þá leið í miðri samræðu að sú staðreynd að undantekningin sannaði regluna gerði það að verkum að hún hefði rétt fyrir sér.  Einhvern veginn þannig.

En þegar einhver leggur á borð fyrir mig rökleysuna "undantekningin sannar regluna" þá hætti ég að hlusta.

Hvaða fyllibytta kom með þessa röksemd undir morgun þegar heilinn á honum var kominn í áfengisóþol og hættur að virka?

Er ekki staðreyndin frekar hið gangstæða?  Ég hebbði haldið það.

Arg.

Og þessi hérna: "Þeir sem guðirnir elska deyja ungir".

Þetta var stundum sagt við okkur í fjölskyldunni þegar við misstum barn.  Vel meint og allt það en fór algjörlega öfugt ofaní mig.

Er þá guð (ef hann er til) beinlínis eigingjarn?

Finnst honum hundleiðinlegt að fá bara gamalmenni í himnaríki?

Vill hann yngja upp á heilögum lendum sínum?

Eða er þetta tómt kjaftæði og innantóm skyndibitaspeki?

Ædóntnó en ég vildi að fólk talaði meira frá hjartanu og minna eins og sjálfshjálparbók eða frasamaskínur.

En...

Ég hugsa of mikið.  Ég er að reyna að koma mér í gang.  Horfast í augu við lífið á þessum mánudegi eftir jól.

Þarf að gera margt og dagurinn flýgur áfram.

Ég ætla að leggja heilanum á meðan ég geri eitthvað að viti.

Ég geri ekkert hugsandi eins og fífl.

Það er bara svoleiðis.


mbl.is Með fulla bíla af kjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Gott það varst ekki þú - klaufalegt að vera gripinn  Mætti annars halda að þú værir karlmaður - getur ekki hugsað og framkvæmt á sama tíma (enn einn frasinn)  

, 5.1.2009 kl. 15:05

2 Smámynd: Árni Matthíasson

Í The Sign of the Four segir Sherlock Holmes við Watson félaga sinn:

I never make exceptions. An exception disproves the rule.

(Orðtakið má afturámóti rekja til þess tíma er proof þýddi "prófar" í ensku, ekki  sönnun. Og þá voru menn alltaf bláderú.)

Árni Matthíasson , 5.1.2009 kl. 16:00

3 Smámynd: M

Hvað ég er sammála þér með þessa setningu " þeir sem guðirnir elska.... " Hefur alltaf farið í mínar fínustu. Hvað með hana ömmu mína sálugu sem lifði til rúmlega 90 ?

Næ alltaf að klúðra svona frösum og málsháttum og bjó því bara til einn.

"Því ei það er þá af er á "  Fjölskyldan er enn að pæla hvað þetta þýðir  

M, 5.1.2009 kl. 16:05

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einhver sagði mér fyrir margt löngu að þetta orðatiltæki ætti rætur sínar að rekja til þeirra tíma þá er mannfórnir voru stundaðar. Þá var gjörvulegasta fólkinu fórnað þegar mikið lá við.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.1.2009 kl. 16:53

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - klaufalegt að vera gripinn með fulla bíl af gripum og þekkja jafnvel ekki gripinn

Hrönn Sigurðardóttir, 5.1.2009 kl. 16:55

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn: Góð.  Hehe.

Svanur: Takk fyrir þessa útskrýringu.

Árni: Þetta er fróðlegt.  En þeir sem ekki vita þetta kasta þessari setningu fram sínkt og heilagt það pirrar mig svakalega.  En útskýringin þín skýrir heilmargt.

M: Hahaha.

Dagný: Ég segi það, hefði getað verið ég.  Hugarfarið og kjötgirndin er til staðar og helvítis kreppan gerir heimsókn í sláturhús að næturþeli að aðlandi möguleika.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2009 kl. 17:40

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mér hefur alltaf verið sagt að máltækið um að guðirnir elski þá ungu þýði í raun að þeir sem guðirnir elski séu ungir á sál og líkama fram eftir öllu, ekki endilega bundið við aldur í árum talinn.

Helga Magnúsdóttir, 5.1.2009 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 2987154

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.