Mánudagur, 5. janúar 2009
Hálf hljómsveit í heimsókn og Össur; éttann sjálfur
Ég tók á það ráð í gærkvöldi að fara út að ganga til að ná úr mér reiðinni og hryggðinni vegna atburðanna á Gasa.
Það tókst upp að því marki að ég náði smá ró í hugann.
Svo kom hálf hljómsveit í heimsókn á kærleiks.
Það var gaman og hér var töluvert hlegið yfir kaffibollum.
Nú blasir við verkefni dagsins, vikunnar, mánaðarins og ársins og áfram til eilífðar.
Sem er að stoppa í fjármálagat kærleiksheimilisins en möskvarnir á öryggisnetinu hafa stækkað óeðlilega mikið síðan í október og lítið má út af bera til að við húsband húrrum í gegnum hripleka öryggisvörnina og beint í gímaldið fyrir neðan.
En varðandi leiðarann í Mogganum í morgun, varnarræðuna vegna lokunar á bloggmöguleika við fréttir af hegðun kærleiksbræðranna Ólafs og Guðmundar Klemenzsona.
Þeir segja orðbragðið hafa verið of gróft og það hafi skort á tilhlýðilega virðingu og tillitssemi.
Hugs, hugs. Ég er sek. Ég skrifaði eitthvað á þá leið að ég vildi ekki vera sjúklingur á bekk með svæfingalækninn Guðmund sem verkstjóra á mínu meðvitundarleysi. Að mig langaði að lifa lengur.
Ég held að ég hafi líka kallað þá bræður brúnstakka og ofbeldismenn.
Ég er enn sama sinnis. Það er varla ærumeiðandi fyrir svæfingalækninn að fólk vilji ekki hafa hann við höfuðgaflinn þegar það er veikt, er það?
Ekki beinlínis traustvekjandi mynd af lækni sem birtist með fréttini fannst mér.
Hafa þessir bræður ekki sjálfir séð sér um að skrifa þessa viðbót í ferilskrána sína?
Ég held nú það.
Svo er vitnað í Össur sem skrifaði forpokaðan árásarpistil á blogg- og netsamfélagið.
Mikið skelfing skil ég Össur og alla hina í ríkisstjórninni vel - það er hundfúlt að hafa þennan háværa skríl segjandi skoðun sína alls staðar og virðingarleysi hans við stjórnvöld er í sögulegu lágmarki og tjáningin er hávær.
Oft á kjarngóðri íslensku, oft langt yfir markið.
Málið er að sú aðstaða sem íslenskur almenningur er kominn í er tilefni til upphrópana - og hver tjáir sig með sínu nefi.
Það er nottla ógissla pirrandi eins og sumir segja.
Ég sendi Össuri, félögum hans í ríkisstjórn, eftirlitsstofnunum ríkisins, útrásar- og sjálftökuliðinu og öllum hinum höfundum kreppunnar, illskeyttar áramótakveðjur og með þeirri einu ósk að þeir pilli sig frá völdum og gefi landsmönnum tækifæri til að segja skoðun sína í kosningum.
En hálfa hljómsveitin bjargaði móralnum á kærleiks þannig að það er ekki allt sorglegt í heiminum.
Best að drífa sig í að fremja huglæga kviðristu á sjálfri mér vegna ömurlegs ástands heimilisbókhaldsins á nýju ári.
Horfur og framhald er mér hulið vegna þess að stjórnvöld eru í feluleik.
Vér bíðum spennt.
Umræðuhættir á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:34 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 2986831
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég sendi þeim bara langt nef........
Bræðurnir Klemenzsynir sáu algjörlega um að útbía sitt mannorð sjálfir og gleymdu því í leiðinni að hver og einn á bara eitt mannorð og það er erfitt að bjarga því þegar það er einu sinni horfið í svaðið.
Ég stend líka enn við þá ákvörðun mína, og verður ekki haggað, að Guðmundur Klemenzson verði ekki á vakt ef ég eða einhver mér tengdur þarf að leggjast á skurðborð eða einhversstaðar að eiga vökustig sitt undir svæfingum!!
Ólafur Klemenzson er varla í vinnu í dag? Er hann ekki í vinnu hjá mér? Hann er rekinn - ásamt seðlabankastjórninni allri, fjármálaeftirlitinu og ríkisstjórninni!
Hrönn Sigurðardóttir, 5.1.2009 kl. 11:33
Góðan daginn Jenný mín. Gott að fá sér göngutúr til að taka úr sér hrollinn.
Ía Jóhannsdóttir, 5.1.2009 kl. 11:57
Ég vildi ekki láta þennan svæfingalækni svæfa mig.
Hlynur Hallsson, 5.1.2009 kl. 12:18
Það eru því miður á mörgum heimilum orðin stór fjármálagötin og sum staðar svo stór að það verður ekki stoppað í.
Ég vona svo sannarlega að þeir bræður þurfi að taka afleiðingum hegðunar sinnar en það væri svo sem í stíl við annað ef svo yrði ekki......
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.1.2009 kl. 12:35
Ég hvet ykkur til að láta óánægju ykkar í ljós þannig að eftir verði tekið.
http://skessa.blog.is/blog/skessa/entry/761065/
Heiða B. Heiðars, 5.1.2009 kl. 13:53
Alveg sammála þér hér eins og oftast áður. Þessir menn hafa unnið sér alla þessa skítlegu umfjöllun sem þeir fá og meira til. Halda Mbl menn virkilega að þeir geti þaggað niður mótmælin og strikað út gerðir þessara manna á Austurvelli og af hverju? Hver er þeirra afsökun fyrir því að verja þá ?? Vinátta við Davíð ? skyldu þeir ekki sjá það innst inni að um leið og þeir verja þetta atvik, setja þeir sjálfa sig niður á sama plan? Takk fyrir færsluna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2009 kl. 13:56
Þetta var hressandi pistill að vanda, takk fyrir mig
Sigrún Jónsdóttir, 5.1.2009 kl. 13:57
Gleðilegt ár Jenný mín og hafðu það ljúft á nýju ári Ljúfust
Brynja skordal, 5.1.2009 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.