Sunnudagur, 4. janúar 2009
Svartsýni - bjart mál
Íslendingar hafa aldrei verið svartsýnni. Það segir Gallupkönnun sem var gerð fyrir lok síðasta árs.
Ég vona að ég verði ekki skotin á færi en ég segi gott mál - bjart mál, til hamingju Íslendingar.
Þar kom að því að þessari spurningu var svarað af raunsæi og þjóðin virðist áttuð á ástandi mála.
Við höfum nefnilega ærna ástæðu til svartsýni og það er bara gott að púlsinn skuli endurspegla það.
Við erum ekki og höfum ekki verið hamingjusamasta þjóð í heimi, enda engin ástæða til og allt tal þar um hefur verið út í tómið, meiningarlaus óskhyggja.
Nú ég var að velta því fyrir mér að það er varla til fjölmiðill sem hægt er að treysta nú orðið.
DV reið á vaðið og varð uppvíst að ritskoðun eins og frægt var orðið. Reynir Traustason sýndi fram á það.
Svo var það Fréttablaðið og Stöð 2 með Sigmund Erni í broddi fylkingar sem sagði ósatt í fréttum um tjónaupphæð og tekjutap, slys á starfsmönnum og hlakkandi þáttastjórnanda á RÚV eftir Kryddsíldarævintýrið.
Nýjasta dæmið er svo Mogginn. Minn elskulegi heimafjölmiðill sem lét sig hafa að verja geirnaglann Ólaf Klemenzson ofbeldismann og hagfræðing hjá Seðlabanka ásamt bróður sínum Guðmundi, svæfingalækni og mannvini.
Þeir tóku út allar bloggfærslur við fréttir af þessum mönnum með Mússólínitaktana og lokuðu á möguleika um að fólk gæti sagt álit sitt á þessum heiðursmönnum.
Svo gefa þeir upp sem ástæðu að notað hafi verið orðbragð sem þeir gátu ekki sætt sig við.
Sko, ef ég hefði tíma, þarf að fara í barnaafmæli, þá myndi ég taka saman úr kommentakerfum og bloggfærslum, orðbragð sem myndi fá þann ljóta sjálfan til að hlaupa í felur.
Tökum Ástþór Magnússon friðarpostula sem dæmi og færslurnar hans um forsetann og vígbúnað barna.
En ó hvernig læt ég, þeir elska ekki ÓRG á Mogganum svo þeim er evt ekki jafn sárt um orðfærið þegar hann á hlut og þeir Klemenzssynir.
En nánari upplýsingar um ástand mála er að finna hjá henni Heiðu.
Á meðan - verið góð og falleg í tali.
Ekki blóta, ekki frussa, né slá ykkur á lær.
Ég kem sterk inn að vörmu.
Íslendingar aldrei verið svartsýnni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Segðu..!
, 4.1.2009 kl. 13:17
Góð eins og venjulega. Takk fyrir mig og takk fyrir linkinn á Heiðu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2009 kl. 14:19
Já, þú ert bara góð stúlka Jenný, svona alla jafna!En ei telst þinn gutti hérna svartsýnn, kannast vart við þá tilfinningu nema með þeim hégómlega hætti er snýr að íþróttaleikjum!
En get þó pirrast sem fyrrum blaðasnápur eða tilbrigði við hann, þegar ég les hérna sem víðar á blogginu upphrópanir sí og æ um að þeir sem eiga þennan leikvöll sem við ærslumst á, Moggabloggið, eða umsjónarmenn hans/þess, séu með eitthvað sem heitir "ritskoðun" ef þeir ákveða að loka til dæmis á tengingu við einherja frétt. Það er bara einfaldlega rangur skilningur á hugtakinu, yfir ákvörðun sem telst ekkert annað (og alveg óháð hversu góð eða slæm, eðlileg eða ekki hún er) en RITSTJÓRNARLEGS eðlis.
Þannig er þetta bara hvort sem fólki líkar það betur eða verr!
Magnús Geir Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 14:42
Það hefur ekki komið eitt orð um þennan mann í fréttum ruv og stöð2 þennan Ólaf Klemensson. Ef einhver minni máttar hefði komið svona fram væri það fordæmt og stórfrétt. Allavega hef ég ekki séð það.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.1.2009 kl. 14:55
Ég kæri mig ekki um að eiga aðild að samtökum þar sem þessi maður er í stjórn, ætla því að skrá mig úr Neytendasamtökunum strax á morgun.
Solveig (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 16:46
Solveig: Ég vona að sem flestir fari að dæmi þínu, myndi gera það væri ég í samtökunum. Skammast mín fyrir að vera þar ekki.
Jóna Kolbrún: Já það er þöggun í gangi.
Magnús Geir: Við erum algjörlega ósammála hér og við skulum bara vera sammála um það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2009 kl. 18:22
Nú er ég léttur, nú eða mér þá léttar. Ég er nefnilega sammála meistara Magnúzi. Hann enda þekkir mun á ritstjórnarlegri skoðanastýríngu & ritskoðun, enda vann hann. (eða hékk), á flokksmálzógagni, undir ritstjórn.
Steingrímur Helgason, 4.1.2009 kl. 18:44
Ég ætla nú ekkert að svara þessu skoti þínu með orðbragð mitt um forsetann, er ekki annars allt í lagi að kalla hlutina því sem þeir eru. ÓRG var amk óhræddur við slíkt á Alþingi þegar hann sagði suma með "s.e."
Þetta með 8 ára ræðumanninn á Austurvelli. Mér finnst það ganga of langt og inná mjög hættulega braut fyrir börnin eins og ég hef fjallað um síðustu daga. En hér er linkur á erindið sem ég sendi Umboðsmanni barna og fleiri stofnunum í morgun til að biðja um álit þeirra á þessu máli:
Þátttaka barna í pólitískum fundum og mótmælum
Ástþór Magnússon Wium, 5.1.2009 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.