Laugardagur, 3. janúar 2009
Börn og mótmæli
Ég gerði samning við sjálfa mig um áramótin og bloggaði um það. Ég ætla að segja það sem mér finnst líka þegar það er óþægilegt.
Ég sá átta ára telpu í sjónvarpinu áðan flytja ræðu.
Ákaflega krúttlegt og sætt, barnið greinilega þroskað og meðvitað.
En hún er átta ára og ég spyr; hvernig dettur fundahöldurum í hug að beita fyrir sig barni?
Það heitir það þegar maður tekur þátt í að leyfa svona.
Ég hef lesið um það hér á blogginu að pabbi stúlkunnar (hálfpabbi) segir að þetta hafi verið að hennar frumkvæði, hún hafi fundið þetta upp hjá sjálfri sér. Ég efast ekkert um það, en það er bara ekki málið.
Fullorðið fólk hefur það hlutverk að leiðbeina og vernda börnin sín.
Fyrir jól vorum við Sara dóttir mín að tala saman og ég ég nefndi orðið mótmæli.
Jenný Una sem var að leika sér í næsta herbergi hrópaði; Ékann að mótbæla. Davíð burt, Davíð burt!
Okkur setti hljóða mér og mömmunni. Hvorug okkar kannast við að hafa talað á þennan hátt nálægt barninu.
Málið er að börn eru eins og svampar. Þau eru líka afskaplega næm fyrir umhverfi sínu og það er okkar að vernda þau og hafa vit fyrir þeim á meðan þau geta það ekki sjálf.
Átta ára gamalt barn hefur ekkert að gera sem ræðuhaldari á útifundi.
Svo ekki sé talað um við þessar aðstæður þegar ólgan er svona mikil og allt getur gerst eins og komið hefur í ljós t.d. á gamlársdagsmótmælunum.
Ef það er eitthvað sem getur gert mig reiða í þessum heimi þá er það svona skiningsleysi fullorðins fólks á hlutverki sínu gagnvart börnum.
Þegar barn vill gera hluti sem við vitum að eru þeim ekki til góðs þá einfaldlega segjum við nei.
Hér átti klárlega að segja nei.
Börnum er beitt í misjöfnum tilgangi um allan heim.
Ég vil ekki taka þátt í því svo vinsamlegast endurtakið þetta ekki kæru félagar.
Ég veit að við hefðum ekki hoppað hæð okkar við mótmælendur hefðu stjórnvöld notað barn í sínu áróðursstríði.
Eða hvað?
Urrrrr
Mótmælt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986829
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér. Börn, jafnvel þó þau séu krúttleg og búið að kenna þeim ákveðinn frasa, eiga ekkert erindi á mótmælafundi.
Þau einfaldlega hafa ekki forsemdur til þess.
Ég verð að viðurkenna að þetta olli mér vonbrigðum, og persónulega finnst mér mótmælin á Ausurvelli fara niður um nokkur þrep við þetta.
hilmar jónsson, 3.1.2009 kl. 19:19
Hilmar: Ég er ekki sammála um að mótmælafundirnir setji niður við þetta, við gerum öll mistök. En mér finnst ástæðulaust að þegja yfir þessu, geri það sjaldnast þegar mér finnst brotið á börnum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.1.2009 kl. 19:21
vel orðað!
Vanhugsað mjög að mínu mati, hjá öllum sem að komu.
Þessi setning er svo barasta flott við hvaða tækifæri sem er. Gæti ekki verið einfaldari. En í raun erfiðari að fara eftir en margan gæti grunað. Við erum margir foreldrarnir sem mættum gefa þessu betri gaum:
Þegar barn vill gera hluti sem við vitum að eru þeim ekki til góðs þá einfaldlega segjum við nei.
Jóna Á. Gísladóttir, 3.1.2009 kl. 19:25
Sammála þér Jenný! Það er nefnilega þannig að börn hafa ekkert á gera á Austurvöll þessa dagana!
Hrönn Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 19:30
Fullkomlega fáránlegt.
Aðalheiður (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 19:32
Jenný ég hef verið þátttakandi í flestum fundunum á Austurvelli og yfir það heila finnst mér þeir hafa farið vel fram. Þó má vellta fyrir sér hvort ekki sé kominn tím á að breyta forminu á þeim. Ég varð mjög var við það hjá fólki sem sótti fundinn í dag, hvað því fannst lágt lagst með því að tjalda til 8 ára barni með frasa sem búið var að kenna því. Jú mér finnst við setja niður með því..
hilmar jónsson, 3.1.2009 kl. 19:35
Ég er hjartanlega sammála þessu hjá þér Jenný.
Foreldrarnir mega samt vera stoltir af þessari fallegu telpu.
Ragnheiður , 3.1.2009 kl. 19:37
Grétar: hvað ertu að fara maður ? Ég er einfaldlega að lýsa þeirri skoðun minni að mér finnst börn ekki hafa forsemdur til þess að vera þátttakendur í pólitískum aðgerðum .
Við skulum ekki gera hlutina dramatískari eða flóknari en þeir eru í raun..
hilmar jónsson, 3.1.2009 kl. 19:50
Grétar ég var að lesa kommentin þín á bloggi Ástþórs Magnússonar í tengslum við sama mál..
Persónulega finnst mér þú fara aðeins yfir strikið þar, hvað varðar almenna háttsemi. Bloggið verður svo mikklu leiðinlegra ef menn gæta ekki hófs í orðavali.
hilmar jónsson, 3.1.2009 kl. 19:54
Hvers vegna má barnið ekki tjá sig? Það er öllum hollt að fá að koma sinni skoðun á framfæri, hvort sem viðkomandi er átta ára eða áttatíu ára.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.1.2009 kl. 19:59
Mikið óskaplega er ég sammála. Ef það er eitthvað sem þyrfti að hlífa börnum við í dag þá er það þetta andsk. krepputal og viðbjóður. leyfum börnunum okkar að vera börn í friði. Og miðað við 40 ára reynslu Harðar Torfa af mótmælum og baráttu þá ætti hann að vita betur.
Þetta voru vond mistök...
Isis, 3.1.2009 kl. 20:01
Hjartanlega á sama máli Jenný. Ég hlustaði á viðtal við barnið eftir fundarhöldin sem einhver vitringur tók. Blessað barnið svaraði í kliskjukenndri setningu og endurtók aftur og aftur. Þegar hún var síðan spurð að því í lokin hvort skólafélagar hennar töluðu um kreppu var svarið skírt og greinilegt NEI.
Ía Jóhannsdóttir, 3.1.2009 kl. 20:03
Aðein smá viðbót: Grétar ég skil vel stolt þitt gagnvart stúlkuni, Greind og klár telpa.
Tinna.G Auðvitað eiga börn að fá að tjá sig, málið snýst ekki um það.
hilmar jónsson, 3.1.2009 kl. 20:06
Oj...ég asnaðist inn á blogg Á.M.W. og hann vogar sér að birta myndir af smákrakka, þungvopnuðum, í samanburði við þessa telpu sem um er fjallað hér.
Hreinn viðbjóður og mörg kommentin þar líka....
Telpunni mega forráðamenn hennar vera hreyknir af þrátt fyrir að ég telji ekki að hún eigi að blandast með slíkum hætti inn í laugardagsmótmælin.
Mikið vildi ég að einhver stæði við þingið næsta laugardag sem actually kynni að telja ! Löggan segir einhverja tölu og mótmælendur allt aðra...
Ragnheiður , 3.1.2009 kl. 20:19
Kemur hann svo með viðbjóðinn hingað....ég skora á þig Jenný að henda þessu burt af þinni síðu !
Ragnheiður , 3.1.2009 kl. 20:20
Sammála þér Jenný! Átti ekki til orð þegar ég sá tilkynningu um að barn ætti að halda ræðu.
Viðbjóður þessar myndir sem Ástþór setur inn
Huld S. Ringsted, 3.1.2009 kl. 20:27
Þetta er með ólíkindum. Þeir sem gáfu barninu grænt ljós til að stíga á stokk eiga að skammast sín.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 3.1.2009 kl. 20:29
Hver er munurinn á því að barn taki þátt í þessu eða til dæmis kvikmynd eða leiksýningu? Ef hún hefur sterkar skoðanir á ástandinu má hún ekki tjá sig um það ef hún biður um það? Ég hef séð fullt af krökkum á mótmælunum alla laugardagana sem ég hef mætt - á þá að banna börnum að mæta á mótmæli? 1. maí þá líka? 17. júní - hef séð fólk í frekar óþægilegu ástandi á 17. júní vegna drykkjuláta.
Hvert ætti aldurstakmarkið að vera á mótmælin?
Birgitta Jónsdóttir, 3.1.2009 kl. 20:36
Lífið er kvikmynd, leikin af stjörnum....
....myndin er ekki ætluð börnum!!
Hrönn Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 20:47
Tek undir orð Birgittu, finnst viðbrögð ykkar við ræðu barnsins full harkaleg, þeim kemur þetta við þó þau hafi ekki orðaforða eða hugtaka skilning á við fullorðna þá eru þau heldur ekki vanvitar sem enga grein gera sér fyrir ástandinu. Það er 100% aukning til skólahjúkrunarfræðinga af því að börnum líður svo illa...því skyldu þau ekki tjá sig eins og aðrir.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.1.2009 kl. 20:50
Ekki þótti mér nú ræðan hjá hnátunni litlu góð eða málefnaleg.. en samt klappaði fólk og hrópaði húrra.
..þetta er nú meiri pabba-pólitíkin!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.1.2009 kl. 21:10
Síðasti póstur átti að vera frá mér.. en ekki Rakel Sigurgeirsdóttur... ég er í tölvuni hennar og gáði ekki að því að ég var loggaður inn í hennar nafni.
Biðst afsökunar á því..
Viðar Freyr Guðmundsson, 3.1.2009 kl. 21:12
Ástþór: Þetta er í annað skipti sem þú misbýður mér með grófri famkomu í mínu kommentakerfi.
Ég tók út þínar athugasemdir og ég vil að þú komir fram af kurteisi og virðingu við þá sem hér eru.
Þessar myndir af börnum í herklæðum með alvæpni eru fyrir neðan allar hellur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.1.2009 kl. 21:17
Gretar Eir: Ég hef hvergi haldið því fram að dóttir þín sé heilaþvegin. Þvert á móti fannst mér þetta greindarleg og sniðug stelpa.
Ég er bara á því að á þessum tíma þegar allt logar í ófriði, löggan beitir gasi við minnsta tækifæri þá séu svona fundir ekki fyrir börn.
Og ég fer ekki ofan af því að ég tel að börn eigi að vernda sem mest frá öllu þessu sem er í gangi núna.
Nógu alvarlegar afleiðingar hefur kreppan og áhrif hennar á viðkvæmt sálarlíf þeirra.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.1.2009 kl. 21:20
Krumma: Það er enginn að segja að börnum komi þetta ekki við, en að setja þau í ræðustól á útifundi er ekki beinlínis það sem maður hefur í huga sem tjáningarform fyrir börn í þessu landi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.1.2009 kl. 21:22
... svo sammála þér
Bryndis Isfold (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:28
Eins og venjulega, spyr ég eins og fábjáni. Hver áttu skilaboðin til okkar eða stjórnvalda að vera með því að láta barnið flytja þessa tölu? Var markmið eða vara þetta bara töff?
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:33
Mér finnst þetta kommarugl á hverjum laugardegi vera farið út í öfgar að troða börnum í ræðustól og láta þau lesa ræðurnar frá fullorðna fólkinu.
Guðjón H Finnbogason, 3.1.2009 kl. 21:33
Hjartanlega sammála síðueiganda hér. Nema að stelpan er ekkert þroskaðri en önnur börn á hennar aldri held ég. Stelpan átti pottþétt ekkert í þessum texta sjálf, flutningurinn var kjánalega ofleikinn, svo er það bara staðreind að stelpan hefur ekkert vit á því sem hún var að tala um.
Kæru leiðinlegu mótmælendur þið getið betur en þetta.
S. Lúther Gestsson, 3.1.2009 kl. 21:41
Þessi stúlka hafði þroska til að tala fyrir sig sjálfa. Er mótmælendum eitthvað vandara en þeim sem sagði?: "Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því slíkra er himnaríki." Íslensk stjórnvöld gefa börnunum ekki himnaríki heldur Ice-save skuldir.
Páll Lúðvík Einarsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:42
Ég get bara ekki verið sammála að eitthvað sé athugavert við að
barnið hafi tjáð sig um málefni sem koma allri þjóðinni við.Eru það ekki börnin sem eiga að erfa landið og skuldasúpuna sem Alþjóðadóms-
stóllinn hefur komið okkur í ? Við skulum gæta þess að ofvernda ekki
blessuð börnin, við gerum þeim ekkert gott með því.
Ólafía Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:45
Skil ekki af hverju börn mega ekki tjá sig hvar og hvenær sem er. Held að ef oftar væri hlustað á börn myndi margt vera betra hér á landi. Annars eru mörg börn þarna á Austurvelli og ég skil ekki hvað er ægilegt við það. Þessi mótmæli fara vel fram og ekkert af því að börn mæti þarna. Börn hugsa mikið um pólitík og hafa sínar skoðanir og réttlætiskennd. Að halda öðru fram er einfeldni. Þær skoðanir eru ekkert alltaf eins og foreldranna. Blessuð börnin hafa líka sjálfstæðan vilja.
María Sigrún (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:47
Vill einhver vera svo hrikalega vinsamleg(ur) að svara spurningunum mínum að ofan um skilaboðin og markmiðin? Endilega, takk.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:52
Mikið til í þessu, Jenný.
Henrý Þór (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:57
Sæl Jenny,
ég var á fundinum í dag. Með mér var kona og 12 ára dóttir mín. Þess utan eigum við 3 önnur börn þannig að ég tel mig færan í umræðuna. Ég sá ekkert athugavert við þátttöku barnsins í fundinum. Ég var stoltur að barn væri að ávarpa fjöldann. Sem faðir hefði ég gert það sama. Allt tal um að barnið sé forritað er rugl. Það er niðurlægjandi fyrir barnið og gjaldfellir þá sem halda slíku fram. Hvað haldið þið að margir forritaðir fullorðnir hafi ekki mætt á fundi í gegnum tíðina, haldið þið að Geir H. hafi skrifað allar ræðurnar sína sjálfur.
Við skulum ekki gera okkur neitt merkilegri en við erum. Börn þjást og deyja um allan heim, það er tálsýn að halda að það sé eitthvað öðruvísi hér.
Stúlkan fékk sína útrás í dag eins og hún óskaði sjálf eftir, henni líður betur í kvöld fyrir vikið. Hvað er málið, getið þið ekki unnt barninu þess?
Gunnar Skúli Ármannsson, 3.1.2009 kl. 22:10
Nohhhh. Nú ætti ég að gefa mér tíma og leita að þessu á netinu.
Var nefnilega alveg sammála þér Jenný þar til ég las komment Birgittu. Nú er ég alveg á báðum áttum.
Guði sé lof að ég get skipt um skoðanir þegar ég vil
Frábær pistill samt og fær mann til að spá og spekúlera.
Hulla Dan, 3.1.2009 kl. 22:16
Einz & mér þykir nú oft meira gaman að vera ózammála þér...
Steingrímur Helgason, 3.1.2009 kl. 22:25
Ég vill benda fólki á að prestar landsins eru mikið fyrir það að koma skoðunum sínum fyrir í kollinum á litlum börnum og það finnst mér eiginlega meira óviðeigandi en þetta atvik með þessa 8 ára gömlu stúlku. Síðan má benda á það að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigum við að virða skoðanir barna og leyfa þeim að viðra þær. En sá heilaþvpttur sem fer fram í kirkjulegum samkomuhúsum á sunnudagsmorgnum er afar óviðeigandi og ég myndi aldrei láta börnin mín fara þangað.
Valsól (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:43
Börn hafa óneitanlega skoðanir foreldra sinna. Þetta eru ekki sjálfstæðir einstaklingar nema að litlu leyti og þó mér finnist þetta í sjálfu sér ekki stórathugavert finnst mér þetta ekki bæta ímynd þessara mótmæla á nokkurn hátt, þetta er eiginlega bara hálf kjánalegt.
Látið frekar fólk tala sem hefur einhverja reynslu. Mér finnst þorra áheyrenda misboðið með þessu. Börnin eru ekki á sínum stað hérna þó þetta tilvik sé ekki alvarlegt í mínum huga.
Þetta er svona álíka eins og að hleypa þeim inn á öldurhús bæjarins til að fylgjast með drukknu fullorðnu fólki í viðreynslum og öðrum athöfnum. Þetta er hvorki þeirra staður né stund.
Haukur Nikulásson, 3.1.2009 kl. 22:44
Krakkarnir mínir spyrja mikið um mótmælin og hvað se´að gerast og hvers vegna..hvaða áhrif það hafi á okkur? Það er ekki nokkur einasta leið að halda börnunum utan við ástandið í þjóðfélaginu eins og staðan er orðin.
Þa vill nú svo til að ég var þarna stödd sl laugardag þegar Dagný Dimmmblá..fallegt nafn...stóð á Austurvelli með föður sínum og ræddi fjálglega við okkur um sínar skoðanir á þessari kreppu. Hún varpai fram mörgum skýrum spurningum og greinilegt er að hún hugsar heilmikið um þessi mál. Hún sagði einnig að henni þætti að börn ættu líka að fá að halda svona ræður því þau þyrtu líka að borga fullt af skuldum. Pabbi hennar brosti og lyftihöndum og sagði að þetta væri ekki innræting heiman að frá..hún hefði verið svona skörug síðan hún var 3 ára. Dagný Dimmblá labbaði sér svo til Harðar og bað um að fá að tala á næsta útifundi því það væri margt sem hún vildi segja.
Mér fannst hún flott og finnst alls ekkert agalegt að hún hafi fengið að tjá sig í dag. Við skulum alls ekki vanmeta krakakana okkar og því síður trúa að við getum haldið kreppunni og ástandinu í þjóðfélaginu frá þeim. Það getum við ekki. Ætli barni sem er upplýst og fær að taka þátt í því sem er að gerast og jafnvel finnst að það hafi einhver áhrif líði ekki bara betur en hin sem upplifa ótta og óöryggi í aðstæðunum?
Mínir krakkar voru á mótmælunum í dag..þau eru á aldrinum 11 tl 25 ára og við ræðum mikið hér heima hvað er að gerast. Ég hafði ekki áhyggjur af öryggi þeirra á Austurvelli.
Allavega hafði hún Dagný Dimmbnlá alla burði til að koma því á framfæri sem henni fannst..og það þó hún sé bara átta ára. Gott hjá henni.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.1.2009 kl. 22:49
Ég var þarna í dag með tvo yngstu strákana mína, um 10 ára aldurinn. Þeir voru gáttaðir yfir því að stúlkan sem talaði væri bara 8 ára gömul. Ég get ekki merkt það að þeir séu mjög skemmdir eftir daginn.
Hvert er annars aldurstakmarkið sem þið viljið setja á málfrelsið í landinu?
Billi bilaði, 3.1.2009 kl. 22:53
Ég ætla að leyfa mér að taka undir með Valsól hér að ofan.
Björgvin R. Leifsson, 3.1.2009 kl. 22:55
Ég tók heimsókn Ástþórs af minni síðu. Það er greinilegt að fólk hefur misjafnar og margar skoðanir á máli þessu. Börn hafa skoðanir og svo framvegis. 8 ára barn hefur skoðanir svo mikið er víst en ég hef unnið með börnum til allmargra ára og segi hiklaust að barn á þessum aldri endurspeglar eingöngu það sem það heyrir í sínu nánasta umhverfi. Reiði stúlkunnar fannst mér það sorglegasta. Persónulega finnst mér þetta sorglegt mál.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 3.1.2009 kl. 22:56
Í pistlinum þínum skrifar þú Jenný:
Málið er að börn eru eins og svampar. Þau eru líka afskaplega næm fyrir umhverfi sínu og það er okkar að vernda þau og hafa vit fyrir þeim á meðan þau geta það ekki sjálf.
Átta ára gamalt barn hefur ekkert að gera sem ræðuhaldari á útifundi.
Mér finnst þetta vera kjarni málsins Jenný. Og tilvitnun mín hér fyrir neðan í það sem þessi átta ára gamla stúlka sagði á útifundinum segja allt um næmi barna fyrir umhverfi sínu og það hvernig þau taka upp orðræðuna sem er ríkjandi í kringum þau. Hún sagði:
“Og ég ætla bara að segja það að ég ætla ekki að borga klósettið, bensínið og Range Róverana sem þetta stjórnmálapakk er á”
Mér finnst það fullkomið dómgreindarleysi að tefla barni fram sem ræðumanni í þessum mótmælum.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:59
Ég er svo hjartanlega sammála þér, Jenný, og var búin að skrifa smá um þetta sjálf. En ég tel að þetta verði bara að skoðast sem byrjendamistök hjá mótmælendum, við Íslendingar erum einfaldlega rétt að byrja að mótmæla. Hér hefur ekki skapast mótmælahefð eins og í Frakklandi. En hver veit hvað verður?!
, 3.1.2009 kl. 23:00
Sammála, mig sló kaldan að heyra barnið í sjónvarpsfréttum ... en vert að íhuga aðeins nánar hvað fólk er tilbúið að ganga langt og af hverju...
Arnþór Ragnarsson, 3.1.2009 kl. 23:09
Ég er ekki búin að lesa öll kommentin hér að ofan en tek undir orð Birgittu.
Ég vil þó bæta því við að börn eru ekki litlir fullorðnir. Þau eru börn á sínum eigin forsendum. Þau eru óþroskuð og við þurfum að vernda þau oft aðalega gegn sjálfum sér.
Ég hef enga trú á því að þessi uppákoma skaði stelpuna. Þetta er bara atvik sem sennilega ristir ekki djúpt.
Höfuðskilda okkar er að kenna börnunum okkar að mynda sér sjálfstæðar skoðanir og virða sannleikann.
Mörg börn horfa nú fram á erfiða tíma vegna þess að vanmáttug yfirvöld eru að draga þúsundir fjölskyldur þessa lands í skítinn. Viðurværi og heimili eru tekin af fólki og það sent út að betla sér mat hjá góðgerðarstofnunum. Sjálfsvirðingin er tekin af fólki og börnum.
Ég segi því kennum börnunum okkar að standa með sjálfum sér og fjölskyldum sínum. Segjum þeim að við eru ekki ábyrg fyrir ástandinu heldur valdhafar. Þau skynja ástandið á eigin skinni. Ástandinu verður ekki leynt fyrir börnum því þrátt fyrir það að þau séu á fyrstu skrefunum í þroskaferli sínum geta þau dregið ályktanir.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.1.2009 kl. 23:11
Ég er hjartanlega sammála þér Jenný - ég leyfði mér að linka á færsluna þína (var sjálf að þenja mig yfir þessu fyrr í kvöld).
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.1.2009 kl. 23:12
Ég þakka ykkur öllum fyrir þátttökuna. Það var vitað að á þessu væru skiptar skoðanir og mér fannst fínt að fá fram þessa umræðu.
Ég er heldur ekki þeirrar skoðunar að allir sem fara með börn á Austurvöll séu að gera þeim skaða og það sagði ég heldur ekki Billi Bilaði.
En mín skoðun er þessi sem kemur fram í pistlinum. Börnum á alls ekki að hlífa fyrir heiminum en stundum þarf að vernda þau og hér myndi ég segja stopp. Einfalt mál fyrir mér.
Ég get þó alveg séð fleiri hliðar á málinu og virði þær skoðanir fullkomlega.
Svo held ég að við ættum að slá botn í þetta hér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.1.2009 kl. 23:13
Ég er sammála hverju orði sem þú segir Jenný og hef engu við það að bæta! Takk fyrir góðan og þarfan pistil!
Sunna Dóra Möller, 3.1.2009 kl. 23:19
"Börn hafa óneitanlega skoðanir foreldra sinna."
Sem útskýrir hvers vegna börn og foreldrar rífast aldrei.
Nú getur verið að mörg börn séu "heilaþvegin" af foreldrum, en ég get vottað það að Dagný Dimmblá er ekki eitt að þeim. Ég get líka kallað móður mína til til að votta það að ég hafði sjálfstæðar skoðanir þegar ég var átta ára. Börn hafa alveg jafn mikinn rétt á sínum skoðunu og aðrir.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.1.2009 kl. 23:19
Það er til hugtak sem kallast foreldrapólitík. Algengt meðal barna sem alast upp hjá "heit"pólitískum foreldrum. Annars er örugglega ástæða fyrir því að kosningaréttur er aldurstengdur við 18 eða 20 ára (er hreinlega ekki viss). Þá fyrst er talið að viðkomandi einstaklingur hafi þroska til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og skoða alla möguleika. Hversu klár sem telpan er stórefast ég um að hún viti meira um pólitík en hún hefur verið uppfrædd um heima og í þeim umræðum sem eru háværar nú á dögum vegna kreppunnar. Það er ekki nóg.
100% sammála þér Jenný. Og þetta kemur tjáningarfrelsi ekkert við að mínu mati. Over and out
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.1.2009 kl. 23:28
Mikið er ég sammála þér Jenný að nú sé mál að linni. Umræðan farin að taka á sig ýmsar "myndir". Góða nótt.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:31
Ég er ekki alveg ósammála.........en langt því frá alveg sammála.
Börn eru afskaplega misjöfn þegar kemur að þroska. Og Dagný Dimmblá er átta ára og alveg að verða þrjátíuogeitthvað.
Stelpan er skrilljón
Svo er það Ástþór fokkings Magnússon.......... var að blogga um það og get ekki hamið mig um að langa til að kreista krumlunum um .................. never mind
Heiða B. Heiðars, 3.1.2009 kl. 23:35
Þakkir Jenný et al fyrir einkar áhugaverðar umræður. Leyfi mér að benda á eftirfarandi greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna:
12. gr.
1. Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska.
2. Vegna þessa skal barni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem barnið varðar, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð.
13. gr.
1. Barn á rétt til að láta í ljós skoðanir sínar, og felur það í sér rétt til að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista eða eftir hvers kyns öðrum leiðum að vali þess.
2. Láta má rétt þennan sæta vissum takmörkunum, en þó aðeins að því marki sem mælt er fyrir í lögum og er nauðsynlegt
a) til þess að virða réttindi eða mannorð annarra, eða
b) til að gæta öryggis þjóðarinnar eða allsherjarreglu (ordre public), eða heilbrigðis almennings eða siðgæðis.
14. gr.
1. Aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar.
2. Aðildarríki skulu virða rétt og skyldur foreldra, og lögráðamanna, eftir því sem við á, til að veita barni leiðsögn við að beita rétti sínum á þann hátt sem samræmist vaxandi þroska þess.
3. Frelsi til að láta í ljós trú eða skoðun skal einungis háð þeim takmörkunum sem mælt er fyrir um í lögum og eru nauðsynlegar til að gæta öryggis almennings, allsherjarreglu, heilsu almennings eða siðgæðis, eða grundvallarréttinda og frelsis annarra.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:38
Mér finnst þetta síðasta sort að vera að draga barnið inn í þetta. Hún bara endurómar skoðanir þeirra fullorðnu í hennar nánasta umhverfi. Þetta var bara sorgleg uppákoma. Sorglegt.
Solla (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:40
Mér brá þegar ég sá viðtalið við ungu frökenina í sjónvarpinu. Dugleg stelpa - en efast um að það sé henni hollt að vera teflt svona fram.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.1.2009 kl. 00:00
Með hverjum deginum sem líður verður maður óneitanlega var við það að samfélagið okkar hefur orðið fyrir miklum skemmdum. Þjóðarsálin er skemmd. En mér finnst við ekki kunna að takast rétt á við þessar skemmdir sem eru í þjóðfélaginu. Reiði þeirra sem láta mest á sér bera í mótmælum fer í öfuga átt. Nánast frá fyrsta degi þessa ´´krepputalsæðisumræðu´´ og til dagsins í dag eru langflestir að argast út í allt og alla og kenna öllum um að allt sé á vonarvöl. Ef við temjum okkur það að gera gott úr hverjum degi sem við fáum og lofum okkur að takast á við vandamálin sem verkefni sem þarf að leysa er mikið auðveldara að vinna bug á reiðinni og skemmdinni sem þjóðarsálin hefur orðið fyrir. EN að notast við börn til þess að auka á reiðina og skemmdina er mjög sorglegt og í dag varð mér óglatt að sjá þetta barn tjá sig. Í Guðanna bænum, látið þau ekki gjalda fyrir reiði og skemmdir ykkar. þau hafa ekki unnið til þess.
Tómas J. Knútsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:15
ég er afar sammála bæði skrifum þínum Jenný, svo og bloggi Ólínu Þorvarðardóttur.
Mér finnst t.d. afar leitt að sjá átta ára barn nota orð eins og "stjórnmálapakk" um það fólk sem valist hefur til starfa á stjórnmálasviðinu.
Helga Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:24
Held að afleiðingar efnahagshrunsins hérna og kreppunnar og þess ástands sem við eigum eftir að sjá á næstu árum muni vega mun þyngra í velferð og framtíðarmöguleikum Dagnýjar en þessi litla ræaða hennar í dag. Það væri nær að nota kraftana til að minnka skaðann eins og hægt er með því að nota orkuna í að koma þessu spillingarliði frá sem allar fyrst. Fyrir Dagnýju Dimmblá og alla aðra karkka í þessu landi.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.1.2009 kl. 00:25
Katrín: Rétt það sem bíður barna í þessu landi er skelfilegt hreint út sagt.
Þess vegna verðum við að hlúa að þeim sem mest við megum.
Takk öll fyrir málefnalega umræðu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2009 kl. 00:31
Dapurlegt að sjá barni teflt fram í mótmælum. "Samdi ræðuna 100% sjálf" já einmitt. Hún sagði nú í sjónvarpsviðtali litla skinnið að hálfpabbinn hefði hjálpað henni "pínu".
Mér fannst hálf súrrealískt og fáránlegt að sjá barnið standa uppi á kössum og öskra formælingar í míkrófóninn, og áhorfendur hrópuðu með. Niður á hvaða plan eru þessi mótmæli eiginlega komin?
Það er talað um að reyna að hlífa börnum við kreppufréttum eins og kostur er til að þau verði ekki kvíðin og áhyggjufull. Átta ára barn hefur ekki þroska til að mynda sér skoðanir eins og þær sem Dagný Dimmblá fór með á fundinum. Þær hefur hún beint eftir þeim sem næst henni standa.
Whatsername (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:46
Hjartanlega sammála þér Jenný Anna.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.1.2009 kl. 00:49
Mikið óttarlega er þessi umræða heimóttarleg og tepruleg. Ég var á Austurvelli í dag og hlýddi á stúlkuna sem virtist í essinu sínu. Að vanda var þetta friðsamleg samkoma.
Það er greinilega ríkjandi viðhorf hér að börn eigi að þegja á samkomum svona rétt eins og konur konum var bannað að tala á samkomum hér áður fyrr og víða er það svo enn.
Mér finnst þessi umræða fyrst og fremst lýsa vanvirðingu við barnið og hennar karakter því það fer í raun eftir karkter stúlkunnar hvort hún hafi haft gott af þessari reynslu eða ekki.
Börn á að ala upp sem virka þátttakendur í daglegu lífi og samfélagi. Þöggun hefur átt sér stað lengi þegar börn eiga í hlut og þegar samfélagsumræða er annars vegar er varla minnst á velferð þeirra. Íslensk börn eru ósýnileg og umræða lítil sem engin um fjölskyldupólitík. Ég hvet fólk til þess að spyrja sig hvort að það séu ekki þessir litlu skuldarar framtíðarinnar sem þurf athygli okkar núna.
Skoða þetta kannski í þessu samhengi.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.1.2009 kl. 01:23
Mér fannst það líka ekki við hæfi að nota þessa litlu stúlku í gær. Ef hún hefur svona sterkar skoðanir sjálf, er örugglega annar vettvangur þar sem hún getur komið skoðunum sínum fram.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.1.2009 kl. 01:26
jenný, ég verð að lýsa mig ósammála því þegar þú segir að það sem bíði barna í þessu landi sé "skelfilegt hreint út sagt" eins og þú orðar það.
íslendingar hafa nánast alltaf haft það erfitt fjárhagslega séð ef undan er skilið þetta svokallaða góðæri sem ríkti hér síðustu 10 ár eða svo. Við höfum lifað af kreppur, aflabrest, atvinnuleysi, verðbólgu og vosbúð í harðbýlu landi og eigum einmitt að halda því að börnum okkar að við höfum gengið í gegnum öldudal og komist upp úr honum. Þrátt fyrir allt er það mín bjargfasta trú að lífsskilyrði og framtíðarhorfur íslenskra barna séu síst verri en fyrir 20 árum síðan.
Helga Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 01:29
ég er enn að bíða eftir bátnum Barn AK-47
Brjánn Guðjónsson, 4.1.2009 kl. 01:32
Jakobína: Ég skrifa ekki upp á að ég sé heimóttarleg eða tepruleg.
Ég hef alls ekki þá skoðun að ekki skuli heyrast í börnum, að þau skuli þegja á samkomum.
Ég hef einnig þungar áhyggjur af framtíð barnabarnanna minna af vegna skulda sem stofnað hefur verið til að þeim forspurðum og eru nú settar á þau blásaklaus.
En það breytir ekki því að mér finnst langur vegur frá því að hefta tjáningarfrelsi barna, sjálfstæði þeirra og frjóan hug og að stilla þeim upp á mótmælum.
Þannig er nú það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2009 kl. 01:32
Auðvitað á að hlífa börnum eins og hægt er við kreppunni en málið er að sennilega sleppur ekkert barn við að finna fyrir henni á einhvern hátt eða heyra um hana talaða, þá er betra að uppfræða og útskýra án þess að í þyngja eða vera með of flóknar útskýringar, því bara það eitt dregur úr kvíða og ótta hjá börnum. Fjöldinn allur af fólki tekur börnin sín með sér á mótmælin, ég sé ekki muninn á því að láta þau hlusta á ræðuhöldin og að leyfa þeim að tala. Fólk vanmetur stórlega hvað börn skilja og skynja í kringum sig. Ég á 5 ára gamalt ömmubarn sem tilkynnti mér um leið og hún gekk inn um dyrnar hjá mér í dag að það væri enn kreppa! Hún spyr spurninga og finnur óttann í kringum sig.
Vinkona mín sem starfar sem leikskóla kennari sagði mér það að starfsfólki hefði verið bannað að tala um kreppuna til að hlífa börnunum sem er auðvitað sjálfsagt því einhversstaðar verða þau að hafa griðastað, en svo fór mín vinkona út með þau að leika og sá þá til þeirra þar sem þau voru að fylla alla kofa af snjó og kölluðu um leið og þau mokuðu...er komið nóg af sykri, er komið nóg af hveiti, við verðum að safna mat afffí að það er kreppa....þessir krakkar voru 4-5 ára. við skulum ekki vanmeta börnin.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.1.2009 kl. 01:32
Ekki hafa forleldradruslurnar sem sendu barið sitt fram með sinn eigin boðskap þorað að líta hér inn. Skömm sé þeirra. Þau eru bæði félagar í Vinsri grænum, svona er hugsunarhátturinn þar.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 01:35
ef við teljum að börn séu nóga þroskuð til þess að taka þátt í stjórnmálaumræðunni, eru þau þá ekki nóga þroskuð til þess að kaupa t.d. áfengi eða verða sjálf og fjárráða? ef þau hafa vit á stjórnmálum og samfélagsumræðu dagsins þá ættu þau að hafa vit fyrir sjálfum sér og getað hugsað um sig sjálf. er það ekki?
ekki taka þetta úr samhengi. það sem ég á við er: við verðum að vera með eina mælistyku. við getum ekki sagt já á einn hlut og nei á annan bara vegna eigin tilfinninga og hentisemi. annað hvort eru menn samkvæmir sjálfum sér eða ekki. það er ekkert, bara í þessu. áfengiskaupsaldur á Íslandi er 20 ár í dag. afhverju er hann ekki 12 ár? hafa kannski 12 ára börn ekki vit á áfengi? en hafa þau þá vit á stjórnmálum? ég bara spyr. (og ég er ekki að leggja til að áfengis kaups aldur verði lækkaður niður í 12 ára aldur).
viljum við að samfélagið verði á þann veg að börn verði notuð í pólitískum tilgangi? að í stjórnmálum verði börn dreginn fram og þau notuð til að koma höggi á andstæðinga eða til styrkja eigin málstað? viljum við að "nýja" Ísland verði þannig?
Fannar frá Rifi, 4.1.2009 kl. 01:44
Ég vanmet ekki börn. Mér finnst hundfúlt að láta segja við mig eins og sumir hér að ég vilji ekki láta börn njóta mannréttinda og það sé réttur þeirra að tjá sig og ég sé á móti því.
Ég virði börn og rétt þeirra til að tjá sig.
Ég fer samt ekkert ofan af því að ég myndi aldrei láta átta ára barn flytja ræðu á mótmælafundi, né heldur pólitískum fundi svona yfirleitt.
Hún er einfaldlega of ung að mínu mati.
Auðvitað vita börn um kreppuna og það á að ræða um hana við þau á þeirra forsendum. Það er vandmeðfarið að ræða um svona hluti þannig að barnið verði ekki órólegt.
Örn Johnson: Djúp þekking þín á VG er aðdáunarverð eða hitt þó heldur.
Ef foreldrarnir eru í VG þá tek ég ofan fyrir þeim, ég kaus þá líka síðast og þaráður.
Svo vil ég að fólk sé málefnalegt í sínum athugasemdum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2009 kl. 01:45
Takk fyrir þitt innlegg Fannar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2009 kl. 01:46
Fannar það er himin og haf á milli þess að börn fái að axla ábyrgð eins og fullorðin séu og að þau fái að tjá sig...sérðu virkilega ekki muninn.
Og Johnson ef þú nenntir að lesa kommentin hér fyrir ofan þá sæirðu að hálf pabbi stelpunnar hefur þegar kommentað...hverslags orðbragð er þetta annars á þér maður.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.1.2009 kl. 01:50
Ég er ekki hissa á því að allt sé að fara til fjandans þegar ég les þessa umræðu.
Stúlkan og foreldrar hennar eru best til þess fallin að dæma um það hvað henni er fyrir bestu og hvort þetta uppátæki hafi hentað henni.
Mín afstaða er virðum það.
Það er mikið hættulegra að send börn í kirkju þar sem þeim er kennt að þega og taka við "fræðslu" sem beina hugsun þeirra í farveg þýlyndis og gagnrýnileysis.
Hálf þjóðin sefur núna værum svefni meðan ríkisstjórnin fleytir henni að feigðarósi og þetta á líka við marga sem skilja tölurnar.
Það er í uppeldinu sem fólk lærir að taka svona hlutum þegjandi. Í guðanna bænum vaknið og hugsið ykkar gang.
Ég vona að mér verði fyrirgefið að ég er ekki alltaf sammála síðasta ræðumanni þó það sé svolítið óíslenskt.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.1.2009 kl. 01:52
Jakobína: Hehe, hér er allt í lagi að vera ósammála. Þó það nú væri.
Umræðan gengur væntanlega út á rökræður um hlutina.
Ég vil ekki hafa það öðruvísi.
Segi það satt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2009 kl. 01:54
Kreppi: Mér finnst allt í lagi líka að velta þessu fyrir sér og ég skil líka upp að ákveðnu marki röksemdir ykkar sem sjá ekkert athugavert við þetta.
En mér finnst umræða um börn, barnamenningu og réttindi barna fara lágt á Íslandi svona yfirleitt og ég sé á þessum kommentum hér að það er ekki vegna áhugaleysis, fólk hefur greinilega skoðanir á málefninu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2009 kl. 01:56
Hrafnhildur. ég er búinn að lesa þessa síðu og aðrar.
börn eru alltaf lituð af þeim skoðunum sem er heima hjá þeim. þau eru alltaf lituð af foreldrum sínum. sama hvað foreldrarnir halda fram þá er það bara þannig.
ég sé alveg munin á því að axla ábyrð sem sjálfstæður einstaklingur og að tjá sig. það er munur þar á. en börn ber að vernda.
en er barn sjálfstæður einstaklingur og hefur barn og það þetta ungt sjálfstæðar skoðanir? upp að ákveðnum aldri (man ekki hvað, en mig minnir 4 eða 5) þá gera börn sér ekki grein fyrir muninum á eigin reynslu og reynslu annara. gerir 8 ára barn sér grein fyrir samfélaginu? betri spurning er. hefur 8 ára barn yfir að ráða gagnrýnni hugsun til þess að geta gert grein fyrir því sem sagt er við það og skilið hvort að um rétt eða rangt sé að ræða?
ég spyr bara því að ég vil ekki sjá þjóðfélag þar sem börn eru notuð í pólitískum baráttum. allt tekur sinn tíma og þetta er bara eitt skref. en þetta er fyrsta skrefið og viljum við feta þennan stíg til enda?
Fannar frá Rifi, 4.1.2009 kl. 02:05
Sammála færslunni hjá þér Jenný, var að hnoða svipaðri sjálfur.
Kveðja úr Norðursjónum.
Einar Örn Einarsson, 4.1.2009 kl. 02:16
Þakka þér kærlega afbragðspistil Jenný. Það er talsverð kúnst að vernda börnin fyrir þessari umræðu. Þetta á samt að sjálfsögðu að ræða við börnin, en klárlega á sú umræða heima innan veggja heimilisins.
Athugasemd þín um hvernig umræðan yrði telfdu stjórnvöld telpu af þessu kaliberi fram er umhugsunarverð í meira lagi. Í framhaldi af því væri áhugavert að vita hvort foreldrar þessar einstöku stúlku hefðu samþykkt að hún héldi svona þrumandi ræðu til varnar valdsstjórninni - hefði hún slíkar skoðanir? Eða fengi hún kannski bara að vera barn?
Anna Sigrún Baldursdóttir, 4.1.2009 kl. 02:22
Sko hvað mig varðar kreppukall þá færi ég ekki með börn á mótmælin, amk. eftir að ólgan varð svona mikil og áþreifanleg.
Líka vegna þess að það er á öllu von og ég veit að það eru brústakkar í cellum út um allt. Ergó: Von á öllu.
Hvert foreldri verður að gera þetta upp við sig. Í byrjun mótmælanna á Austurvelli var mórallinn ekki orðinn svona.
Svo tek ég undir með þér um að það eigi að hlusta meira og tala meira við börn á þessu landi. Það er ekki gert. Börn kvarta mikið um kontaktleysi við foreldrana og mér finnst það grátlegt.
Æi you know what I mean.
Er að detta út af.
Einar: Kveðja á sjóinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2009 kl. 02:24
Fannar, það eru allir á einhvern hátt lituð af öðrum ekki bara börn af foreldrum sínum, það barn sem elst upp við að fá að tjá sig og mynda sér aðra skoðun heldur en foreldrarnir hafa, þroskar snemma með sér sjálfstæða og gagnrýna hugsun en það er einmitt það sem þetta samfélag þarfnast.
Hvaðan hefurðu þær hugmyndir að barn geri ekki greinarmun á sinni eigin reynslu og reynslu annarra? það er alls ekki mín reynsla og hef ég þó unnið með börnum í meira en áratug.
Börn hafa ef allt er með felldu mjög sterka réttlætiskennd og geta alveg beitt gagnrýnni hugsun, og ég leyfi mér að halda því fram að undir þetta tækju heimspekingar sem vinna með börnum.
Ég er þó með þessu ekki að segja að það eigi að beita börnum fyrir sér í pólitískum baráttum.....en mér finnst sjálfsagt að raddir þeirra heyrist líka. Þau koma oft með brilljant lausnir á málum, jafnvel lausnir sem engum fullorðnum hefði dottið í hug.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.1.2009 kl. 02:24
sá það í rannsókn fyrir nokkru. sel það ekki dýrara. þetta hefur að gera með að skilja ekki lýgi.
en þessi aðferð að tefla barninu fram í mótmælum er fyrsta skrefið. ef við teljum að þetta sé í lagi, hvað er þá ekki í lagi í þessu samhengi? er í lagi að barn mæti í Silfur Egils og ræði um daginn og veginn við prófesóra? er í lagi að barn fari með stjórnmálamönnum í kosningabarráttur? að þau séu notuð til að flytja boðskap annara?
allir eru litaðir. en það er mun á litlum blýöntum sem aðrir koma með og stóru pennslunum sem foreldrar okkar lita okkur með.
en rétti staðurinn fyrir hugmyndir barna uppi á sviði? eða er hann kannski heima þar sem foreldri hlustar á barn sitt og ræðir við það?
Fannar frá Rifi, 4.1.2009 kl. 02:33
Fannar út frá þessu sjónarmiði að skilja ekki lygi held ég þetta skeið vari mun lengur há mörgum, kannski fram yfir áttrætt.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.1.2009 kl. 02:45
Mér finnst þetta svolítið kjánalegt, eins og margir hafa sagt hefur 8 ára barn voða lítið (ekkert) að gera á svona fundi - allra helst upp á sviði að tala um þetta. Að vísu eiga allir sinn rétt, frelsi til að tjá sig, en hvort sem stelpan ákvað þetta sjálf eða ekki, þá var þetta hvorki rétt gagnvart henni né gagnvart því að barnið á eftir að skilja þetta betur með árunum.
Ég er 15 ára, núna á 16 ári, tel mig ekki hafa rétt til þess að stíga upp á svið og segja mína skoðun um þetta alltsaman. Þar sem ég jú, hef fylgst með þessu að hluta til, en úr fjarlægð þar sem ég bý út á landi. Að sjálfsögðu er það alltof ranglátt að við unga kynslóðin þurfum kannski að steypa þessu aftur á rassinn með tímanum. Þar sem ég trúi því engan veginn að þetta verði allt gott eftir 2-5 ár.
Ég væri í sjálfu sér alveg til í að stíga upp á svið, en ég veit að það er til mikið af gáfuðu fólki sem getur sagt akkúrat það rétta - það hlustar enginn á ungling hvað þetta varðar. Sama hvort hann sé í framhaldsnámi og stendur sig vel, eða meðalgreindur....
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.1.2009 kl. 02:46
Fannar það má líka tegja þetta í hina áttina. Á ekki að banna börnum að taka þátt í íþróttum ef það eru áhorfendur? Á þá ekki að banna börnum að ver á almannafæri o.s.frv. Auðvitað eru mörk og það má deila um hvorum megin við mörkin þessi atburður lendi.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.1.2009 kl. 02:48
Jakobína.
hvar eru mörkin? ég er bara að spyrja að því. hvaða mörk dregur t.d. þú eða einhverjir aðrir? hvað finnst þér rétt að mörkin séu dreginn?
ég er ekki að leggja til að það sé nein lög eða boð og bönn sett. ég vil bara að þetta samfélag sé samkvæmt sjálfu sér. að þú breytir á þann veg sem þú vilt að allir aðrir breyti.
þetta er ekkert flóknara en það. hvar eru mörkin og viltu að þetta verði að viðteknum sið að börn séu fenginn til að halda ræður á mótmælum og öðrum fundum? og mun það ganga upp til lengri tíma litið? hugsaðu þetta óhlutdrægt. hvernig mun það virka í raun og veru?
Fannar frá Rifi, 4.1.2009 kl. 02:54
Ég endurtek það sem Rósalín segir:
Ég væri í sjálfu sér alveg til í að stíga upp á svið, en ég veit að það er til mikið af gáfuðu fólki sem getur sagt akkúrat það rétta - það hlustar enginn á ungling hvað þetta varðar. Sama hvort hann sé í framhaldsnámi og stendur sig vel, eða meðalgreindur....
Rósalín það er til fullt af gáfuðu fólki sem fer með tóma þvælu og bull eða talar ekki af velvild í garð annarra. Þess vegna þarf þú og annað ungt fólk að læra að beita eigin dómgreind við að meta það sem sagt er og það gerið þið með þátttöku í samræðum.
Viðhorf unglinga eiga fullan rétt á sér. Hér er ég ekki að segja að unglingar þurfið ekki aðhald og stuðning foreldra. En foreldrar þurfa að hlusta á unglinganna og skilja þeirra viðhorf sem oft er mótað af sérstöðu unglingsins sem hinn fullorðni á kannski erfitt með að setja sig inn í ef hann hlustar ekki á unglinginn.
Greind skiptir ekki máli í þessu samhengi. Þetta er spurning um hagsmuni. Ólíkir hópar gæta mismunandi hagsmuna og það er mikilvægt að öll sjónarmið fái hljómgrunn.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.1.2009 kl. 02:56
Takk mín kæra. Þetta var ekki gott, það hljóta flestir að sjá.
Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 4.1.2009 kl. 03:00
Fannar ég "breyti ekki á þann veg sem ég vil að allir aðrir breyti". Ég yrði algjörlega brjáluð ef ég þyrfti að fara að leggja það fyrir mig. Ég geri ráð fyrir að fólk hafi mismunandi óskir hvað varðar breytni því það eru ekki allir eins.
Ég reyni frekar að þroska með mér dómgreind (veit svo sem ekki hvernig til hefur tekist) og beiti henni til þess að reyna að átta mig á því hvar ég set mörk í umgengni við aðra. Auðvitað eru svo nokkrar almennar reglur og sumt eru okkur lært og annað eðlislægt. En tilveran er ekki einföld.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.1.2009 kl. 03:03
Jakobína, ég skrifa kannski ótrúlega skrítið, þar sem ég meina oft allt annað en stendur (er svolítið, jú, skrítin)..
Það sem ég meina með gáfuðu fólki, þá er ég fyrst og fremst að tala um fólk sem veit hvað það er að segja, fólk sem hægt er að hlusta á. Gáfaða fólkið í þessu samhengi er það sem hefur áhrif, góð áhrif og vill vel með orðum sínum - eitthvað sem framfleytir okkur í þessari kreppu..
(Annars gæti ég vel sagt eitthvað gáfulegt á svona útifundarmótmælum... að ég held)
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.1.2009 kl. 03:06
og hvar liggja þessi mörk Jakobína? hvar liggja reglurnar? hvað er í lagi og hvað er í ólagi og hreinlega orðið að misnotkun á barni(ég er ekki að stimpla eitthvað þetta er spurning)?
ég vil ekki að börn séu notuð í pólitískum tilgangi. þar liggja þau mörk sem ég vil að séu almenn. hvar liggja þín?
við verðum að koma okkur saman um hvaða grundvallar reglur gilda í samfélaginu. eru börn þáttakendur í stjórnmálaumræðu og barráttu?
Fannar frá Rifi, 4.1.2009 kl. 03:11
Rósalin Alma Valdemarsdóttir þú segir hér:
"Ég væri í sjálfu sér alveg til í að stíga upp á svið, en ég veit að það er til mikið af gáfuðu fólki sem getur sagt akkúrat það rétta - það hlustar enginn á ungling hvað þetta varðar. Sama hvort hann sé í framhaldsnámi og stendur sig vel, eða meðalgreindur...."
Er þetta akkúrat ekki málið, börnum er allt of oft sagt að þegja og hlusta á "fullorna fólkið" og þegar þau loksins eru til í að stíga á svið þá hafa þau þetta viðhorf eins "það hlustar enginn á mig"
Astrid Lindgren hefur haft rétt fyrir sér, við fullorna fólkið eigum oft í erfiðleikum með að skilja börn.
Börn hafa fullan rétt á að tjá skoðanir sínar um hin ýmsu málefni.
ag (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 03:12
en bara ef þau eru með réttar skoðanir. eða oft virðist svo vera.
það eru alla vega margir þannig að þeir vilja heyra í börnum ef börnin hafa fram að færa skoðanir sem eru þeim þóknanlegar.
hefði Hörður Torfa hleypt upp á ræðupallinn barni sem verði aðgerðirríkisstjórnarinnar?
Fannar frá Rifi, 4.1.2009 kl. 03:25
Fyrirgefðu mér Fannar en ég hef meiri áhyggjur af því ef nota á börnin okkar til þess að þræla fyrir lúxuslífi greifanna. Að þau séu eins og eitthvað hráefni fyrir valdhafanna til þess að ráðskast með. Stúlkan á Austurvellli talaði fyrir munn margra barna þegar hún sagði að hún vildi ekki borga klósettin, range roverana og villurnar fyrir ríku mennina.
Ég tek undir það sem ag segir hún/hann sér það sem skiptir máli.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.1.2009 kl. 03:27
og þá er allt réttlætanlegt? útaf þessum ástæðum má henda öllu öðru út um gluggan? öllum gildum og viðmiðum sem við settum áður, er bara hent útaf þessu?
ég vil ekki borga þetta og hef frá fyrstu stundu talað gegn öllum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í að skuldsetja okkur og taka yfir skuldir óreiðumanna. þú getur skoðað bloggið hjá mér í október og nóvember ef þú trúir því ekki.
en er þetta virkilega þitt viðhorf. að ef eitthvað ákveðið gerist, þá meigi beygja allar reglur? því ef það er svo, þá eru þessar reglur sem við setjum í okkar samfélagi gagnslausar. því annað hvort förum við eftir þeim alltaf eða aldrei.
Fannar frá Rifi, 4.1.2009 kl. 03:33
Ég held það sé of mikið á Íslandi að "ungur nemur, gamall temur" sé fast í hausnum á fólki. Það hlustuðu ef til vill einhverjir á stelpuna og voru sammála henni - ég vil ekki borga eitthvað sem aðrir skulda, þar sem það er ekki mín skuld. Hver vill borga annarra manna skuldir, og hvað þá ef það hefur farið í einhverja algjöra vitleysu til að gera "líf fólks betra"????
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.1.2009 kl. 03:36
Hér er pistill um réttmæti þessara skulda.
Fannar hvaða reglur ert þú að tala um. Það eru ekki til neinar reglur sem segja að börn megi ekki tala á almannafæri.
Kirkjan vill jú að fólk þegi en ekki einungis börn. Þetta þjónar valdhöfum vel sem vilja geta svínað á þjóðinni án þess að hún segi múkk.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.1.2009 kl. 03:49
Gleðilegt nýtt ár Jenný mín og takk fyrir margt gott á því gamla.
Ég er búin að lesa alla þessar athugasemdir og pistilinn þinn og sé ekki þrátt fyrir mikla æskudýrkun í landi voru að börn eigi nokkurt erindi fyrr en þau eru orðnir unglingar að minnsta kosti. Ferming var einu sinni eitthvert viðmið á að hraða þroskann, hahahaha.
Jenny mér finnst ljótt að beita fyrir sig barni og óviðeigandi í mótmælum sem ættu að vera knúinn af þvílíkri alvöru og þunga að barn myndi tæpast skilja orðræðuna og kannski sem betur fer. Því ástandið er fullorðnu gráðugu, spilltu fólki og ráðamönnunum þjóðarinnar að kenna. Og síðan hvenær hlusta stjórnvöld á börn?
Mér finnst heldur ekki ætti að nota börn sem kröfuspjaldagengla. Kröfuspjöld eru þung til lengdar...hætta þessu en áfram með byltinguna: BURT MEÐ SPILLINGARÖFLIN, FRIÐSÆL FULLORÐINS MÓTMÆLI ! Friðarkveðjur, eva
Eva Benjamínsdóttir, 4.1.2009 kl. 03:51
já Eva "Og síðan hvenær hlusta stjórnvöld á börn?"
það verður náttúrulega aldrei hlustað á þau þegar þeim er ýtt til hliðar og fá ekki að tjá sig, ekki satt ?
Ég sá stelpuna þarna í dag og hún steig þarna í ræðupúltið og sagði það sem henni lá á hjarta, því skyldi hún ekki eiga rétt á því ?
því eftir því sem íslenska þjóðin hefur fengið að kokgleypa þá eigum við að borga sukkið, líka börnin okkar !!! og barnabörn
Svo annað, ég var vitni að því að stelpan var ekki neydd þarna upp á svið. þvert á móti kom það fram að hún hafi beðið um það !
Er það kannski eitthvað í neyðarlögunum um að börn megi ekki tjá sig ?
ag (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 04:09
Hjartanlega sammála ,Jenný Anna. Höldum börnum utan vid heim okkar fullordnu og leyfum theim ad njóta barnæskunnar.
Birna Guðmundsdóttir, 4.1.2009 kl. 04:30
Vá!!
Mörg comment hér útaf stelpu sem var sett á ræðustól í örfáar mínútur, er ekki hægt að commenta frekar útaf ríkistjórninni og hvað henni gengur vel/illa?
En annars er alltaf stór frétt er krakkar mótmæla og kannski var það takmarkið, sem er líklega gott? sjá hér> http://www.foxnews.com/story/0,2933,371230,00.html#
Hermann (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 09:32
Ég er mjög fegin að sjá hversu mörg comment eru hér vegna ræðu lítillar stúlku. Ég var mjög hissa að sjá lítið barn halda ræðu um pólitík og hugsaði með mér að aumingja stúlkunni væri kippt inni í fullorðins heim mjög snöggt.
Mér finnst að börn eigi að fá að vera börn og eigi að hafa eins litlar áhyggjur af stjórnun og kreppu eins og mögulegt er. Ég er ekki alveg að kaupa að þetta komi allt frá henni sjálfri því miður.
Halla Sigríður Bjarnadóttir, 4.1.2009 kl. 09:46
Barn er ekki sama og barn rétt eins og fullorðið fólk er ekkert endilega allt "fullorðið" í raun. Sérstaða Dagnýjar Dimmbláar er að hún hefur mikinn áhuga á þessari kreppu og heilmiklar skoðanir og veltir fyrir sér einu og öðru og þá ekki síst sinni eigin stöðu. Það er mikill grundvallarmunur á því hvort barninu var att eða notað á mótmælum eins og sumir hér leggja út af eða hvort hún er þarna sjálf af fúsum og frjálsum vilja. Þetta var hennar eigin brennandi þrá að fá að tjá sig og það var henni leyft. Það myndi einmitt vera merki um sjálfstæða hugsun hjá þjóð og skilning á því að við erum öll einstaklingar og eigum ekki að hópflokkast í katagóríur sem allar eru meðhöndlaðar eins...með því að skilja að barn er einstaklingur og á rétt á sínu lýðræði og tjáningarfrelsi. Það er einmitt þ.arna sem uppeldið virðist hafa brugðist hjá okkur íslendingum..eða er einhver önnur ástæða fyrir að þessi þjóð er bæði þýlynd og trygg kvölurum sínum, svo sein að bregðast við ofbeldinu sem hún er beitt að það vekur undrun alheimsins?? Og mun að öllum líkindum kjæósa akaðræðið yfir sig enn og aftur. Guði sé lof fyrir vaknandi börn segi ég nú bara þegar fullorðna fólkið er eins og það er.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.1.2009 kl. 10:10
"hefði Hörður Torfa hleypt upp á ræðupallinn barni sem verði aðgerðirríkisstjórnarinnar? "
Hvers vegna hefði hann átt að gera það? Skilurðu ekki hugtakið "mótmæli"? Þú getur allt eins spurt hvort það sé ekki sjálfsagt að leyfa Gunnari í Krossinum að flytja opnunarræðu Gay Pride.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.1.2009 kl. 10:11
sammála þér Jenný. Góður pistill eins og svo oft áður
Ingibjörg Hinriksdóttir, 4.1.2009 kl. 10:35
Er sammála þér Jenný að litla telpan átti ekki erindi í ræðustólinn á útifundinum í gær og set hér færslu af minni síðu.
Ég set stórt spurningarmerki við að setja átta ára telpu uppá kassa til að halda ræðu á pólitískum mótmælafundi. Eru líkur á því að svo ungt barn hafi yfirsýn þá atburði sem hafa verið að eiga sér stað í þjóðfélaginu undanfarið. Orðfarið sem barnið notaði í því stutta broti sem ég heyrði, var ekki þannig fram sett að barn hefði samið ræðuna. Ég vil taka það fram að þetta er örugglega skýr stelpa og ekki feimin. Þegar barni er innrætt svona hugarfar gagnvart stjórnvöldum, þá er ekki von á góðu með framhaldið. Börnin hlusta og hafa eftir það sem sagt er í návist þeirra og sú stutta er örugglega búin að heyra ýmislegt, sem ekki eru beinlínis blessunaróskir. Ég er reyndar mjög hissa á að forsvarsmaður fundanna Hörður Torfason, skyldi taka það í mál að telpan mundi fá að tala.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.1.2009 kl. 10:51
Jenný:
Algjörlega sammála þér eins og mjög margir í bloggheimum.
Annað sem þú sagðir, sem ég er algjörlega sammála þér um, en vil meina að eigi ekki einungis við um börn, heldur einnig fullorðna:
Sú múgæsing, sem myndaðist gegn Davíð Oddsyni, er einnig gott dæmi um þessa "svampakenningu" þín.
Nú má ekki misskilja mig, því ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að hvorki Davíð Oddsson eða aðrir stjórnmálamenn eigi heima í stóli seðlabankastjóra. Þetta segi ég sem mikill aðdáandi Davíðs um árin og einnig meðvitaður um að Davíð hefði auðvitað átt að segja af sér við bankahrunið.
Svampakenningin útskýrir nefnilega bæði fylgi við ákveðnar stefnu og fylgishrun. Þannig varð þetta fyrirbrigði til þess, að álverið í Hafnarfirði var ekki samþykkt og núna til þess, að allir eru afskaplega ánægðir með nýtt álver í Helguvík - eða er það ekki? Ekki heyrist neitt í mótmælendum, hvað þá að fjölmiðlar eða bloggheimar séu fullir af umfjöllun um þessi "annars" umdeildu mál!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.1.2009 kl. 11:37
Tinna: Þegar maður vitnar í texta þá hefur maður hann orðrétt eftir. Það gerir þú ekki.
Orðrétt stendur: "Ég veit að við hefðum ekki hoppað hæð okkar við mótmælendur hefðu stjórnvöld notað barn í sínu áróðursstríði."
Ég minnist hvergi á Hörð Torfa kona og þú gjörbreytir merkingu, bætir við og fabúlerar.
Ég er hundleið á að láta gera mér upp skoðanir vegna þessarar færslu hérna.
Endilega Tinna og aðrir sem eru að fara á flug hérna, reynið að hafa rétt eftir ef þið þurfið að vera að vitna í aðra á annað borð.
Og já ég skil orðið mótmæli og hef tekið fullan þátt í þeim bæði með því að mæta á borgarafundi, blogga og skrifa allskyns bréf.
Hvað varð um lágmarks kurteisi í samskiptum?
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2009 kl. 11:42
Er í þetta sinn algerlega ósammála þér og það 100%
Dagný gerði þetta vel og kom vel frá þessu og stendur eftir sem fulltrúi þeirrar kynslóðar sem þarf að greiða niður óreiðuskuldir þær sem stjórnvöld og útrásarvíkingarnir komu þjóðinni í.
Hvað með það þó hún sé bara átta ára? Er hún kanski ekki hluti af þjóðinni eða verður hún það bara þegar hún kemst á kosningaaldur?
Finnst hreinlega margir hérna fara yfir strikið í hræsni sinni og einstrengingshætti með því að gagnrýna barnið og eru með því að segja hreint út að börn séu heimsk og eigi að halda kjafti fram að ákveðnum aldri.
Jack Daniel's, 4.1.2009 kl. 11:50
Ágæta Jenný!
Sammála þér.
Lagði ekki í að blogga um þetta sjálfur - hef verið að gagnrýna lambhúshettuliðið og vildi ekki bæta þessu við.
Ég hef gegnum tíðina verið afar sorgmæddur að sjá ungum börnum beitt í pólitískum tilgangi. Palestínumenn hafa til dæmis beitt börnum óspart í mótmælum sínum - og jafnvel látið þau bera vopn fyrir framan myndavélarnar. Það hefur mér fundist vont. Tek fram að ég hef fulla samúð með stöðu Palestínumanna sbr. Dráp á palestínskum börnum móðgun við minningu myrtra gyðingabarna En framsetning þeirra með börn í forgrunni er skelfileg.
Ekki gleyma td. Hitlersæskunni og menningarbyltingunni í Kína!
Það er svo auðvelt að misnota börn í pólitískum tilgangi. Það er bara ekki rétt að gera það!
Ég er alls ekki að segja að ræða íslenska 8 ára barnsins sé sambærileg dæmunum sem ég nefni hér að framan. Fjarri því.
Hins vegar er ákvörðunin að láta 8 ára barn halda ræðu á pólitískum mótmælafundi - þar sem ég styð málstað mótmælanna heilshugar - af sama meiði.
Hvert verður næsta skrefið? Barnahópur í pólitískum mótmælum? Hittist einu sinni í viku - eins og skátarnir - og ræða um næstu skref í mótmælum og hlusti á ræður fullorðna fólksins um ranglætið á Íslandi? Lambhúshettum dreift - og það ekki gegn kuldanum? Veit að forsvarsmenn mótmælanna á Austurvelli dettur ekki slíkt í hug - en hvað með þá hörðustu úr lambhúshettuliðinu?
Ég veit ég er að mála þetta afar svörtum litum - og kannske miklu svartari en ástæða er til - en ég geri það til þess að vekja fólk til umhugsunar um það sem gæti gerst.
Ég tel þetta hafa verið mistök hjá forsvarsmönnum mótmælanna - en að sumu leiti skiljanleg mistök. En hagur barnsins var ekki í forgrunni. Það er ljóst.
Hallur Magnússon, 4.1.2009 kl. 12:15
Jack: Það er ekki nokkur kjaftur að gagnrýna barnið heldur þá staðreynd að barn skuli fengið til að halda ræðu á mótmælafundi.
Þú lest bara aftur og áttar þig á málinu.
Hallur: Ég skil hvert þú ert að fara.
Takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2009 kl. 12:19
ÉG var líka hissa að barn skildi hafa fengið að tala á mótmæla fundi. þau eiga ekki að þurfa velta sér upp úr þessu.!! En að halda því fram að það sé alvarlegt, við hliðiná því að kreppan er af manna völdum - sömu manna og standa við stjórnvölin, það er skelfilegt dæmi um sjáfsblekkinguna sem á sér stað í þjóðfélaginu. þetta var augljóslega beint frá hjarta stúlkunar. Góð rök úr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna..margir ráðherranna eru sekir um landráð og "bara einu sinn " er ekki viðunandi afsökun fyrir mig. eiga börnin að bíða með að hrekja glæpamenn úr ráðherrastólum. tíminn og afleiðingar ástansins bíða ekki erftr að fólk taki afstöðu..
Guðlaugur Ólafsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 13:43
Ég er búinn að margfara yfir þetta Jenný og það kemur skýrt og greinilega fram af þeim sem þekkja og sáu til, að stúlkan vildi þetta sjálf. Átti að banna henni að koma sinni skoðun á framfæri vegna aldurs hennar? Mega bara sumir en aðrir ekki?
Þá skulum við hætta að hvetja börnin okkar og barnabörn til að koma fram og tjá sig hvar sem það er gert núna, svo sem í kirkjum og á almennum samkomum því samkvæmt því sem þið týnið hér til hlýtur það að vera bölvað barnaníð.
Ég vil hins vegar sjá foreldra ræða þetta ástand við börnin sín þannig að þau geti skilið hvað er að gerast í stað þess að reyna að þegja eða ljúga að þeim því það eru jú þau sem er búið að skuldsetja um ókomna framtíð og þau eiga alveg rétt á að koma sínum skoðunum á framfæri.
Þeir sem hæst gala hér um heilaþvott á barninu og að það hafi nánast verið neytt til þess að fara og flytja ræðu eru greinilega eitthvað verulega illa gefnir eða þá að þeir hafa hreinlega ekki kjark sjáfir til að tjá sig um málið.
Ég skal hreinskilninslega játa að ég vildi að ég ætti barn sem væri þetta þroskað og meðvitað um ástandið eins og Dagný litla og hefði kjark til að koma sinni skoðun á framfæri með þeim hætti sem hún gerði og mundi hiklaust hvetja mitt barn til þess frekar en draga úr því kjarkinn eins og megin þorri fólks hérna virðist vilja gera gagnvart Dagný.
Ef það eru einhverjir sem eru skítsokkar og drullusokkar, þá eru það þeir sem hafa talað niður til Dagnýar og foreldra hennar og forráðamanna og þar með jafnvel stuðlað að því að börn og unglingar þora ekki að tjá sig um þessi mál opinberlega þó svo þau eigi fullan rétt á því eins og við þau fullorðnu.
Amk er nokkuð ljóst eftir að maður hefur lesið ansi margar færslur um ræðuhöld Dagnýjar, að hún hefur meiri þroska á andlega sviðinu en þeir sem hafa skrifað um framgöngu hennar á neikvæðu nótunum. Hún kaust þetta sjálf og það ber að virða.
Jack Daniel's, 4.1.2009 kl. 14:12
Innilega sammála þér Jenný og það er gott að sjá að það eru ekki allir úr hópi mótmælenda tilbúnir til að réttlæta hvað sem er í nafni málstaðarins, þó að allt of margir séu á þeirri línu.
Svala Jónsdóttir, 4.1.2009 kl. 21:00
Já ég er gáttuð....
Hver eiga aldurstakmörkin að vera fyrir tjáningarfrelsi barnanna...???
Það að tala um að það eigi að "hlífa " þeim við krepputali er steypa,... Þau eru að upplifa það sama og aðrir nema hvað þögnin sem sumir beita börnin (með því að hlífa þeim" er verri en nokkurntíma útskýringar ....
Hafi þau þörf fyrir að tjá sig sé ég ekkert því til fyrirstöðu að þau fái að gera það ...hafi þau getuna og kjarkinn til þess.... og það hefur Dagný greinilega.....
Svo finnst mér ómaklega vegið að hennar fólki að segja að verið sé að nota barnið ...hún vill tala og því skyldi hún ekki fá það eins og aðrir ....
Ég hef farið á nokkra fundi og hef heyrt margar misgóðar ræður og margir fullorðnir hafa komist illa frá sínum....ekki málefnalegar né skynsamlegar að mínu mati , en mér fannst Dagný standa sig MJÖG vel....
kv. Berglind
Berglind Berghreinsdóttir, 4.1.2009 kl. 21:16
Jenný mín - ég biðst innilega afsökunar á að hafa ekki tekið fram að ég var barasta alls ekki að vitna í þig heldur "Fannar frá Rifi".
Nánar tiltekið í þetta innlegg:
en bara ef þau eru með réttar skoðanir. eða oft virðist svo vera.
það eru alla vega margir þannig að þeir vilja heyra í börnum ef börnin hafa fram að færa skoðanir sem eru þeim þóknanlegar.
hefði Hörður Torfa hleypt upp á ræðupallinn barni sem verði aðgerðirríkisstjórnarinnar?
Fannar frá Rifi, 4.1.2009 kl. 03:25
Hvernig væri að slaka aðeins á áður en þú ferð að væna mig um dónaskap og lygar - "Hvað varð um lágmarks kurteisi í samskiptum?"
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.1.2009 kl. 13:18
Ja Jenný, þetta eru friðsamleg komment hér hjá þér blogginu:
Ég er ekki alveg ósammála.........en langt því frá alveg sammála.
Börn eru afskaplega misjöfn þegar kemur að þroska. Og Dagný Dimmblá er átta ára og alveg að verða þrjátíuogeitthvað.
Stelpan er skrilljón
Svo er það Ástþór fokkings Magnússon.......... var að blogga um það og get ekki hamið mig um að langa til að kreista krumlunum um .................. never mind
Heiða B. Heiðars, 3.1.2009 kl. 23:35
En allavegana, ég er búinn að senda Umboðsmanni barna og fleiri stofnunum beiðnu um þeirra álit á málinu svo við getum nú afgreitt þetta á málefnalegum nótum. Hér er linkur á bréfið:
Þátttaka barna í pólitískum fundum og mótmælum
Ástþór Magnússon Wium, 5.1.2009 kl. 13:56
Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að stelpan sem hélt sína fínu ræðu geri slíkt. Við erum öll með skoðanir sem myndast af umhverfi okkar og þar eru börn ekkert undanskilin, en fullorðnir ekkert heldur. Ég hafði pólitískar skoðanir þegar ég var 8 ára og lét þær í ljós og tel mig ekki hafa hlotið neinn skaða af því þó skoðanir mínar hafi breytst með tíð og tíma. Hvaða skaða er það sem þíð teljið að stelpan hafi hlotið af því að taka þátt í þessum mótmælum?
Héðinn Björnsson, 5.1.2009 kl. 15:39
ja hérnamegin...í fyrsta skipti verð ég að segja Pass.
Halla Rut , 5.1.2009 kl. 16:37
Heiða segir: "Börn eru afskaplega misjöfn þegar kemur að þroska. Og Dagný Dimmblá er átta ára og alveg að verða þrjátíuogeitthvað." ..
Er það ekki svolítið málið í þessu, .. er það jákvætt eða neikvætt að vera hlaðin fullorðinsvandamálum, áhyggjum og reiði 8 ára?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.1.2009 kl. 18:47
frh.
"Ég var aðallega að mótmæla því að allt í einu skuldi ég margar milljónir króna. Ég á ekki að þurfa að borga það. Ég er mjög reið út af þessu," segir Dagný Dimmblá" á visir.is
"George Schulz, sálfræðingur sem hefur verið við störf í 25 ár, segir að þeir efnahagsörðugleikar sem fólk glímir við í dag séu að vissu leyti ólíkir þeim sem áður hafi gengið yfir. Nú sé fólk oft í verulegri hættu á að missa heimili sín og það auki óöryggið mjög mikið. Hann segir einnig að foreldrar ræði fjármál sín of mikið við börn í dag. Ekki sé hægt að ætlast til þess að börnunum að þau verði þátttakendur í skipulagningu fjármála heimilisins. Það valdi þeim einungis ónauðsynlegum kvíða að vita of mikið."
Orlandosentinel.com
ESB
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.1.2009 kl. 19:01
Eigum við kannski vera með eitthvað leikrit fyrir börnin okkar og segja við þau að Ísland sé útópía þegar að Ísland er það ekki og jafnvel meina þeim að horfa á fréttir? Ég er ekkert viss um að börnin hafi gott af því.
Mér finnst þetta fullmikið blásið upp hérna og mín skoðun er sú að við búum til þroskaðri börn með því að reyna að gera þeim grein fyrir þeim erfiðleikum sem bjáta á hérna. Ef að foreldrar þessarar stúlku telja það henni fyrir bestu að fá að ræða þessi mál á þessum fundi verða þau að vera ábyrg fyrir því. Þetta er það sem ÞEIM finnst vera rétt.
Börnum er vantreyst hérna á Íslandi í dag. Þeim er varla treyst fyrir því að fara frá heimili til síns skóla og heim aftur. Þau mega ekki vinna með skóla eins og áður og það er alltof mikið vantraust á umhverfi þeirra. Börnum er hollt að rekast á og læra af reynslu og fylgjast með umræðum hinna fullorðnu. Þannig mynda þau sér skoðanir og lífsreynslu sem er nauðsynlegt veganesti inn í þeirra framtíð.
Pétur Kristinsson, 5.1.2009 kl. 19:40
Ég ætla að vera hlutlaus í þessari umræðu, ég býst þó við að foreldrar stúlkunnar séu einfær um ala hana sjálf upp og þurfi því ekki aðstoð frá moggabloggurum.
Er ekki heldur langt gengið að "rökræða" hvernig ala eigi stúlkuna upp?
Hvenær finnst ykkur rétt að hún fari að sofa?
Benedikt Halldórsson, 5.1.2009 kl. 21:08
Það að 8 ára gömul stúlka skyldi flytja tölu þarna - hneykslaði mig eigi.
Þegar eg sá að hún ætti að flytja ræðu, þá bara: Ok. flott hjá henni.
En eg er kannski svona hugsunarlaus. Má vera. Enda á ég ekki börn sjálfur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.1.2009 kl. 21:13
Það skiptir akkúrat ekki nokkru máli hvað margar húsmæður í Vesturbænum eru í pempíusjokki yfir þessu og hvort Gaynar Örn og Tommi Knúts grenja sig máttlausa yfir þessu.
BARNIÐ hefur rétt og sá réttur er varinn af BARNASÁTTMÁLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA.
Einhver hafði fyrir því að vitna í hann hér í umræðunni en YKKUR er alveg sama um þennan rétt barnsins því skoðun ykkar er réttlátari öllu - eða hvað?
Ég trú þessu ekki upp á þig Jenný! En kemur ekkert á óvart að Ólína Þorvarðar líti á skoðun sína æðri Barnasáttmálanum.
Þór Jóhannesson, 5.1.2009 kl. 23:09
Ég verð nú að viðurkenna að á meðan ég hlustaði á ræðu stúlkunnar fanst mér þetta svolítið "over the top"
En ég verð líka að segja að heyra stúlkuna segja að henni mislíkaði að þurfa að borga milljónir af skuldum auðmanna þegar hún stækkaði hljómaði ekkert undarlega. Hefði ég spurt 7 ára dóttur mína hvort hún vildi taka slík að sér veit ég hvað hún myndi segja. Ég hef hinsvegar ekki rætt þetta við hana og reynt að hlífa henni eftir fremsta megni frá því að hafa kreppuáhyggjur eða heimin á herðum sér enda nógur tími til þess seinna á ævinni.
Sævar Finnbogason, 6.1.2009 kl. 02:38
Sævar. En bottomlænið er auðvitað að þú myndir þurfa að spyrja dóttur þína að því hvort hún vildi borga skuldirnar. Hún veit það ekki sjálf. Þess vegna er þessi ræða Dimmblár einmitt svo fölsk. Þessi reiði sem hún finnur fyrir, hvaðan kemur hún? Er hún tilkomin vegna þess að stúlkan hefur rannsakað málið og komist að ákveðinni niðurstöðu eða getur verið að foreldrar hennar hafi gert hana svona reiða. Að þessi reiði sé ekki frá henni sjálfri komin heldur frá foreldrum hennar.
Guðrún (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.