Leita í fréttum mbl.is

Í kreppu og alles

Ég vaknaði í morgun fyrir allar aldir.

Ég vaknaði stressuð með hnút í maganum. 

Hvað er í gangi, hugsaði ég um leið og ég staulaðist fram í myrkrinu.

Kötturinn hennar Jennýjar Unu sem er hér í gæslu á meðan fjölskyldan jólast í Svíþjóð, vafði sig utan um lappirnar á mér og ég var nærri því dottin á andlitið.

Hvað er að þér köttur hefurðu aldrei heyrt talað um tillitssemi? Ég urraði á hann.

Majááá svaraði kötturinn og nartaði vinsamlega í tærnar á mér.

Ég var alveg hissa á slæmu geðslagi mínu og tók stutt tékk á hinum ýmsu andlegu þáttum.

Skoðun framkvæmd:

Sál þreifuð og hún hvíslaði geðvonskulega; láttu mig í friði ég vil sofa, það er myrkur, kreppa og allt í brjálaðri steik.  Ég er ekki til viðræðu fyrir hádegi.  Farðu!

Hm...

Ég potaði í mótmælastöðina en hún er aftarlega í hægra heilahveli og hún vaknaði samstundis: Fram til orrustu gargaði hún frekjulega, það er ekki eftir neinu að bíða.  Gas, gas, gas.  Helvítið var komin í Kraftgallann og tilbúin í slaginn.

Verðlaunastöð könnuð, engin viðbrögð.  Öll orka farin í jólagleðina.

Þegar hér var komið sögu rann upp fyrir mér ljós.

Ég er að eldast með ljóshraða ofan á kreppu og almennar áhyggjur í skammdeginu.

Ég á nefnilega afmæli á innsetningardegi forseta USA.

Á fjögurra ára fresti er ég illilega minnt á þá staðreynd að allt styttist í annan endann.

Ég stundi þunglega, bloggaði um skelfilega upplifun mína í morgunsárið, gaf kettinum að éta og ákvað með sama að koma mér í bælið aftur og leyfa sálinni að fara mjúklega inn í daginn.

Ég er hvort sem er fokkt á alla enda og kanta verandi fólkið í landinu.

Í kreppu og alles.


mbl.is Styttist í embættistöku Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Ég vaknaði líka allt of snemma í morgunn og gat ekki sofnað aftur. Tók vel í hugmynd míns heittelskaða - að hjóla saman út í bæ og fá sér þar góðan kaffibolla. Hressist vonandi við það. Vona að þú vaknir eiturhress eftir endurnæringarlúrinn.

Laufey B Waage, 2.1.2009 kl. 09:41

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þú ert ógeðslega fyndin :)

Heiða B. Heiðars, 2.1.2009 kl. 10:41

3 Smámynd: M

Hvað þú ert frjó eldsnemma morguns Ekki að undra að þú þurftir að leggja þig aftur.

En hey, eitt afmæli í viðbót þýðir að þú færð að lífa lengur og skemmta okkur. Við þökkum fyrir það

M, 2.1.2009 kl. 11:12

4 Smámynd:

Vona að seinni vöknun verði skárri.

, 2.1.2009 kl. 11:32

5 identicon

Hvað er að þér kona eins og þú getir alltaf verið í stuði........Óhemjugangur er þetta, reyndu bara að sofa aðeins í hausinn á þér og hlaða batteríin. Það má !

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband