Leita í fréttum mbl.is

"Fjandinn sjálfur"

Sum orð eru svo ofnotuð að það ætti að leggja þeim um tíma.  Svo þau fái ekki á sig allt aðra merkingu en þau höfðu í upphafi.

Orðið útrás er flott orð, sérstaklega þegar maður talar um að flippa út.  Núna er útrásin einhvers konar misheppnaður brandari um hina íslensku Bör Börsyni.

Orðið sókn er í svipuðum flokki.  Sókndjarfir útrásarvíkingar.  Sóknarfæri.  Sókn er kirkjusókn líka, bæði mætingarfjöldi góður eða slæmur í guðshúsið og svo auðvitað sú sókn sem hýsir viðkomandi musteri.

Úff.

En ég lofaði sjálfri mér því að blogga um dásamlegan fréttaflutning Stöðvar 2 í kvöld á eigin óförum í gær.

"Fjandinn sjálfur" sagði ég stundarhátt þegar ég sá umfjöllunina.  Fjandinn sjálfur yfir að hafa sagt upp áskriftinni fyrr á árinu.  Það hefði nefnilega verið ákveðin "útrás" fólgin í því að gera það eftir þennan auma fréttaflutning sem á auðvitað ekkert skylt við fagmennsku.

Ég vil taka fram að ég er ekki að verja ofbeldi og mér er sama hver það fremur, ofbeldi á ekki rétt á sér.

En það má hafa í huga að alls staðar þar sem mótmæli eru kemur fólk sem notar vettvanginn til að fá útrás fyrir persónulegar agressjónir og að dæma allan hópinn af örfáum er auðvitað út í hött.

Svo vil ég gjarnan koma því á framfæri að miðað við hörmungarnar sem eru að dynja yfir þessa þjóð þá má segja að fólk hafi sýnt ótrúlegt æðruleysi og rósemd.

En að því sögðu þá var sorglegt að horfa á Stöð 2 segja eigin raunasögu.

Slasaðir starfsmenn var einn að tölu.  Einum of mikið vissulega en eins og þetta hefur hljómað í dag og í gær þá var þetta fjöldi starfsmanna.

Svo eru það glæpamennirnir með hnífana. 

Ég spyr; var einhverjum ógnað með hnífi?  Ef svo er væri gott að fá að frétta af því.  Það er grafalvarlegt mál.

Og mér er spurn; hví voru starfsmenn Stöðvar 2 að taka að sér löggæslustörf óbeðnir svona yfirleitt?  Mér finnst það vægast sagt vafasamt.

Er það ekki rétt skilið hjá mér að lögreglan hafi piparúðað aftan á fólk sem var á leiðinni í út úr andyri hótelsins?

Ég skil vel að þeir á Stöð 2 séu fúlir yfir að þátturinn var blásinn af.  Það er mjög skiljanlegt.

En eitt er að vera fúll og annað að búa til dramatískt leikverk í fréttunum.

Annars er ég góð.

Held ég.

Jabb ég er fín.

Fréttin á Stöð 2


mbl.is Þjóðarátak nýrrar sóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Fréttaflutningurinn ýfði mínar fjaðrir svolítið líka, það skal játað.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.1.2009 kl. 00:34

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Slasaði stöðvar tvö maðurinn með glóðaraugað sem hann segir mótmælanda hafa gefið sér með krepptum hnefanum og með einhverju beittu að auki...sást svo í fréttatíma Rúv inn í miðri þvögunni og þar sést greinilega að hann fær í sig einhvern lítinn hlut sem einhver hefur hent inn í fólksþvöguna.  "Milljónaskemmdirnar" á köplunum eru líklega ýkjur líka og hvergi hef ég séð neitt annað af þessum skemmdum en soðna og sviðna kapalsnúru.

Annars er ég hætt að verða hissa á afbökuðum fréttum eftir að hafa of oft orðið vitni að atburðum með eigin augum og svo þurft að horfa á afskræmdar fréttir þegar heim er komið. Fréttamiðlar landsins eru ekki fréttamiðlar fólksins. SVO EINFALT ER ÞAÐ.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 00:41

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ótrúlegur fréttaflutningur.... og að Ari fokkings Edwalds skuli voga sér að opna á sér þverrifuna um skaða fyrirtækisins er náttúrlurlega fáránlegt.

Oj oj oj... 

En ég er svo sem ekkert hissa. 

Heiða B. Heiðars, 2.1.2009 kl. 00:53

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk Jenny Anna, þú kannt að koma orðum að því.  Sammála.

Sigrún Jónsdóttir, 2.1.2009 kl. 06:55

5 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Bíddu nú við. Ég skoðaði fréttina sem þú krítiserar og finnst sjálfum ekkert að henni. Þar er aldrei minnst á að fleiri en einn starfsmaður hafi slasast. Er það ekki bara einum of mikið?

Það er ekki orð um það í fréttinni að neinum hafi verið ógnað með hnífi. Ari minnist á að honum blöskri að fólk mæti til mótmæla grímuklætt með hnífa. Það er bara hárrétt.

Þú spyrð hví starfsmenn stöðvar 2 hafi tekið að sér löggæslustörf. Þetta finnst mér skrítin spurning. Í fyrsta lagi er eðlilegt að þeir verju sinn tækjabúnað og ekki minna eðlilegt að þessir starfsmenn reyni að verja það fólk sem þarna var saman komið og þau eiga heiður skilinn fyrir þá framgöngu.

Það er tvennt sem mér finnst standa uppúr eftirá. Annars vegar linkind lögreglu og mér finnst löngu kominn tími til að lögreglan taki á þessum krakka skríl þannig það þau skilji. Hins vegar finnst mér ótrúlega napurlegt af þessum forheimskaða hálfvita Herði Torfasyni að gangast ekki við eigin ábyrgð á þessu og fordæma atburðinn. Hann er búinn að espa fólk upp með heilalausu kjaftæði um að virkja reðina. Reiði er aldrei hægt að virkja til góðs.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 2.1.2009 kl. 12:05

6 identicon

You said it woman... ekkert við þetta að bæta.

Ibba Sig. (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 12:53

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á visi.is var talað um starfsmEnn Stöðvar 2 sem hefðu fengið áverka.

Ari talar um GLÆPAMENN með hnífa.

Rosalega ertu duglegur við að verja valdið.

Og vertu kurteis Ólafur Tryggvason Þorsteinsson og vertu ekki að níða skóinn af Herði Torfasyni.

Almenningur er ekki heilalausir hálfvitar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 13:51

8 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Jenný. Ég er ekki að verja valdið. Dettur það ekki í hug. Ég var einungis að benda á það sem mér fannst þú missegja. Í fréttinni á Stöð 2 (þeirri sem þú varst að finna að) er ekkert sem segir að fleiri en einn starfsmaður hafi slasast, ennfremur segir að þarna hafi mótmælendur hafi verið grímuklæddir og SUMIR vopnaðir hnífum. Þetta er dagljóst af myndumun. Hvað stendur á visir.is er svo allt annað mál.

Ég skal reyna að sitja á mér og kalla Hörð Torfason ekki á almannafæri þeim nöfnum sem koma upp í hugann og mér sjálfum finnst hann eiga skilið. Ég dreg þau ummæli mín til baka að svo miklu leiti sem það er hægt. Það væri samt stórt af honum að ganga fram fyrir skjöldu og fordæma framkomu þessa, í raun litla, hóps sem skaðar málsstað svo margra.

Ég hef ekki kallað almenning neitt en vek athygli á að þegar fólk á um sárt að binda er afar auðvelt að espa það til alls kyns aðgerða sem rólegra fólki dytti aldrei í hug að gera annars. Mér finnst nákvæmlega jafn slæmt að á búð Evu Hauksdóttur var ráðist og sjálfur fordæmi ég þann verknað að alla aðra sams konar. Þetta gerir engum gang. Þvert á móti gerir svona ærið ógagn.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 2.1.2009 kl. 14:26

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekki treysti ég mér til að fordæma þennan hóp sem lenti í útistöðum við Stöðvar 2 menn, starfsfólk Borgar og lögguna.

Ég er leið yfir að illa fór, hef mínar grunsemdir um að gasgasgas-stemmingin hafi tekið yfir í hóp "gæslumanna".

En ég er döpur yfir hvernig fór, ég er líka döpur yfir þjónkunaráráttu margra Íslendinga svo er ég helvíti döpur yfir að það er búið að skuldsetja börnin mín og barnabörn.

Arg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 15:59

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guðmundur Egill: Þú þarf þennan mann til Akureyrar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 2987179

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband