Fimmtudagur, 1. janúar 2009
"Think you very much mister president"
Ég er á móti blikkinu sem hengt er utan á fólk og heitir orða.
Ég er í grundvallaratriðum á móti svona vegtyllum sem tengast inn í gamla kóngaveldið og við Íslendingar ættum fyrir löngu að vera búnir að kasta fyrir róða.
Örugglega frábært fólk sem fær orðurnar - ekki vafi í mínum huga - viðkomandi gerviskartgripir ættu bara að fást í Kolaportinu, ekki á Bessastöðum.
Ég er alltaf að bíða eftir að einhver töffari með hugsjón segi nei. Nei takk ég vil ekki vera þátttakandi í svona úreltu geimi, borgið mér bara sómasamleg laun, thank you very much mister president!
En fram að þessu hefur enginn gert það. En það kemur örugglega að því.
Ég hef stigið á stokk og strengt áramótaheit og það í allra fyrsta sinn!
Ég er ekkert minna en dúlla fyrir þær sakir einar og er þá fátt eitt upptalið.
Og auðvitað hef ég ykkur sem vitni að þessum stórviðburði sem leiddi til þess að Jenný Anna gerði samning við sjálfa sig.
Sú er ekki bangin að ætla að treysta þessum flautaþyrli fyrir einhverju. Henni er vorkunn stelpunni en það var ekki öðrum til að dreifa. Algjört glapræði. Maður gerir ekki samninga við suma.
Heitið er einfalt. Ég ætla að segja það sem mér býr í brjósti varðandi allt sem ég blogga um á komandi ári.
Ekki draga úr, ekki vega og meta hvort það henti og ég ætla að standa með því.
Bömmer að þetta er ekki svo langt frá því sem ég hef verið að gera á s.l. ári og reyndar síðan ég varð edrú - en að þessu sinni verða allar málamiðlanir við sjálfa mig látnar lönd og leið.
Ekki misskilja, ég ætla ekkert að fara að blogga um hver er leiðinlegur, hver er að skilja, hver er feitur og hver óþolandi - ég er ekki í svoleiðis og reyndar finnst mér persónulegar væringar og kjaftasögur á milli bloggara algjörlega síðasta sort.
Börnin góð svoleiðis gerir maður í símann ef maður vill vera á persónulegu nótunum í skítkastinu.
En..
það sem ég er að leika mér með hérna er einfaldlega sá gamli sannleikur - að vera sjálfum sér trúr og þá væntanlega án þess að særa aðra. Amk. er það ekki á dagskránni þó maður hafi alveg átt sínar rispur og alveg merkilegt að svona aaaaaaafskaplega gömul sál eins og ég geti hrokkið svona upp af standinum.
Þið vitið krakkar að samkvæmt einhverjum Michael fræðum þá erum við svo rosalega þroskaðar sálir vér Íslendingar, búnir að lifa oftar en flestir, vitum betur en aðrir og erum bara að skemmta okkur hér á síðustu metrunum inn í ljósið og himnaríki.
Nú myndi ég segja - afsakið á meðan ég hendi mér þið vitið en ég læt það eiga sig.
Þroskaðri en flestir minn andskotans afturendi.
Og áður en nóttin er öll þá ætla ég að blogga um meðferð fréttastofu Stöðvar 2 á sjálfri sér og Kyrddhelvítinu.
Ég var svona gasalega hrifin af þeirri umfjöllun eins og þið auðvitað voruð líka.
Later.
Ellefu sæmdir heiðursmerkjum fálkaorðunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 20:03 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Nei, ég var ekki hrifin og hlakka til að lesa þína útgáfu
Sigrún Jónsdóttir, 1.1.2009 kl. 20:08
Gleðilegt ár Jenný. Ég hef svona verið að velta því fyrir mér, ef ske kynni, kannski, einhverntímann þegar ég er orðin stór og mér yrði boðin fálkaleg orða, hvort ég segði NEI! - Úps, ég bara get ekki svarað því, ég kem mér stöðugt meir á óvart eftir því sem edrúárum mínum fjölgar en á því sviði verð ég háflsextug ef ég næ vorinu.
Verð að segja þó svo ég sé ekki alveg eins kjaftfor og þú að ég kann að meta þennan andskota sem kemur úr kjaftinum á þér kona, mínir Ólsara taktar vakna við þetta og ég er komin með Tourette því bölvið á mér hættir ekki núna. Skellti mér í einu fíknina og bakaði mér 4 plötur af hnetusmákökum.
Hlakka til að lesa meira af blótinu í þér.
Ólöf de Bont, 1.1.2009 kl. 20:29
Mig minnir að minnsta kosti einn hafi afþakkað þessa orðu, sem og aðrar vegtyllur í svipuðum stíl. Það er Helgi Hálfdánarson, apótekari, ljóðskáld og afburðaþýðandi heimsbókmennta.
Trúi að þeir / þau séu fleiri. En eru ekkert að gera mikið úr slíku og því hefur það ekki farið jafn hátt og orðuveitingarnar sjálfar.
Annars gleðilegt ár - ef maður má vera svona bjartsýnn í orðum á svona stundum!
Viðar Eggertsson, 1.1.2009 kl. 20:31
Gleðilegt ár til þín Viðar og takk fyrir þitt frábæra Útvarpsleikhús.
Ég hef aldrei heyrt um nokkurn sem afþakkar en ég er ekki hissa á að Helgi Hjörvar stórsnillingur hafi gert það.
Ólöf: Ég ætla ekkert að blóta sérstaklega eða kannski, ég veit ekki.
Mikið rosalega ertu með góðan tíma kona. Ég lýt höfði af virðingu við þig.
Sigrún: Góð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 20:34
Þú ert eðalkrútt
Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2009 kl. 20:37
Elsku Jenny, ekki Helgi Hjörvar (svo ég viti) heldur Helgi HÁLFDÁNARSON!
Hvenær byrjaði Ólöf eiginlega að drekka? Þegar hún var á brjósti? Ef hún á hálfsextugt edrúafmæli??? Verið edrú í 55 ár, svona ung!
með ástarkveðju
Viðar Eggertsson, 1.1.2009 kl. 20:43
Hahaha, ég meinti Helga Hálfdánarson, takk Viðar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 20:52
Líst vel á hreinskilnina. Orð eru til þess að nota þau. Kjaftasögur eru alltaf viðloðandi en þær eru ekki eins hættulegar og áróðurinn og fádæma auðmýkt gagnvart prjáli valdhafanna.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.1.2009 kl. 20:58
Er viss um að aðilar forsetaembættisins lesi bloggið þitt. Láttu þér ekki bregða þó þeir vilji skreyta þig fyrir blogginnlegginn þín. . Margar færslurnar þínar eru alveg skreytinganna virði. Hvað gerir kella þá?
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 21:19
Einar: Það myndi vera mér til stórkostlegrar fullnægju og gleði að fá að segja nei takk, nó vei hósei.
Trúðu mér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 22:45
Viðar, hálfsextugs afmæli er þrátíu ára afmæli ... byrjaði fjórtán og hætti tuttuguogfimm. Fyrstu sex árin voru helvíti og svo fór það að batna þ.e. edrúmennskan. Hefði aldrei hætt hefði ég vitað ömurleika þess að lifa án flöskunnar. Tuttugu ár síðan ég hætti að reykja en það var auðvelt að lokum. En mér þykir bitinn góður.
Ólöf de Bont, 1.1.2009 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.