Leita í fréttum mbl.is

Tær snilld

Ég veit ekki með ykkur en Skaupið í ár hitti beint í mark hér á kærleiks.

Ég sá ekki atriði sem hefði mátt missa sig.

Takk fyrir frábæra skemmtun RÚV.

Ég vorkenndi Geir eitthvað í ávarpinu.

Mér fannst hann eitthvað svo hnípinn.

Ég vorkenndi honum alveg þangaði til hann sagði eitthvað á þessa leið:

"Hafi ég gert mistök þá finnst mér það leitt".

Þessi uppsetning á afsökunarbeiðni hefur valdið næstumþví skilnuðum hér á kærleiks.

Sko húsbandið á til að orða hlutina svona ef honum verður á og finnst hann þurfa að segja fyrirgefðu.

Hafi ég, ef ég hef verið eitthvað leiðinlegur þá fyrirgefðu.

Bara svona just in case dæmi.

Arg.

En annus horribilis er nánast á enda runnið.

Mikið skelfing er ég glöð.

Gleðilegt ár esskurnar.

ÁRAMÓTASKAUP ALDARINNAR SÓ FAR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Gleðilegt ár Jenný Anna og takk fyrir yndislega skemmtileg blogg á árinu sem er að líða/er farið ... alveg sammála þér með skaupið, mér fannst það með betri skemmtunum á þessum tímamótum! Ekki sami spaugstofubragurinn á skaupinu núna og hefur verið svo fastur lengi, breytingar eru stundum af hinu góða...

Hlakka til að lesa meira af þér á nýja árinu! Áramótaknús!

Tiger, 1.1.2009 kl. 00:02

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sammála algjörlega frábært skaup og ömurlegasta ár í manna minnum er liðið...vei!

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.1.2009 kl. 00:25

3 identicon

hey Jennssssssl... get ekki verið meira sammála þér... elsku hjartað... við Jóna erum ennþá að góla hérna... með Champaign í glasi...

Gleðilegt ár elskan mín... frá okkur systrum... 

Þú ert okkar uppáhalds alltaf, skrifar fallegt og yndislega rétt...

Valdís, Ásta, Jóna og Eyrún Gunnarsdætur

Bergþórugötu 9

Valdís (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 00:29

4 Smámynd: Jens Guð

  Sammála.  Skaupið var alveg ljómandi fyndið.   Upp úr stóð atriðið þar sem konan söng um ævintýrið stóð upp úr.  Reyndar var níðingslega farið með Ólaf F.  vin minn 

Jens Guð, 1.1.2009 kl. 00:39

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Frábært skaup Gleðilegt ár

Hólmdís Hjartardóttir, 1.1.2009 kl. 01:09

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Já skaupið var bara gott í árGleðilegt árið Jenný mín og takk fyrir það liðna

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.1.2009 kl. 01:22

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sá sem lék Geir er náfrændi minn og ég alveg elskaði skaupið ekki útaf honum endilega, heldur fannst mér þetta snilldarskaup.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2009 kl. 01:55

8 Smámynd:

Sammála - gott skaup

, 1.1.2009 kl. 02:29

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér fannst skaupið frábært....en var stödd í stofu með vinahjónum sem sáu ekkert fyndið við skaupið.  Ég komst að þeirri niðurstöðu að þau hafi bara ekki verið að fylgjast með á liðnu ári

Gleðilegt ár Jenný mín til þín og þíns heittelskaða og takk fyrir frábær samskipti á liðnu ári

Sigrún Jónsdóttir, 1.1.2009 kl. 02:37

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sammála Jens - sem ég hélt að aldrei yrði.... - með að Ilmur með ævintýrið stóð upp úr Annars svona.... allt í lagi skaup ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2009 kl. 02:43

11 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

skaupið var gott - en eymingja kratarnir ð fá ekkert af kökunni.

Björgvin R. Leifsson, 1.1.2009 kl. 03:07

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skaupið var fyndið að mínu mati, og barnanna minna líka. Gleðilegt ár.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.1.2009 kl. 03:13

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gleðilegt ár Jenný mín. 

Er ekki búin að horfa á skaupið en mér heyrðist fólkið mitt hér skemmta sér vel yfir því í gærkvöldi. Kíki á það seinna í dag. 

Ía Jóhannsdóttir, 1.1.2009 kl. 11:10

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Algjörlega brilljant skaup og ég veit ekki alveg hvað mér fannst best, held þó að það hafi verið konan í kjörbúðinni sem fékk engar upplýsingar.

Valdís og Kó: Knús á ykkur allar.

Takk öll fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 11:28

15 Smámynd: Hugarfluga

Algjörlega brilljant skaup! Gleðilegt ár, Jenný Anna ... krúttkastsbombuknús.

Hugarfluga, 1.1.2009 kl. 12:33

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Loved the skaup. Lá ekkert í kasti en sat með andstyggðar-glott á andlitinu allan tímann.

Ég er farin að hafa áhyggjur af því að þú hafir reddað þér vissri bók eftir öðrum leiðum, þar sem ég hef enn ekki sýnt á mér fésið á kærleiks.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.1.2009 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband