Leita í fréttum mbl.is

Annus horribilis 2008

Þeir hafa mikið á samviskunni sem komu Íslandi á kaldan klaka vegna eintómrar græðgi og valdasýki.

Þeir mega taka það til sín sem eiga þó mér sé orðið ljóst að enginn þeirra gerir það.

Hvorki stjórnmálamenn né peningabarónar.

Látum vera skaðann með peningana, orðspor þjóðarinnar og fjárhagslegt tap allra þeirra manna og kvenna, ungra sem gamalla sem hafa tapað sparifé sínu.  Það má í flestum tilfellum vinna aftur þó það gerist ekki á næstu árum eða áratugum.

Það er tilvist barnanna og afdrif þeirra í þessum hamförum sem ég er ekki á því að fyrirgefa.

Ekki að það hafi verið neitt svakalega barnvænlegt á Íslandi um langan tíma, börnin hafa verið afgangsstærð allan tímann í gróðærinu enda aðrir og mikilvægari hlutir í gangi en að gefa sér tíma og rúm með smáfólkinu.

Amk. hjá æði mörgum.

Það má sjá vægi barna og þeirra sem bera ábyrgð á að kenna þeim og þroska í launatöflum fóstra, kennara og annarra starfsmanna sem hafa mikilvægustu störf þessa þjóðfélags með höndum.

Vægið má sjá með því að bera saman launataxta fólks sem sýslar með peninga annars vegar og hins vegar með börn.

Við þekkjum allan þann samanburð og vitum að hann er ekki börnunum okkar í hag.

En nú er árið að líða.  Anno horribilis eins og 2008 réttilega hefur verið nefnt.

Ég held að fólk hafi vaknað, að ekkert verði aftur eins og það var.

Þar með talið börnin okkar og barnabörn.

Ég er til í að teygja mig helvíti langt til að koma í veg fyrir að það verði svínað á þeim frekar en orðið er.

Svo ég tali nú ekki um hvað ég er til í að leggja á mig til að koma skuldunum af ungum og ófæddum börnum framtíðarinnar og koma þeim þangað sem þær eiga heima.

Aldrei aftur segi ég og meina það.

Gleðilegt ár kæru lesendur og allir aðrir Íslendingar.

Takk fyrir samveruna á árinu.

Gangið hægt um gleðinnar dyr.

Djöfull er ég klisjukennd í ávarpinu.

Úje


mbl.is Börnin full af kvíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæl Jenný. Börnin okkar þurfa amk ekki að alla önn fyrir okkar kynslóð í ellinni. Íslensku lífeyrissjóðirnir eiga líklega yfir 1500 milljarað þrátt fyrir bankahrunið. Hér á landi er er aldurssamsetning þjóðarinnar líka hagstæðari en víðast í Evrópu, þ.e. ungt fólk og börn eru fjölmennari. Í Þýskalandi t.d. eignast meðalfjölskylda aðeins um 1 barn, þar eru lífeyrissjóðir ekki eins sterkir og það stefnir í mjög mikla byrði á næstu kynslóð þar.  Mig langaði bara að benda á eitthvað jákvætt   annars er ég sammála þér að hér hafa gerst atburðir sem mega ekki gerast aftur og þau mál öll þarf að gera upp.

Þorsteinn Sverrisson, 31.12.2008 kl. 12:48

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Gleðilegt ár Jennslan mín... og takk fyrir að vera til!! xxx

Heiða B. Heiðars, 31.12.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vona að þetta séu ekki bjartsýnistölur hjá Þorsteini, ég treysti illa ofurlaunamönnunum í lífeyrissjóðunum (sumum) fyrir þessum háu fjárhæðum. Írar, þrátt fyrir að vera í Evrópusambandinu, eiga í miklum fjárhagsvandræðum og tóku lán í lífeyrissjóðum landsmanna í stað þess að fara í Alþjóðagjaldeyrisjóðinn. Spurning hvort það hefði ekki verið betri leið fyrir okkur ... ef eitthvað er eftir í sjóðunum.

Óska þér annars gleðilegs árs mín kæra með von um að áramótin verði frábær hjá þér og þínum, sem og næsta ár.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.12.2008 kl. 13:01

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Besti nýjárskveðjur inn í þitt hús til allra þinna Jenný mín.

Megi árið verða 0kkur öllum gjöfult og gott.

Frekar klisjukennt líka hérna megin.

Ía Jóhannsdóttir, 31.12.2008 kl. 13:05

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég er svo innilega sammála þér, ég finn óendanlega til með börnunum

En gleðilegt ár Jenný mín og takk fyrir óborganlega pistla á árinu, megi nýtt ár færa okkur öllum betri og bjartari tíma..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 31.12.2008 kl. 13:08

6 identicon

Nefnifallið af anno er annus, svo annus horribilis væri rétt

Ingi Vífill Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 13:18

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er ekkert ólíklegt að 2009 verði erfitt, en við vitum allavega á hverju við eigum von.

Ekkert kemur okkur á óvart eftir 2008, hvort sem það er jákvætt eða ekki.

Gleðilegt ár til allra, sérstaklega barnanna sem eiga ekki það farg skilið sem spikfeitu bindiskallarnir ýttu frá sér.

Villi Asgeirsson, 31.12.2008 kl. 13:41

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég var einmitt að spökúlera, hvort árið 2008 sé anno horribilis eða anno terribilis

Brjánn Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband