Miðvikudagur, 31. desember 2008
Róni eða vínmennungur
Ég var að lesa að það minnkar líkurnar á krabbameini að láta steikina liggja nokkra tíma í brennivíni fyrir steikingu.
Það á líka að vera allra meina bót að drekka eins og eitt til tvö rauðvínsglös á dag, það mun meira að segja vera ávísun á langlífi.
Áfengi ku vera gott fyrir blóðrásina, meltinguna magann og fleiri innanbúðarfyrirkomulög líkamans.
Svo mun áfengi einnig vera helvíti óholt fyrir sömu líffæri sé þess neytt í óhóflegu magni.
Þetta var ég að hugsa þegar ég sat í bíl fyrir utan ríkið í dag. Nei, var ekki að versla, það lá annað fyrirtæki að áfengisversluninni.
Ég þurfti að bíða dágóða stund og ég virti fyrir mér fólkið inni í búðinni í gegnum glervegginn.
Fólk var mis kúl að sjá, sumir hlupu flóttalega um með innkaupavagninn og ryksuguðu heilu víntegundirnar úr hillunum, aðrir gengu um með attitjúd og skoðuðu allskyns kryddvín og líkjöra. Þeir voru meira að segja með saklausa bakhlið svei mér þá.
Mér kom í hug að það er alveg rosalegur tvískinungur í gangi gagnvart fíkniefninu áfengi á landinu.
Þú mátt en þú mátt samt ekki.
Þú skalt hafa gaman en þú skalt ekki hafa of gaman.
Þú skalt ekki vera frá vinnu vegna timburmanna og þú mátt ekki koma bakfullur heldur en þú mátt samt detta í það á vinnustaðarfylleríum. Þú mátt æla ofan í tætara fyrirtækisins ef þú gerir það með félögunum á þeirra lögbundna vinnudjammi.
Af hverju má ekki koma með afleiðingarnar í vinnuna, bara nauðga orsökinni við skrifborðið eftir útstimplun. Fara svo í sleik við deildarstjórann, segja nýja sölumanninum að grjóthalda kjafti, káfa á framkvæmdastjóranum og gráta utan í ritaranum?
Af hverju er það alkahólismi að drekka um hábjartan dag niðri á torgi en ekki að sitja og sötra hvítvín við sama torg á sama tíma en bak við vegg með matseðil fyrir framan þig?
Er það proppsið sem stjórnar sjúkdómsgreiningunni?
Þú ert alki ef þú ferð með strætó í ríkið, kaupir þinn bjór og lætur opn´ann á staðnum.
Þú ert vínmennungur ef þú ferð á Lexus í ríkið í Armanijakkafötunum, kaupir árgerð og tekur nótu.
Auðvitað þekki ég muninn á alka og róna - en gerir þú það?
Mér er alveg sama hvort fólk drekkur eða ekki - í alvörunni - mér hugnast þó frekar allsgáð fólk eftir að mér rann, sennilega af því að drukkið fólk er sífellt endurtakandi sig og talar barnalega.
En á áramótum fer í gang fylleríisorgía. Ég hef alltaf áhyggjur af öllum börnunum í myndinni.
Gæti fólk ekki tekið því rólega að þessu sinni og gengið hægt um gleðinnar dyr.
Væri ekki lag að vera edrú þegar nýja árið er hringt inn?
Halló, ég er ekkert að beina orðum mínum til hófdrykkjumanna, þeir geta séð um þetta án þess að himnarnir opnist og fjöllin springi.
Ég er að tala um Happynewyeartýpurnar með brennivínsnefin sem þurfa að byrja árið á að vera með móral.
Og eru að afsaka sig alveg fram að næsta fylleríi.
Jájá.
Skál í kókinu.
Lyf til að lengja augnhár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:40 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég var nú líka í bíl fyrir utan ríkið í dag, bíðandi eftir konu, (nei, ekki minni, hún er miklu meira lángþurrkaðri en þú zgo!), & ég náði ekki að sjá þetta með sömu glyrnum & þú gerir, enda með eðal brennivínznef, þó ég láti nú kókið til friðz núorðið.
Allt í sjáandanz auga, líklega, jenfólið mitt...
Ár & friður á kærleik..
Steingrímur Helgason, 31.12.2008 kl. 01:04
Mér finnast samlíkingarnar þínar alveg æðislegar. Ég óska þér gleðilegs árs og takk fyrir viðkynninguna á árinu sem er að líða.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.12.2008 kl. 01:33
Ég hef alltaf áhyggjur að börnum innan um drukkið fólk og ekki bætir úr skák, að í kvöld eru svo flugeldarnir líka með...
Jónína Dúadóttir, 31.12.2008 kl. 07:35
Góð eins og vanalega.Gleðilegt ár Jenný mín og skál í kók
Kristín Katla Árnadóttir, 31.12.2008 kl. 08:15
Takk fyrir þessa hugleiðingu Jenný Anna
Sigrún Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 08:30
Já það er allt svo yfirdrifið á gamlárskvöld! Allt á að vera svo ofsalega skemmtilegt! Allt svo ofsalega flott!
Ég hætti að drekka á gamlárskvöld þegar kona á balli sem ég var á gaf mér börnin sín, just in case að hún kæmi ekki í leitirnar á nýju ári.
...enda hef ég aldrei haft gaman að börnum!
Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 08:36
Já hann er vandmeðfarinn meðalvegurinn. Mér verður oft hugsað til barna sem fara grátandi í rúmið.
Hóf er best í hófi. Eigðu góðan dag mín kæra. Hér er skálað í kampavíni klukkan 12.
Ía Jóhannsdóttir, 31.12.2008 kl. 08:45
"enda hef ég aldrei haft gaman að börnum"
Hahaha Hrönn og Jennslan saman eru náttúrulega milljón!
Heiða B. Heiðars, 31.12.2008 kl. 09:28
þú ert frábær!
Kristín Bjarnadóttir, 31.12.2008 kl. 11:27
árið gamla mín bæði "det" gamla og "det" nýja.........
Jón Arnar, 31.12.2008 kl. 11:36
Ég er svo heppin að geta notið þess að fá mér eitt eða tvö rauðvínsglös með góðum mat í góðum félagsskaap af og til.
En á gamlárskvöld vil ég alltaf vera alsgáð og akandi (eins og segir í vísunni). Kannski af því ég hef verið með börn og unglinga síðan ég var unglingur sjálf, - og mér finnst nauðsynlegt að vera til staðar og skutla og sækja til vinanna eftir miðnætti. Ég er samt alls ekki á neinni stress-hræðslu-vakt. Nýt áramótanna afslöppuð og edrú - og algjörlega laus við þá tilfinningu að ég sé að neita mér um eitthvað.
Njóttu áramótanna mín kæra.
Laufey B Waage, 31.12.2008 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.