Þriðjudagur, 30. desember 2008
Af fíflum í Kópavogi og annarsstaðar
Þegar karlinn sem kenndur er við Kópavog og finnst afskaplega gott að búa þar lét út úr sér í fréttum í vikunni að námsmennirnir í útlöndum sem beðið hafa eftir neyðarláni frá Lánasjóðnum síðan í október væri óþolinmótt "ungt" fólk þyrmdi yfir mig.
Í gærkvöldi horfði ég svo á Kastljós og sá Katrínu Jakobsdóttur og formann menntamálanefndar Sigurð Kára Kristjánsson sitja fyrir svörum vegna þess að af 119 umsóknum um neyðarlán hafi 7 fengið fyrirgreiðslu. Þessar 7 fyrirgreiðslur voru afgreiddar daginn fyrir Þorláksmessu og verða greiddar út í janúar.
Neyðarlán minn afturendi.
Þau sátu þarna, Katrín og SK, ráðvillt á svip vegna þess að fyrirmælum þeirra hafði ekki verið sinnt af óhæfum embættismönnum kerfisins og það rann upp fyrir mér að það er sama hvar borið er niður - ekkert virkar.
Þarna gefur menntamálanefndin stjórn Lánasjóðsins tilmæli um afgreiðslu neyðarlána og hún er búin að vera að dunda sér við að fara endalaust fram á fleiri gögn á meðan fólk á ekki fyrir mat og húsaleigu.
Í mínum bókum er neyð eitthvað sem er aðkallandi og það strax.
Ég fékk sömu tilfinninguna og þegar Geir var að svara því í október á hverjum degi nánast, að gjaldeyrisviðskipti væru alveg að komast í lag.
Við vitum hvernig það fór.
Það á að reka formann stjórnar Lánasjóðsins og hann getur bara fengið sér ást í Kópavogi eða eitthvað.
Hann hefur gjörsamlega hundsað tilmæli menntamálanefndar Alþingis.
Skilur þetta fólk ekki að meðal námsmanna er fullt af fólki með börn á framfæri?
Og að námsmenn eru að missa húsnæði vegna vanskila og þeir eiga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum?
Katrín og SK töluðu um að það yrði að boða til fundar í nefndinni strax eftir áramót.
Ég segi; gerið það strax. Nógu stórt er klúðrið nú þegar.
Einhver verður að taka ábyrgðina og koma málinu í lag.
Þetta eru ekki einhverjar friggings tölur á blaði - það er lifandi fólk á bak við hverja umsókn.
Er enginn hæfur á neinu stigi í þessu kolbilaða samfélagi?
Arg
Menntamálanefnd fer yfir reglur um neyðarlán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Menntun og skóli, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Það þarf að "yfirfara reglur" Jenný mín. Þar dugar ekkert hálfkák. Einhver ansans námsmaðurinn gæti annars fengið meira en honum ber. Og hvar stendur þjóðfélagið þá? - Ekki sama hvort það er námsmaður eða bankagaur sem á í hlut
, 30.12.2008 kl. 12:54
Mér er óskiljanlegt hvernig þessum Kópavogsbúa er treyst í formennsku fyrir stjórninni. Stjórnin á að segja af sér undir eins og kjósa nýja takk.
Edda Agnarsdóttir, 30.12.2008 kl. 12:59
Eru þessir námsmenn að biðja um gjafir ? Eru þetta ekki lán sem þeir borga svo fullu verði til baka ?
Jónína Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 13:06
Þetta er allt með ólíkindum og nei þeir eru ekki margir sem eru hæfir í stjórnsýslunni......ég finn mikið til með námsmönnum sem eru erlendis og ekki síst þeim sem eru með börn....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.12.2008 kl. 13:07
Þetta eru ótrúleg vinnubrögð og alveg til skammar. Það er eins og fólkið sem þarna ræður málum átti sig ekki á því að þetta eru LÁN, meira að segja NEYÐAR-LÁN. Ekki gjöf út af þeirra eigin bankareikningum. Þvílíkur hroki gagnvart námsmönnum, ekki að þeir hafi haft það svo gott fyrir.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.12.2008 kl. 13:10
Það er ekki bara eitthvað eitt, heldur ALLT sem er í ólagi hjá þessum ráðamönnum í dag. Hér þarf svo sannarlega að taka til.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2008 kl. 13:18
Já það væri gott á þetta lið að búa í Kópavogi!
Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 13:21
Ertu komin á fyllerí rétt eina ferðina en. Er ekki nær að þetta fólk fari að vinna og gera eitthvað gagn. Er ekki þetta mentapakk búið að gera nógu mikinn óskunda. Hættu nú þessu bulli og láttu renna af þér kona góð.
Hlerinn (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 14:27
Sæl Jenný,
því miður þá eru Katrín og Sigurður Kári svona tamdir apar úr ungliðastarfi flokkanna. Sérhæfð bæði tvö í að afgreiða ekki og lenda engum málum.
Þetta er til háborinnar skammar hvernig komið er fram við námsmenn í þessu og ekki hvað síst þá sem eru í námi erlendis.
Kerfið virkar ekki enda lýðræðið sem maður hélt að maður byggi við bara tálsýn eftir allt saman. Útrásagreyfarnir sem settu okkur á hausinn eru eftir allt saman að stjórna þjóðfélaginu í dag og ráðherrarnir í besta falli þeirra undirmenn.
jæja, bið að heilsa Einari og hafið það gott um áramótin.
bkv.
sandkassi (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 14:38
Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 16:25
Ég er nú svo skini skroppinn að ég get engan vegin skilið að ekki sé nú mörgum vikum eftir loforðið um "neyðarlánið" búið að afgreiða þetta. Ég held að enginn af þeim sem sótti um hafi gert það svona af gamni sínu því þetta eru jú lán sem þarf að borga til baka. Lín menn ættu að skammast sín og dr... til að vinna eftir þeim tilmælum sem þeim voru send. Þú þarna "Hleri" í guðanna bænum vertu ekki að bögga fólk ef þú ert ekki maður eða kona til að gera það í eigin nafni. Annars eigið þið gleðilegt ár kv. Tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 30.12.2008 kl. 16:42
Áhugavert blogg hjá þér.
Ég er að leita að svörum hjá sem flestum ég vil endilega að þú kíkir á síðuna mína og svarir spurningu minni. Því að þessi spurning skiptir marga máli.
En spurning mín er hvaða tvö störf eru mikilvægust í nútíma þjóðfélagi.
Kveð að sinni
Steinar Arason ÓlafssonSteinar Arason Ólafsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 17:34
Ég sat í stjórn LÍN á sínum tíma. Þá voru nánast öll mál afgreidd með meirihluta atkvæða ríkistjórnafulltrúanna og í andstöðu við fulltrúa námsmanna. Svona er víst ennþá stjórnað og þetta er sá stjórnunar kúltúr sem er svo algegnur í íslensku stjórnkerfi. Helst hafa verið valdir til forustustarfa í LÍN af hálfu ríkisstjórna einstaklingar sem hafa getið sér orð fyrir að vilja leggja stein í götu námsmanna eða LÍN. Þeir sem til þekkja hjá LÍN ætti ekki að koma á óvart þessi afstaða meirhluta stjórnarinnar LÍN til neyðar námsmanna erlendis.
Gunnar Birgisson hefur alveg frá upphafi verið besti kosturinn til að gegna stjórnarformaður hjá LÍN - þar sem tilgangurinn með skipuninni hefur verið að leggja stein í götu viðskiptavina LÍN.
Kristinn Halldór Einarsson, 30.12.2008 kl. 18:01
Ójú, er þetta ekki bara einkenni alls á Íslandi. Það eru greindarskertir aular við stjórn, enginn tekur ábyrgð og "skríllinn" má borga.
,,Farið í nám'', orga þau í kór, en sjá svo til þess að það sé ekki hægt, hvorki hér né annarsstaðar.
Þetta raunveruleikafyrrta hyski sem að stýrir þessu landi er bara að gera það sem þau hafa alltaf gert, og kom þessu landi á hausinn: EKKERT.
linda (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 18:04
Sammála Lindu hér fyrir ofan.
Kristín Katla Árnadóttir, 30.12.2008 kl. 18:22
Takk fyrir góða umræðu og upplýsingar öll.
Hleri: Gaman að sjá þig helvítið þitt og ég vona að þú eigir yndislegt ár og byrjir á að brjóta á þér báðar lappirnar.
Múha.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.12.2008 kl. 18:29
Hverslags geðvonska er þetta kerling. Og ég sem hélt að þú værir aumingjagóð! Annars leiðis mér aumingjagangurinn í þér og fleirum sem hér tjá sig. Nær væri að þakka útrásarprinsunum fyrir 10-12 góð ár í alsnægtum og vellystingum eins og flestir landsmenn hafa fengið að njóta. Hættu þessu væli og farðu að njóta lífsins....þetta styttist dag frá degi.
Hlerinn (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 20:37
Ætli Kópavogurinn sé með Gunnarzgleði í dag fyrir að eiga því láni að fagna að hafa fóstrað 'Hlerann' ?
Skil nú bara ekkert í honum Geira vini mínum að hafa opnað þarna liztdansklúbb...
Annarz eru þetta Guðjónar & við erum öznur ...
Steingrímur Helgason, 30.12.2008 kl. 21:07
Munið þið ekki eftir þáttunum "Já ráðherra" Akkúrat það sem er að gerast í þessu þjóðfélagi. Ráðuneytisstjórar, formenn stjórna í ýmiskonar batteríum ætla að stjórna ferðinni. Gunnar Birgisson er einn af þeim, hefur örugglega aldrei þurft að fara svangur í rúm sitt að kveldi. Þykist vita allt og geta allt. Ætla ekki að skrifa hér allt sem mér dettur í hug um þann mann.
Ætlaði að hundsa Hlerinn sem skrifar hér á undan mér en get ekki staðist mátið. Ég og mín börn höfum ekki notið góðs af neinu af því sem þessir blessuðu útrásarvíkingar og stjórnvöld hafa staðið fyrir á síðustu árum. Hef þurft að berjast á leigumarkaði síðustu ár og ekki var það nú gæfulegt. Hef haft það af að koma börnum mínum ágætlega til manns en ekki hefur það verið þessu blessaða pakki að þakka heldur eingöngu vinnusemi barna minna og metnaði. Frábið mér þess vegna að lesa og hlusta á svona lið sem greinilega hefur legið á spena þessa liðs í öll þessi ár, hefur fengið viðvaranir í tíma (eins og ég hef frá fyrstu hendi að einhverjir hafa fengið) og skotið sínu í öruggt skjól. Ekki þurfti ég að hafa áhyggjur af því að tapa ævisparnaðinum, hann var enginn. Fór allur í að reyna að skrimta og koma börnum mínum til mennta. Ætla að hætta núna áður en ég segi eitthvað verulega ljótt.
Eigið góða nótt og gleðilegt nýtt ár.
Helga Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 21:10
Helga: Þú ert flott.
Hleri: Vertu úti og brjóttu á þér báða fætur og hlýddu.
Takk öll fyrir innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.12.2008 kl. 23:01
Takk fyrir Jenný.
Held að það sé kominn tími fyrir venjulegt fólk að tjá sig á blogginu. Við erum ekki öll þátttakndur í sukkinu sem átti sér stað síðustu ár.
Helga Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 00:13
Helga: Ég gæti ekki verið meira sammála.
Það erum ekki við venjulegur almenningur sem eigum þarna sök og það er heldur ekkert réttlæti í því að við skulum svo eiga að pikka upp nótuna eftir svínin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.12.2008 kl. 00:39
Zteini: Þú ert svo lúmskt fyndinn að ég var að tryllast úr hlátri fyrst núna.
Arg, auðvitað er helvítis Hlerinn úr Kópavogi. Hvað annað.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.12.2008 kl. 00:40
Heyrið mig ... engin svona önugheit út í Kópavog, það er ekki Kópavogi að kenna að karlinn flytti hingað í kringum 1990. Hér VAR einstaklega gott að búa ... og hana nú! Hlerinn er auðvitað úr Kópavogi, hann má alveg hafa sínar skoðanir en mér finnst hann full dónalegur, svona fyrir minn smekk.
Jenný, ég er alveg sammála þér, neyðarlán þinn og minn afturendi! Gott ef við getum ekki bætt afturendunum á Gunnari og Hleranum við líka og þá erum við sko að tala um AFTURENDA. Ekki kenna samt Kópavogi um, það væri bara að hengja bakara fyrir smið, skjóta sendiboðann og svo framvegis!
Eigðu góð áramót! Knús á alla ljúflinga um jól og áramót (og líka Hlerann)
Ingibjörg Hinriksdóttir, 31.12.2008 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.