Leita í fréttum mbl.is

Villingarnir mínir

 jólagjöf

Það er þetta með að skila gjöfum.  Ekki mín sterkasta hlið.

Nú nema að ég fái fleiri en eina af sama hlutnum.  Þá stekk ég til og skipti.

Jólagjafir eru hins vegar viðkvæmt mál hjá mér, mér þykir svo vænt um þær vegna gefendanna.

Mér finnst eins og ég sé að vanþakklátt kvikindi ef ég fer og skila einhverju af því mér líkar ekki litur, áferð, tegund eða yfirhöfuð smekkur viðkomandi.

Þá er ég að segja; Rosalega ertu með auman smekk kæri gefandi.  Þú átt ekki að gefa hluti, þú átt að gefa gjafabréf.

En það er öðruvísi með bækur, þeim má skila.  Enda gaf ég eintómar bækur í ár svo allir gætu gert það sem þeir vildu með pakkana án þess að finnast þeir móðga mig.

Ég á einn náinn ættingja sem ég ætla ekki að skilgreina frekar og þegar ég hringdi í viðkomandi að morgni jóladags og var búin að þakka fyrir mig, spjalla um veðrið, jólamatinn, pólitík, ættingja á austur- og suðurlandi, möguleika bílaiðnaðarins í kreppunni, gæði jólahangikjötsins, líkur á vatnsþurrð á komandi árþúsundum, mögulegar kosningar á árinu, gæði ákveðinna kaffibauna og ljósleiðaralögn héðan og til Galapagoseyja gat ég ekki beðið lengur og spurði viðkomandi hvað honum hafi fundist um bókina sem hann fékk frá mér.

Ættingi: Ég hef engan áhuga á að lesa bók eftir þennan höfund.  Hann er á stöðugri sjálfshátíð og alltaf að segja frá sömu hlutunum og í leið hversu æðislegur hann er.

En hvernig fannst þér bókin sem ég gaf maka þínum?

Ættingi: Ekki skárri, hún fer beint í Eymundsson hvar henni verður skipt.  Okkur líst ekkert á hana.

Þessi ættingi minn hlýtur krúttverðlaun ársins.  Þvílík sannleiksdúlla og gleðigjafi.  Ég sagði honum það og það krimti í honum, alveg: Hehehe þú spurðir.

En í ár fékk ég bara hluti sem mig langaði í.

Jakka, sjal, tvennar peysur, maskara, handklæði, ullarsokka alveg þrælflotta og fleira sem upp verður talið seinna.

Falalalalala og nú er úti ævintýri.

Hangið góð á jólunum villingarnir ykkar ég er að blogga til að halda ykkur gangandi.

Ég er fokkings móðir Theresa bloggheima, égsverða.

 


mbl.is Jólagjöfum skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilega hátið elskulega Jenný mín :)  Mikið er ég nú búin að sakna þín.

Knús í hús í klessu 

GuðrúnB

Guðrún B. (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 16:45

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Jólakvitt og ljúfar kveðjur:):):):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.12.2008 kl. 19:31

3 identicon

Gleðilega hátíð elskuleg !

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 19:31

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eins og svo oft áður er ég innilega sammála þér Jenný mín, við erum örugglega systur einhverstaðar langt aftur í rassgati..... eða þannig.  Eitt er alveg á hreinu, ég mun aldrei og það með stórum stöfum spyrja þig hvað þér finnst um sögurnar mínar hehehehe... því ég veit alveg hvað þér finnst, og það er bara allt í lagi, en mikið þykir mér vænt um þig, og næst þegar ég spái í að hitta þig, tek ég ekki nei fyrir svar eins og síðast, þó fallega væri farið að því  Þú er líka dúlla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2008 kl. 20:07

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góða kvöldið.  Sammála með þessar gjafir, gef ekki krökkunum snitti án þess að spyrja þau áður, svo er mamma bara alltaf jafn ólukkuleg með allt þannig að það er bara orðin svona jólakemmtun hjá okkur systkinum. 

Annars var ég alsæl með mínar, fékk líka peysu eins og þú og tösku og bækur, sem betur fer.  Skila engu þetta árið.  Öfunda þig smá af sokkunum, mér er alltaf svo rosalega kalt í beinunum.

Heldurðu að það sé nokkuð aldurinn ? Nei bara spyr.

Ía Jóhannsdóttir, 28.12.2008 kl. 21:46

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Aldrei skila ég mínum jólgjöfum, er eins og þú mér þykir vænt um þær

Huld S. Ringsted, 28.12.2008 kl. 22:05

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

nei segi thad sama...skila engu thótt mér finnist thær midur fallegar....bara fæ mig ekki til thess..en ok med ef madur fær tvennt af thvi sama, thá er madur løglega afsakadur...ikke??

hafdu góda viku Jenný, "you keep me going"

María Guðmundsdóttir, 28.12.2008 kl. 23:32

8 Smámynd: Ragnheiður

ég þarf að skila í fyrsta sinn á æfinni held ég bara, fékk tvennt af þessu og þarf ekki nema eitt svona

Ragnheiður , 28.12.2008 kl. 23:42

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Miklu skemmtilegri en Mama Theresa

Ég fékk svona skósokka....æi þú veist hvað ég meina

Sigrún Jónsdóttir, 29.12.2008 kl. 00:11

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hreinlega esssska ykkur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.12.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband