Laugardagur, 27. desember 2008
Morðingjar
Í dag myrtu Ísrealar að minnsta kosti 195 Palestínumenn og særðu yfir 300 með þróuðum morðtólum sínum sem þeim er látið í té af Bandaríkjamönnum.
Bölvaðir morðingjar segi ég og ég meina það.
Þeir ætla að fara að kjósa í Ísreal og þá er þetta vinsælt stönt að uppræta Hamassamtökin en drepa saklaust fólk í hundraða tali.
Ég reikna með að íslensk stjórnvöld standi upp frá jólaborðinu og mótmæli kröftuglega.
Eða er þetta morðæði Ísraelsmanna í sömu kategóríu og morðin í Írak?
Í stríðinu sem við erum þátttakendur í?
Svona allt í lagi gjörningur af því Bandaríkjamenn hafa velþóknun á?
195 látnir, yfir 300 særðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
En Jenný mín..Þetta eru svoddan öðlingar þessir elsku Ísraelsmenn.. Ég meina... það að þeim hafi verið misþyrmt í WWII fyrir einhverjum áratugum hlýtur að réttlæta svonalagað. Aumingja Ísraelsmenn. Ég tala nú ekki um þegar vondu handklæðahausanir skjóta rakettum að þeim þannig að sturtan (í boði vatnslausra Palestínumanna) þeirra verður að bíða þann daginn.
(fyrir þá sem skilja ekki kaldhæðni: Já ég er að nota það apparat í þessu commenti)
Gunnar Pétursson, 27.12.2008 kl. 17:20
Ég er þér algerlega sammála. Tjáði mig reyndar eitthvað um þetta við lítin fögnuð sumra.
Víðir Benediktsson, 27.12.2008 kl. 17:26
Forsetahjónin á næsta flug til Ísrael
Nú þarf Ólafur Ragnar Grímsson annaðhvort að rýma Bessastaði og hleypa friðarsinnum í stól forseta, eða taka upp annarsskonar útrás.
Ef einhver smá samkennd er í forsetanum með því fólki sem nú er að missa sína nánustu og heimili sín í Palestínu, þá auðvitað tekur hann sína frú í hönd á næsta flug til Ísrael. Ræðir þar við ráðamenn um þeirra illráðnu aðgerðir og kynnir aðrar og friðsamlegri leiðir. T.d. hugmynd Friðar 2000 um Alþingi Jerúsalem.
Ég hef ítrekað, í meira en áratug, reynt að vekja athygli forseta Íslands og nú síðast einnig forsetafrú Íslands á nauðsyn þess að þau nýti aðstöðu sína og áhrifamátt forsetaembættisins til að leggja sitt af mörkum til að leysa ófriðarbálið í Mið-Austurlöndum og kynna þar nýja hugmyndafræði. Hvorugt þeirra svarar erindum mínum.
Eiginkona forsetans er af gyðingaættum og fjölskyldan býr meira og inna í Ísrael. Hún er því hugsanlega í betri aðstöðu en margur annar að beita sér í þessu máli, ef hún bara gæti litið uppúr glingursteina viðskiptum sínum og látið af trylltum dansi sínum um gullkálfinn. Það er óhugnarlegt hvernig fjölskyldan á Bessastöðum hefur verið virkur þátttakandi í fjárglæfrunum og kennitöluflakkinu sem setti Ísland á hausinn.
Hér er bréf sem ég sendi Frú Dorrit Mousaieff þann 23 júní s.l.:
Frú Dorrit Mousaieff
Bessastöðum. - FAX: 5624802
Lykillinn er í yðar höndum
23. júní 2008
Æruverðuga forsetafrú,
Um árabil hef ég kynnt Íslensku þjóðinni hugmyndir að því hvernig
embætti Forseta Íslands gæti verið lykillinn að breyttum áherslum í
alþjóðamálum og valdið straumhvörfum í friðarmálum með því að kynna
nýjar og breyttar áherslur í alþjóðamálum. Mig langar að kynna yður
þessar hugmyndir þar sem ég tel að þér haldið nú um þennan lykil.
Ég hef í meira en 12 ár séð það fyrir, að ástandið í Mið Austurlöndum
þróaðist í mun víðtækara styrjaldarástand með hruni alþjóðlegra
fjármálamarkaða og yfirvofandi heimskreppu. Jafnvel mögulegri 3ju
heimsstyrjöldinni á næstu árum. Heimurinn er nú þegar að sjá upphafið
af þessu með ört hækkandi olíuverði, hruni peningastofnanna og
fjármálamarkaða, aukinni spennu milli trúarbragða og fleira.
Mið Austurlönd eru í dag eins og púðurtunna sem getur sprungið
hvenær sem er af minnsta tilefni, með þeim gífurlegum afleiðingum,
sundrungu meðal þjóða heims og enn frekari hernaðaruppbyggingu milli
austurs og vesturs. Mögulegt er, að stórþjóðir í austri myndu styðja
islamskar arabaþjóðir gegn vesturlöndum í slíkum átökum.
Ef við leyfum málum að þróast til stríðs verður erfitt að snúa til baka.
Hætta er á notkun kjarnorkuvopna. Stríð gæti kostað tugi milljónir
mannslífa og orðið til að útrýma þjóðlífi okkar og menningu.
Nýlegar yfirlýsingar frá Ísrael og fréttir af hernaðaræfingum valda miklum
áhyggjum. Enginn getur spáð fyrir um afleiðingarnar ef Ísrael gerir
loftárásir á Íran. Raunveruleg hætta er á að slík árás myndi kveikja í
púðrinu og koma allri heimsbyggðinni í uppnám á stuttum tíma. Líkleg
fyrstu viðbrögð eru hrun á fjármálamörkuðum vegna snarhækkunar olíu
og margföldun hryðjuverka. Í framhaldinu sundrung þjóða og
hernaðarleg blokkamyndun sem þróast til heimsstyrjaldar m.a. undir
formerkjum trúarbragðastríðs milli islam og kristinna manna.
Við getum ekki leyft málum að þróast í þessa átt án þess að gera allt
sem í okkar valdi stendur til að beina orkunni í Mið Austurlöndum til
friðar og velsældar í stað styrjaldar og upplausnar. Með höfðun til
uppruna yðar í Ísrael og núverandi þjóðfélagsstöðu á Íslandi, teljum við
hjá Friði 2000 að þér séuð í lykilstöðu til að koma á viðræðum við Ísrael
og bera fram hugmyndafræði Friðar 2000 til lausnar á vandamálunum.
Friður 2000 býður fram aðstoð við verkefnið, m.a. þróun og framsetningu
hugmyndafræðinnar. Við biðjum yður að nota þá sérstöku aðstöðu sem
þér hafið á Bessastöðum til að virkja embættið og Forseta Íslands til að
reyna að afstýra stærsta menningarslysi mannkynssögunnar.
Virðingarfyllst,
Alþjóðastofnunin Friður 2000
Ástþór Magnússon
Ástþór Magnússon Wium, 27.12.2008 kl. 17:29
Ástþór: Ekki misnota síðuna mína í þessari fáránlegu herferð þinni á hendur ákvðnum fjölmiðli svo og embætti.
Gunnar: Ég er enginn gyðingahatari og einn af skelfilegri glæpum síðari tíma er helförin.
Þessi skoðun mín hefur ekki með almenning í þessum löndum að gera heldur beinist reiði mín að stjórnvöldum í Ísrael sem haga sér eins og Atli Húnakonungur með dyggri hjálp USA.
Víðir: Kíki á það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2008 kl. 17:35
Jenný, ekki vera svona vond við Ástþór.
Hann á skýlausan rétt á að fá að tjá sig og vera þar sem honum sýnist með hvern þann boðskap sem honum sýnist. Það finnst honum a.m.k. sjálfum.
Ég skil alls ekki af hverju geðdeildin vildi ekki athuga hann þarna um árið eins og hann bað sjálfur um. Ég tel að Ástþór eigi skýlausa kröfu á að láta geðdeildina athuga sig aftur... og aftur...
Haukur Nikulásson, 27.12.2008 kl. 17:46
Ísraelsmenn hafa fyrir löngu fyrirgert rétti sínum til samúðar með meðferð sinni á Palestínumönnum!
Hrönn Sigurðardóttir, 27.12.2008 kl. 19:42
Hérna má bæta við pælingu um umsókn Íslands um aðild að Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna.....
Nú hafa Líbýu menn farið fram á auka fund í Öryggisráðinu, út af framkomu Ísraelsmanna á Gaza. Jú, jú, fundurinn verður svosem haldinn, en hvað svo? Verður samþykkt einhver ályktun móti Ísraelum? Nei. Bandaríkjamenn munu koma í veg fyrir það, eins og venjulega.
Hefðum við Íslendingar getað eitthvað breytt, eða lagt okkar til málanna í Öryggisráðinu? Nei. Það hefði verið valtað yfir okkur líka, af þeirri einföldu ástæðu, að það eru 5 (fimm) þjóðir, sem hver um sig getur sagt "nei", og þá falla mál niður. Búið, punktur, basta.
Og hver er svo niðurstaðan hjá mér? Hmm... Sennilega það að fólk (alls staðar, í Ísrael, á Gaza... jafnvel hér á landi ísa....) á að haga sér eins og fólk... hvar sem það er. Alltaf að hafa gullnu regluna í huga, bæði jákvæðu útgáfuna, og eins neikvæðu útgáfuna, og hegða sér í samræmi við hana. Já, íslensk stjórnvöld líka.
Jákvæða útgáfan af gullnu reglunni er sú sem við þekkjum daglega sem gullna reglan: "Gjörðu öðrum það sem þú vilt að þeir gjöri þér"
Neikvæða útgáfa (eitthvað sem færri kannast við, en er að mínu mati alveg jafnmikilvæg og sú jákvæða) er: "EKKI gjöra öðru það sem þú vilt EKKI að þeir gjöri þér."
Og hana nú.
Einar Indriðason, 27.12.2008 kl. 19:44
Ég er sammála þér Jenný - það var hræðilegt að hlusta á þessar fréttir. Ísraelsmenn haga sér eins og ótíndur glæpalýður.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 27.12.2008 kl. 20:11
Djöfuls minnimáttarkenndin í Ísraelum!
Edda Agnarsdóttir, 27.12.2008 kl. 20:21
Las ég ekki sömu frétt í mogganum fyrir 40 árum síðan, & nokk reglulega síðan þá ?
Steingrímur Helgason, 27.12.2008 kl. 21:04
Ísraelar lokuðu lokuðu fyrir vatn, rafmagn, lyf og matvæli til Gaza. Fjöldi manna lifir í sárri neyð vegna þessa. Svo, þegar alþjóðasamfélagið á í vök að verjast vegna efnahagsástandsins, þá notfæra þeir sér sinn yfirburða hernaðarmátt til fjöldamorða. Þetta hefur ekkert með hernað að gera. Köllum hlutina sínum réttu nöfnum. Þetta er fjöldamorð, holocaust, útrýming á saklausu fólki, og nokkrum fólum. Ísraelsmönnum mun á endanum takast ætlunarverk sitt, að útrýma Palestínumönnum og sölsa undir sig land þeirra. Það er skömm að þessu.
Karl Pálsson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 21:24
Karl: Þú hefur töluvert mikið til þíns máls. Takk fyrir þetta.
Zteini: Því miður þá er mannkynið stöðugt að endurtaka mistök.
Edda: Ísraelar keyra enn á samviskubiti heimsins sem varð til vegna þess að enginn lyfti litla fingri þeim til bjargar í helförinni. Þeir haga sér eins og brjálaðir menn og komast upp með það.
Ólína: Þetta er skelfilegt ástand. Reyndar er ISG búin að fordæma þetta sá ég í fréttum og er það vel.
Takk Einar fyrir þitt framlag í umræðuna.
Hrönn: Algjörlega sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2008 kl. 21:36
Haukur: Góður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2008 kl. 21:36
Haukur er já hljómborðsleikari góður Jenný mín!
ER honum líka sammála um að þú og aðrir edigi ekki að vera vond við Ástþór, hann hefur margt til síns ágætis fékk til dæmis viðurkenningu frá sjálfum clinton,sem vi fáum nú ekki!
En Ísraelsmenn eru ljótir á tánum, það er nú flestum ljóst!
Magnús Geir Guðmundsson, 27.12.2008 kl. 23:10
Ég skrifaði nú nákvæmlega ekkert hér um einhvern fjölmiðil. Ég er heldur ekki í neinni herferð gegn forsetaembættinu, það er mikill misskilningu hjá þér.
Þvert á móti vil ég að forseti Íslands gerist boðberi friðar á alþjóðavettvangi. Ertu ósammála því sjónarmiði?
Í augnarblikinu ætti það að vera kjörið tækifæri fyrir forsetahjónin bæði að taka á þessu máli fyrir okkur í Mið Austurlöndum, sérstaklega þar sem ætla má að forsetafrúin gæti haft greiðari aðgang að ráðamönnum í Ísrael en margur annar.
Hversvegna skorar þú ekki bara sjálf með þínum hætti á forsetahjónin að gera eitthvað í málinu ef þú virkilega meinar það að þetta séu morðingjar þarna í Ísrael. Þú kemur ekki friði á þarna eða stöðvar morðin bara með bloggskrifum hér, ég er viss um að meira þarf til.
Ástþór Magnússon Wium, 28.12.2008 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.