Leita í fréttum mbl.is

Með mann í hjartanu

jenný sefur 

Sara yngsta dóttir mín er með fjölskyldunni sinni hjá tengdaforeldrum í Svíþjóð eins og ég hef sagt frá hér á síðunni.

Fyrir jól spurði Jenný Una mömmu sína um Jesú.  En dætur mínar hafa lítið verið að troða trúarbrögðum í börnin sín og látið nægja að kenna þeim að vera góðar manneskjur.

Jenný: Mamma hver er Jesús?

Sara: Hann er sonur Guðs og Guð er allt sem er gott í heiminum.  Jesú á afmæli á jólunum.

Jenný: Ekki 30. desember eins og ég. Hvar á Jesú heima?

Sara: Jesús er ekki alvöru maður en sumir segja að hann hafi einu sinni verið til og sé núna í hjartanu á fólki. (Sara í töluverðum erfiðleikum með að útskýra goðsögnina fyrir barninu).

Jenný: Ég vil ekkert hafa Jesús inni í hjartanu mínu, það er lítið og hann getur alveg verið heima hjá pabbasín bara.

Sara: (Eyðir hjartaumræðunni); Jesús á afmæli á jólunum og þess vegna fá allir gjafir.

Jenný Una (sáttfús): Jesús má vera í hjartanu mínu á afmælinu sínu en svo á hann að fara heim til sín, pabbi hans getir keypt rúm´handonum.

Guð minn góður, hvernig er hægt að ætlast til þess að börn læri hvað er raunverulegt og hvað ekki?

Hvað er andlegt og hvað er áþreifanlegt?

Í morgun sagði sú sem gerði Jesú brottrækan úr eigin líffæri við mig í símanum að hún "elskar mig och saknar mig jättemycket".

Sko.. when in Rome

Jabb í Sverige bregður maður fyrir sig tungumáli innfæddra, það er ekkert flóknara en það.

Ef börn eru ekki á við heilan Ésús þá er ég illa svikin.

Sjáumst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þessi stelpa er algjör milljón ... eins og amman!

Ég þarf að fara að hlaða niður barnabörnum, kominn tími á það.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.12.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Brynja skordal

já það er mikið verið að spá í hlutina hjá litlu krílunum yndisleg hún nafna þín ekkert sem toppar ömmu og afa kríli

Brynja skordal, 27.12.2008 kl. 14:58

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

krúttflog.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.12.2008 kl. 15:47

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sara er auðsýnilega með á réttum stað og Jenný Una er gullmoli

Sigrún Jónsdóttir, 27.12.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband