Föstudagur, 26. desember 2008
"Stétt með stétt" verði "stétt undir stétt"
Ég fékk hugljómun í kvöld þegar ég sá Geir Haarde segja að sjúklingar geti staðið undir þeirri gjaldtöku sem hann ætlar að skella á þá til að næla sér í þrjúhundruð millur eða svo.
Flestir sjúklingar eru sko ekki veikir í grunninn nebblilega, segir Geir.
(Alveg eins og við í Háskólabíó á dögunum vorum ekki þjóðin skv. ISG.)
Fyrir utan mína hefðbundnu hugsun sem alltaf slær mig í höfuðið er ég ber forsætisráðherrann augum og er: "Gvöð hvað maðurinn er mikill dúllurass", þá gerði ég hér heljarinnar uppgötvun sem breytir lífi mínu varanlega.
Allt í einu skildi ég hvað Sjálfstæðisflokkurinn meinar með einum af uppáhaldsfrösunum sínum"Stétt með stétt"!
Mér fannst þetta alltaf vera innantómur byljandi þangað til að nú á jólum ég skildi.
Auðvitað á flokkurinn við að öreigastéttin búi í haginn fyrir yfirstéttina eða haldi henni gangandi svo að segja.
Eiginlega ætti að umorða frasann. Inntak hans er nefnilega: Stétt undir stétt.
Djöfull sem ég er sein að fatta.
Ég sé veika fólkið alveg brosa hringinn yfir að fá að leggja sitt af mörkum þegar það fer til læknis.
Það mun borga og brosa.
Að því sögðu þá ætla ég að leyfa mér að segja nákvæmlega það sem mér finnst um þetta nýjasta útspil Geir Haarde sem ekkert aumt má sjá, blessaður maðurinn.
Mér finnst að hann eigi að hafa þá skömm í sálu að halda kjafti og láta norska hermanninn tala fyrir sig og láta hann terrorisera þá sem veikir eru og í þörf fyrir sinn skerf af samneyslunni, þ.e. ef það þarf yfirhöfuð eitthvað að vera að tjá sig.
Geir og hans samverkamenn hafa nefnilega sýnt töluverða hæfni í að þegja og yfirleitt þegar það er gjörsamlega óviðunandi.
Það er ekki á íslenska þjóð meira leggjandi í bili. Kolruglaðir stjórnmálamenn eiga að þekkja hvenær komið er nóg.
Stétt með stétt minn andskotans afturendi og guð veri með ykkur.
Standa undir gjaldtöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Hneyksli, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 7
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 2987157
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Það er meinið....kolruglaðir stjórnmálamenn vita EKKI hvenær komið er nóg
Annars....vel að orði komist
Sigrún Jónsdóttir, 26.12.2008 kl. 22:36
Hvaða lífselexír fékk Geir um jólin? Hef ekki séð fréttina en er ekki alveg komið nóg af þessu andsk... bulli frá þessum háu herrum og frúm.
Ía Jóhannsdóttir, 26.12.2008 kl. 22:41
Ía: Fréttin er viðtengd blogginu en ég er sammála þér, geta jólin ekki fengið að líða án þessa andskotans áreitis.
Sigrún: Góð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.12.2008 kl. 22:49
Veit ekki í hvaða sýndarveruleikafirringu sumir menn búa í. Fyrir stuttu síðan fór ég með veikan láglaunamann upp á slysó. Ástæðan var einfaldlega að þessi einstaklingur átti ekki fyrir komugjaldi og vék sér undan að viðurkenna þá staðreynd.
Fjöldi einstakling sem berst nú í bökkum vex hröðum skrefum. Einhvernvegin minna þessi staðhæfing Geirs nú á fleyg orð forvera hans um þá sem stóðu í biðröð eftir matarhjálp.
Verk sumra manna lifa lengi, skömm annarra lifir jafnvel lengur.
Pirraður (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 22:58
Takk pirraður. Þú ert með þetta right on the money.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.12.2008 kl. 23:09
Mikið hryllilega er forsætis..veruleikafirrtur.
Ef við gætum bara sett hann á verkamannalaun svo hann kynntist íslenskum veruleika.
Hann ætti bara að prófa að veikjast, glíma við kerfið, Tryggingarstofnun og allt heila klabbið - og vera no name í þeirri glímunni - ekki einhver forréttindabjálfi sem stjanað væri við.
Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 23:16
Já þetta lið er kolruglað, og verður að takast á við það, þegar við komum þeim í burtu á nýju ári.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 23:19
Það er löngu ljóst að þegar Geir segir eitthvað þá er það gagnstæða sem er í gangi...
Hér höfum við augljóslega mann og ríkisstjórn sem er með ímyndaðan veruleika um stöðu almennings.. svo ég tali ekki um sjúklinga, öryrkja, aldraða bla.
Þessi sami hópur lifði einmitt í einhverri fantasíu um að allt væri í lagi á íslandi bara fyrir nokkrum mánuðum... þau ætluðu sko að bjarga bönkunum og alles ef svo ferlega ólíklega vildi til að þeir yrðu fyrir höggum frá erlendum illmennum og gróðabröskurum.
Þau gengu um með sprenguna í rassvasanum mánuðum saman, viðvörunarbjöllur hringdu um allt, fólk hrópaði á þau, en þau skelltu sér bara á snobbfundi með einkaþotum og sögðu allt vera í lagi, við ættum að einbeita okkur að öryggisóráðinu og annarri heimspólitík sem væri sniðugt fyrir litla stjórnmálamenn frá Íslandi....
Meira að segja þegar Geir sá sprengjuna þá sagði hann samt allt vera í góðu lagi.... .að var ekki fyrr en allt var sprungið í loft upp að Geir sagði að hugsanlega væri eitthvað smotterí í gangi sem væri aðallega erlendum aðilum að kenna.
So far hefur einn maður verið handtekin og tekin til ábyrgðar fyrir að flagga fána á vitleysingahælinu við austurvöll.... nú eru sjúklingar látlir taka á sig ábyrgð líka, gerendur í floppi íslands hafa ekki séð neina ástæðu til þess að athuga sinn gang nema þá með því að ættingjar þeirra sjáflra skoði þá, faðir skoði son og svona er ekki áhyggjuefni segir BB sjálfur (Vondur pabbi kannski )
Það er eiginlega allt eins og það var nema að þeir blönku hafa orðið enn blankari
Ef rikisstjórnin væri fótboltalið þá væri búið að reka alla úr liðinu með skömm, þjálfara og alla dómara sem hafa dæmi í leikjum þess líka... liðið yrði lagt niður og heimavelli þess breytt í bílastæði.
DoctorE (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 23:39
Já mikið djö.... er þetta lið ruglað. Hvar enda þessi ósköp?.......
, 27.12.2008 kl. 00:13
Að þekkja sinn vitjunartíma er eitthvað sem stjórnin veit ekki hvað er. Burt með spillingarliðið.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.12.2008 kl. 00:20
Stétt gegn stétt! Það er eina leiðin.
Björgvin R. Leifsson, 27.12.2008 kl. 00:55
Nú ætla ég að vera kurteis og segja bara: vanviti þessi maður.....
Jónína Dúadóttir, 27.12.2008 kl. 08:56
... er þessi maður...
Jónína Dúadóttir, 27.12.2008 kl. 08:58
Hvernig ætli hann flokki sjúklinga í grunninn ? .. Ætli mar sé búinn að vera að borga fyrir einhverja fjárans ímyndunarveiki og láta skera sig sundur og saman og vera svo bara enginn sjúklingur í grunninn? .. hmmm....
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.12.2008 kl. 09:41
Þasð er löngu vitað að lengi mun þetta ástand versna þar til það batnar. Hinbs vegar mun ekkert batna..bara versna með þesa vitleysinga viðs tjórn svo nú er lag að mæta og mótmæla í dag klukkan 15.00 á Austurvelli. Nú verður gefið í og engin grið gefin enda jólin að verða búin og tímabært að setja í gírinn.
Þetta eru náttla engir alvöru stjórnmálamenn í grunninn sem eru að klúðar öllu hér..ha??
Við bara verðum að koma þessu liði frá áður en það gerir enn meiri skaða og gengur endanlega frá þessari þjó'ð.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.12.2008 kl. 10:33
Þettað heitir að sparka í liggjandi (veikt) fólk ekki satt ! Burtu með þettað pakk sem hlustar ekki á okkur. Hvað halda þeir eiginlega að þeir séu. Þeir halda að fólkið í landinu séu fífl ! En þeir eiga eftir að fá að sjá annað við fólkið erum að rísa upp og segjum hingað og ekki lengra burtu með spillinguna !!!
Ólöf Sigríður Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 11:32
Æi, nú verð ég að hætta sportinu mínu sem er að bíða á biðstofum lækna sem segja mér sitt hvorn hlutinn. Og borga og brosa fyrir. Ég sem var að hugsa um að láta taka af mér hægri fótinn sem er bara svona upp á sportið. Hann er ónýtur hvort eð er.
Fín jólagjöf eða hitt þá heldur.
Rut Sumarliðadóttir, 27.12.2008 kl. 12:14
Mjög góðar fréttir hjá honum eða hitt og heldur hvers eigum við að gjalda svei þetta fók ætti að skammast sín verðum við ekki að borga nóg. Ég er mjög reið yfir orðum Geirs.
Kristín Katla Árnadóttir, 27.12.2008 kl. 13:32
Nú eiga vel við orð frelsarans
"Fyrirgef þeim faðir því þeir vita ekki hvað þeir gjöra"
Gleðileg Jól og farsælt komandi ár
Jón (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.