Föstudagur, 26. desember 2008
Dauðinn á annan í jólum
Hér á kærleiks hafa umræðuefnin aldrei verið eftir bókinni.
Þá á ég við að við ræðum ekki um Jesú á jólunum, Júdas á páskunum og Guð í öllum tilfellum.
Við ræðum allan fjandann á hátíðum jafnt sem rúmhelgum.
Í morgun breyttum við auðvitað ekki út af vananum.
Við sátum við morgunverðarborðið þegar minn heittelskaði spurði varfærnislega en samt með ákveðnum "það er ekki seinna vænna" undirtón, hvort ég væri hrædd við dauðann.
Ég setti mig í stellingar og ætlaði að koma með mitt venjulega búllsjitt um að ég væri ekki hrædd við dauðann og ladídadída af því það er svo þroskað en ákvað að bregða út af vananum í dauðadeildinni og segja satt og rétt frá.
Ég: Já, lafandi hrædd og það er vegna þess að ég veit ekkert hvort ég meiði mig, hvort ég verð skelfingu lostin eða bara kúl á því af því ég sé himnafeðga eða aðrar guðlegar verur við rúmgaflinn.
Hann: Af hverju gefur þú þér að þú deyir í rúminu?
Ég: Af því ég á það skilið að deyja rólega, ég er alveg búin með minn skammt af bömmerum (fórnarlambið) og ég vil fá að deyja máluð um augun með flottar strípur og langar neglur.
Hann: Hvað ætlar þú að láta gera við afganginn? Ég ætla að láta brenna mig, fara beint til Valhallar og hafa fönn með guðunum.
Ég: Ég veit það ekki. Sko ef það er ekkert eftir dauðann þá er mér slétt sama hvort ég verð brennd eða grafin en ef ég veit af mér og verð komin í hvítan kufl með vængi þá vil ég örugglega ekki horfa á sjálfri mér inn í líkbrennsluofninn.
Hann: Af hverju? Ég meina er hvorutveggja ekki gjörsamlega óásættanlegt? Er dauðinn ekki fullkomlega óásættanlegur. Hvern er maður að blekkja? Hver vill deyja? Ha?
Ég: Æi hættu að tala maður. Þú ert í þann mund að eyðileggja fyrir mér daginn.
Spurningamerkið sem ég giftist fór sáttur í vinnuna. Búinn að tala bömmerinn yfir á mig.
Urr á jólunum.
Rosalega er maður hræddur við dauðann.
Ég held að í mínu tilfelli sé það af því ég er kontrólfrík.
Er miðill eða eitthvað á lausu?
Einhver?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
heheheeheh fólk kommentar ekki einu sinni - það er svo hrætt við dauðann!!
Komdu bara til mín - ég skal segja þér allt sem þú vildir vita en varst of hrædd til að spyrja.........
....eða bíddu, var þessi frasi um kynlíf? Því ef svo er þá veit ég ekkert
Hrönn Sigurðardóttir, 26.12.2008 kl. 16:37
ég held að það sé nokkuð ljóst að þó við hverfum úr þessu lífi, þá tekur bara við næsta stig. Ég hef fengið margar sannanir fyrir mig um slíkt. En það verður eiginlega hver að finna sinn sannleika í þessu, honum er ekki hægt að troða upp á neinn. Hitt er svo annað mál, að ég held að það sé ekki efst á saknaðarlistanum að vera með máluð augun naglalökkuð eða í hreinun naríum. Heldur hvernig þú hefur komið fram við sjálfa þig og aðra í þessari tilveru. Ef þú ert sátt við sjálfa þig og aðra, þá ertu í góðum málum Jenný mín, og mér sýnist nú einmitt á þér, að þú sért þannig manneskja, hrein og bein, með stórt hjarta, ríka réttlætiskennd og umhyggju fyrir öðru fólki, það er nefnilega uppskriftin að góðu eftirlífi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 16:45
Er manni ekki para potað niður í moldina, nógu djúpt svo ekki finnist nálykt?
Þegar rekist er á gamlar grafir eru þeir þar enn sem þar voru settir niður fyrir mis mörgum árum. Svo allt tal um að við förum eitthvað, eftir að búið er að moka ofan á mann einhverjum hundruð kílóum af mold + að vera innilokaður í trékassa, er bara þvæla.
Já ef við lifum eftir dauðann er þá ekki bara næs að láta brenna sig? Ég hef brennt mig á eldspítu og það var vont, hvað þá að brenna allann skrokkinn, sem nb. á að vera lagður af stað í eitthvað ferðalag....það hlítur að vera sársaukafullt.
En hvað veit ég...........ég er enn sprell a læv...
Sverrir Einarsson, 26.12.2008 kl. 17:12
Gleðileg jól til þín og þinns dúlls.
Vona að þið séuð að verða feit og pattaraleg,þar sem það er merki um vankrappu og ég vona svo sannarlega að það sé vankreppa hjá þér.
Knús og kossar.
Hulla Dan, 26.12.2008 kl. 17:13
mér finnst einhvern veginn að það sem verður verður, og þýðir lítið að velta sér upp úr því :D
En held ég vilji láta brenna mig...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.12.2008 kl. 17:25
Það er að mínu mati algerlega nauðsynlegt að vera búinn að leggja einhverjar línur fyrir aðstandernurna að fara eftir þegar maður er allur. En það er nú kannski bara af því að ég er svoddan kontrólfrík
, 26.12.2008 kl. 18:30
Ég er ekki hræddur við dauðann.. hugsa faktískt ekkert um hann, þegar hann svo loks kemur þá veit maður ekkert, so no worries :)
Ef ég þvinga mig í að pæla í þessu þá myndi maður helst vona að maður nái að sjá börnin vaxa úr grasi og höndla lífið sæmilega.
Það er ekkert annað stig Ásthildur, hvaða sannanir hefur þú fyrir því að það sé annað stig?
Sögur, tilfinnining eða whatever er ekki sönnun á neinu.
Við endum í endurvinnslu náttúrunnar... fólk ætti að spá í því að gefa líkama sinn til þess að hjálpa öðrum í stað þess að láta grafa allt klappið eða brenna, það er gott markmið.
DoctorE (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 18:44
já held ad flestir hrædist nú daudann.. ég hrædist helst tilhugsunina um ad vera grafin oní jørdu..skítt med ad ég viti ekkert af thvi thegar thar ad kemur.
Hid besta mál ad hirda úr manni thad sem nýtanlegt er ødrum til bjargar...en svo i minu tilfelli...brenna rest takk.!
hafdu góda helgi Jenný
María Guðmundsdóttir, 26.12.2008 kl. 18:48
Dr. E ég var að segja að það væri ekki hægt að trúa slíku nema með sjálfum sér. Ég veit fyrir mína parta að það er líf eftir minn dag hér. En ég get ekki sannað það fyrir öðrum. Veit bara það sem fyrir mig hefur komið, og þær sannanir sem mitt fólk, sem farið er héðan hefur viðhaft til að sanna fyrir mér tilvist sína á öðru tilverusviði. En það gengur bara fyrir mig ekki aðra. En geta ef til vill vakið hjá sumum von um að slíkt geti verið. Meira get ég ekki sagt um þetta. En ég hef mínar fullgildu sannanir fyrir öðru tilverustigi. Og ekki bara einu heldur mörgum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 19:37
Þú getur ekki sagst vita þetta Ásthildur... von er réttara orð.
Einhverjar upplifanir segja akkúrat ekki neitt... ég gæti þess vegna haldið að ég væri Andrés Önd á morgun þegar ég vakna, allir aðrir myndu vita að ég væri ekki Andrés Önd og keyra mig á sjúkrahús :)
Athugaðu að engir yfirnáttuulegir hæfileikar/kraftaverk eða whatever í þessum dúr hafa sannast í allri mannkynssögunni.
James Randi býður hverjum þeim sem getur sannað eithvað yfirnáttúrulegt 1 milljón dollara.... þeir sárafáu sem hafa reynt að ná í verðlaunin hafa allir klikkað.... taktu líka eftir að það eru sárafáir svona miðlar og bla sem reyna að ná í þessi verðlaun. makes you wonder
DoctorE (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 21:54
Skemmtilegt umræðuefni Jenný mín yfir morgunsopanum heheh og sprottið upp umræður eins og úps!
Veistu á þessu heimili er voða lítið rætt um trúmál ég fæ að halda því fyrir mig enda rammgöldrótt. En ég hef dálítið verið að pæla í þessu ef ég færi nú úr henni veslu hér á meginlandinu hvernig best væri að koma mér heim og ekki vil ég láta setja mig hér niður í tékkneska mold það er alveg á tæru.
Dísús ég gæti haldið áfram núna til morguns svo ég er hætt. Gott umhugsunarefni samt sem áður.
Ía Jóhannsdóttir, 26.12.2008 kl. 22:07
Ía: Góð.
Dr.E: Hvað er það sem gerir það að verkum að fólk má ekki tjá upplifun sína af trú öðru vísi en að þú flippir út?
Ef Ásthildur segist vita hver ert þú að draga það í efa og segja að það sé von hennar en ekki vissa?
Eitt er að vera andstæðingur trúarbragða annað að sjá skrattann í hverju horni.
Og ég hef upplifað ýmislegt sjálf sem þú myndir garga yfir. Múha.
Takk öll fyrir innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.12.2008 kl. 22:18
Hef meiri áhyggjur af dauða annarra en míns eigin.....held ég eigi bara ekkert eftir að vita af honum
Un umræðurnar athyglisverðar
Sigrún Jónsdóttir, 26.12.2008 kl. 22:31
jenný ég er ekki að flippa út, ég er að segja mitt take... no flippin.
Hefur ekkert með skrattann að gera... ef ég skrifaði á mitt blogg og segði að ekkert svona væri til, svo kæmi einhver(eins og oft) og segði mig fara með rangt mál og benti á eitt og annað... færi einhver að sega á móti:Hey ekki rústa pælingunni hans DoctorE....
Skilurðu hvert ég er að fara Jenný... og plís ekki segja mig vera að flippa eða vera fúlann... það er bara totally rangt, ég setti meira að segja broskarl :)
Og Ásthildur, þetta var ekki persónuleg árás, þetta var bara annar flötur og viðbrögð ... nothing more, nothing less
Peace
DoctorE (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 22:32
Ok Dr. Sorrí, var of fljót "off the handle".
Hehe.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.12.2008 kl. 22:49
Allt í lagi mín vegna Doktor E. ég er ekkert viðkvæm fyrir viðbrögðum. En ég er alveg viss í minni sök, og það er alveg ágætt. En eins og ég sagði þá get ég alls ekki miðlað þeirri vissu, því þar þarf hver og einn að trúa því sem hann vill og getur. Þannig er munurinn á trú og vissu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 23:18
Þegar maður er þrítugur og heilbrigður er svo lítið mál að tala um dauðann. Þegar maður er þrítugur og heilbrigður finnur maður ekki fyrir minnsta ótta við dauðann. Iss.. segir maður. Það eina sem er 100% öruggt í lífinu er að maður fæðist, borgar skatta og að maður deyr.
En einhvern veginn hef ég fundið sterkar fyrir því undanfarið að ég vil ekki deyja. Og mig grunar að innan tíðar fari ég að finna fyrir einhvers konar hræðslu við dauðann. Hann færist nær ekki satt? Það er ófrávíkjanleg staðreynd. Kannski hefur þetta mikið með Ian að gera. Ég vil sjá hann á öruggum stað áður en við Nick getum leyft okkur að leggjast með fætur upp í loft.
En ég veit þó þetta: ég vil láta nýta úr mér hvert nýtanlegt snitti og brenna svo rest.
Jóna Á. Gísladóttir, 27.12.2008 kl. 12:15
Nafnleysingin sem kennir sig við Dr. veit nákvæmlega jafn mikið eða lítið eftir atvikum, um hvort líf sé eftir jarðvistina eða ekki guð sé til eða ekki og rlestir aðrir sem eru honum ekki sammála.Hann getur röflað út í eitt að ásthildur mín elskulega Cesil, geti ekki sýnt fram á að hennar vissa sé sönn án þess a átta sig á því að hún þarf þess ekki, né að hann sjálfur geti í raun sannað að hun hafi rangt fyrir sér!
Rétt eins og að hugsanlega geti verið til takmörkun/endanleiki á alheimsgeimi, þá er tilvist guðs eða ekki, það sem kallað hefur verið yfirskilvitlegt, mannshugurinn nær einfaldlega ekki (að minnsta kosti ekki enn) utan um eða útskýra það svo sannað þyki!
Væri kannski ekki nær fyrir einstaklinga á borð við þennan Dr. og alla spekingana sem hann les og já "Trúir" að hafi rétt fyrir sér, að æðri máttur eða annað líf sé ekki til, að spá í t.d. hvernig standi þá á þessu vitlausa fyurirbæri í höfðinu á meginþorra alls mannkyns og hví mannskepnan er þá svona heimsk að viðhalda því!?
Magnús Geir Guðmundsson, 27.12.2008 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.