Leita í fréttum mbl.is

Kjöt, nömm og köff

 jolasveldhus

Ef svo undarlega vildi til að mig myndi langa til messu á aðfangadagskvöld þá myndi ég steðja í Fríkirkjuna til Hjartar Magna.  Það er gott að vera í Fríkirkjunni og gott að vera nálægt þessum presti.

Ég veit þetta, þessi hálfgerði heiðingi sem ég er, vegna þess að hann hefur skírt tvö barnabarnanna minna.

En þrátt fyrir að ég sé algjör dragbítur á kollega guðs í þjóðkirkjunni og kaþólska fyrirkomulaginu þá viðurkenni ég það hér með að mér finnst jólamessan á aðfangadag afskaplega fallegt fyrirbrigði.  Svona eins og jólakveðjurnar, bráðnauðsynlegar á jólum.

Ég hef aftansönginn í bakgrunninum á meðan ég er að klára í eldhúsinu.

En samkvæmt fréttum er kirkjusókn að slá öll fyrri met, kannski hjálpar þetta fólki í kreppunni.

Við áttum yndislegt aðfangadagskvöld með Frumburði, Birni, og Jökli Bjarka, elsta barnabarninu mínu.

Draumur Jökuls um gítar nokkurn, að nafni Gibbson SG bærist honum eins og fyrir kraftaverk, rættist og svipurinn á drengnum var óborganlegur.

Jólin eru hátíð barnanna og við njótum góðs af.

Nú er ég á leiðinni í hálfgert náttfatajólaboð hjá Frumburði aftur.  Nú eru það Maya, Robbi og fallegi Oliver ásamt skádóttur minni henni Ástrós sem höldum jóladaginn saman.

Hlaðborð sem svignar undir hangiKJÖTUM, hamborgarahryggjum, nömmum og köffum.

Mikið gaman, mikil gleði.

Úff, það er full vinna að stöffa í sig á jólum en ykkur að segja þá er ég tiltölulega hófsöm í deildinni sem er eins gott ég er með sykursýki.

Sendi á ykkur mínar fallegustu hugsanir og ég óska ykkur fallegrar og friðsamrar jólahátíðar.

Við sjáumst í kvöld.

Þá verður síðueigandi kominn úr vemmilega jólahamnum og orðin forstokkuð með hvínandi attitjúd eins og hennar von og vísa er.

Við munum væmnijafna.

En ég elska ykkur í köku.

 

 


mbl.is Metaðsókn í Fríkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er algerlega hundheiðin en vildi ekki fyrir nokkurn mun missa af jólatónlistinni.  Njóttu dagsins.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.12.2008 kl. 13:28

2 Smámynd: M

Gifti mig í Fríkirkjunni sem var yndislegt. Þó ekki í söfnuðinum ... enn :-)

Er á leið í jólaboð að stöffa mig af mat og fæ ekkert nema bjúg tilbaka, en það er vel þess virði.

Njóttu þín í botn með fólkinu þínu.

M, 25.12.2008 kl. 13:46

3 identicon

Ég hef aftansönginn í bakgrunninum á meðan ég er að klára í eldhúsinu.

Við gerum greinilega eins. Þetta er ómissandi partur af jólastemmningunni hjá mér.  Hafðu það yndislegt um jólin mín yndislega bloggvinkona. Jólakveðjur til ykkar allra frá fjölskyldunni allri

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 14:05

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Finnst voða notalegt að heyra óminn í jólamessunni á meðan borðað er. Bara ljúft.

Sendi bestu jólakveðjur frá okkur á Skaganum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.12.2008 kl. 19:20

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðileg jól kæra Jenný.

Marta B Helgadóttir, 25.12.2008 kl. 20:13

6 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Jenný, týpa I eða II? Haltu þig bara við köffin og láttu nömmin eiga sig. Mitt mottó er "allt gott er vont". Kveðja frá einum með týpu II.

Björgvin R. Leifsson, 25.12.2008 kl. 20:18

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elska þig í tertu

Ásdís Sigurðardóttir, 25.12.2008 kl. 21:10

8 Smámynd: Jens Guð

  Almennt ber ég litla virðingu fyrir prestum.  Nema þeir séu persónulegir vinir mínir eða ættingjar.  Hjörtur Magni er hvorugt en ég ber mikla virðingu fyrir honum.  Og af kristnum kirkjum er ég einna hlynntastur Fríkirkjunni.  Þar gekk ég í hjónaband með stæl 1976 og það lafði fram að aldamótum.  Háóði söfnuðurinn hans Péturs Þorsteins er líka déskoti töff.  Þar fyrir utan er ég í Ásatrúarfélaginu.

  Fjörlegt pönkrokk höfðar meira til mín um jól en aftansöngvar.  Enda geng ég ekki frá neinu í eldhúsinu. 

Jens Guð, 25.12.2008 kl. 21:19

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Var að lesa viðtal við þig í sunnudagsmogga! Þú ert ofurkrútt

Hrönn Sigurðardóttir, 25.12.2008 kl. 21:23

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kveðja til þín, Jólastúlka Moggans 2008!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.12.2008 kl. 21:33

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 25.12.2008 kl. 22:23

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll fyrir kveðjurnar.  Ég vona að þið eigið öll yndisleg jól.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.12.2008 kl. 23:35

13 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Over to you Jenný...   (m.a.s. ég var búin að frétta af Gibsoninum, enda mikil tíðindi í vinaheiminum).

Hildur Helga Sigurðardóttir, 26.12.2008 kl. 04:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 2987154

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband