Leita í fréttum mbl.is

Hefur konan aldrei séð gangandi barn?

Ég er ofboðslega upptekin.

Svo mikilvæg í hinu stóra samhengi alheimsins.

Jabb, ég veit það, ég er hógværðin holdi klædd.

hrafn oli

Lítill drengur er eins árs í dag, hann heitir Hrafn Óli (a.k.a. Lilleman) og hann er yngsta barnabarnið mitt.

Hann er bróðir hennar Jennýjar Unu og þau systkinin eyða jólunum heima hjá farfar og farmor í Svíþjóð.

Hrafn Óli byrjaði að ganga í gær til að það væri hægt að færa það til bókar að hann hefði hafið gönguna FYRIR afmælið sitt.

Móðirin veinaði af aðdáun þegar barnið tók á rás og Lilleman horfði á hana undrunaraugum alveg svona:

"Hefur konan aldrei séð gangandi barn?"

Yngsta dóttir mín velur skemmtilega daga til barneigna.

Þorláksmessu og daginn fyrir gamlársdag!

Ef hún eignast hið þriðja þá kemur það væntanlega á aðfanga- eða jóladag.

En ég knúsa þessa litlu krúttsprengju í huganum.

Farin í búð.

Fyrir jól, fyrir jól, fyrir jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

til hamingju med fallega ømmudrenginn thinn gledileg jól og takk fyrir kynnin hér á blogginu.

María Guðmundsdóttir, 23.12.2008 kl. 12:25

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku með lillemann, mér finnst svo stutt síðan hann fæddist, en svona líður tíminn hratt, það verður aldeilis nóg að gera hjá nöfnu þinni að forða þeim stutta frá hættum heimsins, sá fær góða kennslu

Ásdís Sigurðardóttir, 23.12.2008 kl. 12:30

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Jenný skrifaði: "Jabb, ég veit það, ég er hógværðin holdi klædd."

Mundu bara að það þarf líka að gæta hófs í lítillætinu.

Björgvin R. Leifsson, 23.12.2008 kl. 13:09

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Til hamingju með litla kút....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.12.2008 kl. 13:10

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Innilega til hamingju með litla kút.

Vona að þú sért ekki að fara í matarbúð, ég gæti gubbað bara við tilhugsunina.

Ía Jóhannsdóttir, 23.12.2008 kl. 13:24

6 Smámynd: Laufey B Waage

Til hamingju með ömmustrák.

Laufey B Waage, 23.12.2008 kl. 13:47

7 Smámynd: Hugarfluga

Allt í efstu hillurnar!!  Gleðileg jól, Jenný mín. 

Hugarfluga, 23.12.2008 kl. 15:12

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með dóttursoninn.  Hrafn Óli er fallegt barn og kemur eflaust til með að skemmta okkur í framtíðinni í gegnum skrif ömmu Jennýjar

Sigrún Jónsdóttir, 23.12.2008 kl. 15:20

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þessi mynd af þeim mæðginum er algjört ÆÐI. Sjá augun í barninu. Eins og tveir tjáningarríkir kolamolar í litla andlitinu.

Til hamingju með daginn hans.

knús á ykkur öll. Ég sé þig í kvöld eða á morgun þú hógværa kona.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.12.2008 kl. 15:30

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta eru krúttalingar sem þú átt - hamingjuóskir með Krummann þinn og Jenný líka ef ég gleymi því!

Knús á þig inn í jólin.

Edda Agnarsdóttir, 23.12.2008 kl. 15:42

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég og mín kæra fjölskylda viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum árið sem er að líða.....Jólakveðja

 Linda og Fjölskylda :):):):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.12.2008 kl. 20:25

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 23.12.2008 kl. 22:40

13 Smámynd: Brynja skordal

til hamingju með Fallegan ömmuprins

Brynja skordal, 23.12.2008 kl. 23:08

14 Smámynd: Karl Tómasson

Gleðileg jól kæra Jenný Anna og ég þakka þér góða og skemmtilega bloggvináttu.

Hafðu það sem allra best um jólin.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 24.12.2008 kl. 00:08

15 identicon

Gleðileg jól Jenný.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 00:31

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.12.2008 kl. 01:23

17 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Innilega til hamingju með litla prinsinn, ég óska þér líka gleðilegra jóla. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.12.2008 kl. 01:34

18 Smámynd: M

Til hamingju með strákinn sæta.

Gleðileg jól og hafið það sem allra best yfir hátíðina xxx

M, 24.12.2008 kl. 01:39

19 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, maður verður óneitanlega mjög mikilvægur í hinu stóra samhengi alheimsins við það að eignast börn og barnabörn. Til hamingju með þennan fallega ömmudreng Jenný mín.

Megir þú og fjölskylda þín njóta jólanna sem best  - og takk fyrir bloggvináttu þína á árinu sem er að líða.

PS: Skemmtilegt viðtalið við þig sem ég las í mogganum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.12.2008 kl. 03:09

20 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með gullmolan Jenný.

Gleðileg jól

Huld S. Ringsted, 24.12.2008 kl. 07:30

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll mínir kæru bloggvinir og gleðileg jól.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.12.2008 kl. 09:04

22 Smámynd:

Til hamingju með drenginn og Gleðileg jól

, 24.12.2008 kl. 09:06

23 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með Lillemann

Dísa Dóra, 24.12.2008 kl. 09:09

24 Smámynd: Helga skjol

Til haimingju með þennan gullfallega dreng

Jólaknús

Helga skjol, 24.12.2008 kl. 09:09

25 Smámynd: Einar Indriðason

já, dýru hlutirnir fara ofar og ofar í hillurnar.......

En, annars.. Gleðileg Jól, og gott nýtt ár! :-)

Einar Indriðason, 24.12.2008 kl. 09:41

26 Smámynd: Tiger

 Hamingjuóskir með Hrafn Óla! Hann er yndislegur snúðurinn litli - yndislega fallegur og á eftir að verða mikill heartbreaker þegar hann verður eldri .. rétt eins og hann er nú þegar.

Gleðileg Jól Jenný Anna - bið Guð og almættið heila um að gera þér jólin yndisleg og árið framundan bjart og hamingjuríkt. Knús í þitt hús ljúfust ..

Tiger, 24.12.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband