Leita í fréttum mbl.is

Mínir fjölmörgu eiginmenn

 jólainnkaup

Ég var að tékka svona í hálfgerðu bríaríi á mest lesnu fréttunum á Mogganum.

"Gifta sig í janúar" sá ég að fyrirsögnin hét og ég hugsaði; Vá, þarna er einhver selbiti í útlöndum að gifta sig og hverjum er ekki sama?

Úbs hugsaði ég svo því mjög mörgum er greinilega ekki sama því hellingur af fólki veður inn á svona fréttir.

Það er þetta með fyrirsagnirnar.  Þær selja. 

Ég gat ekki stillt mig og ég kíkti.  Fergie einhver tónlistarkona sem ég þekki hvorki haus né sporð á er að fara að gifta sig í janúar.  Só?

Karl Lagerfeldt er að hanna á hana brúðarkjól og hann á að vera bæði dýr og dásamlegur því þau hjónaleysin hafa lýst því yfir að ætla bara að gifta sig einu sinni.

Halló, er ekki í lagi á heimilinu?

Hvaða nörd kemur með svona yfirlýsingar og það á fyrsta brúðkaupi?

Nú hef ég gift mig ótal sinnum og í hvert einasta skipti sem ég rauk upp að altarinu hugsaði ég; Þetta ætla ég að endurtaka eins fljótt og nokkur kostur er.

Og ég stóð við það.

Annars var ég að hugsa um að koma með jólabók á næsta ári.

Hún á að heita "Mínir fjölmörgu eiginmenn" hvar ég fer í saumana á því hvernig hægt er að giftast mörgum úrvalsmönnum og skipta reglulega yfir í nýjan þeim og mér til ómældrar gleði.

Hvaða konu dreymir ekki um að verða kvenlegur Kristmann Guðmundsson?

Ha?

Annars er ég góð bara.

Fór með Helgu minni í stórmarkaðsferð (við nefnum engin nöfn) og við höluðum inn birgðir fyrir jólahátíðina.

Fyrir jól, fyrir jól, fyrir jól.


mbl.is Gifta sig í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 21.12.2008 kl. 17:05

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

þú ert óborganleg. Skora á þig að standa við stóru orðin og gefa út bókina fyrir næstu jól!  Gleðilega hátíð!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.12.2008 kl. 17:31

3 Smámynd: Laufey B Waage

Þegar ég gifti mig í þriðja sinn, átti maður að krossa í ákveðinn reit á brúðkaupseyðublaðinu, - eftir því hvort maður væri að gifta sig í fyrsta, annað, eða þriðja sinn. "What" sagði ég, "eru ekki gefnir fleiri möguleikar?" Við verðum sem sagt að fara til Hollywood eða Las Vegas ef við ætlum að gera þetta mikið oftar. Íslensku eyðublöðin eru of takmörkuð fyrir fólk eins og okkur.

Gaman að lesa viðtalið við þig í mbl. í dag.

Laufey B Waage, 21.12.2008 kl. 17:55

4 Smámynd:

Það er svakalega gaman að gifta sig og fólk ætti vitaskuld að gera það sem oftast

, 21.12.2008 kl. 19:04

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég mundi ekki nenna þessu veseni.  Gift einu sinni og held mér við þann gamla, dettur ekki annað í hug. 

Þú minntir mig nú á að ég verð að skottast í búð á morgun, vantar svona smávegis sem endar örugglega með heilum ósköpum.

Ía Jóhannsdóttir, 21.12.2008 kl. 20:16

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég hef tölt tvisvar sinnum til borgardómara. Fyrra skiptið var alveg hræðileg mistök nema að þess vegna fékk ég hann Styrmi minn. Það má nú leggja ýmislegt á sig fyrir þann snilling.

Seinna skiptið hefur reynst bara nokkuð vel og þar fékk ég hann Úlla minn. Myndi kannski reyna einu sinni enn ef ég væri ekki komin úr barneign. Reglan er bara eitt barn á mann.

Helga Magnúsdóttir, 21.12.2008 kl. 20:53

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Af mikilli bjartsýni tala ég alltaf um manninn sem ég kynntist í gaggó og síðar varð fyrrverandi eiginmaður minn sem fyrsta eiginmann minn. Það veit kannski á fleiri eiginmenn.

Flott viðtalið við þig í Mogganum í dag.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.12.2008 kl. 21:25

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hef aðeins átt einn eiginmann en ....

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.12.2008 kl. 22:41

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2008 kl. 23:02

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þú ert makalaus Jenný mín...og nú verð ég að lesa moggann .

Það fór allt í vesen hjá mér í færslunni í dag og ég endaði með því að henda henni og byrja upp á nýtt...svo viltu banka aftur vinkona...

Eva Benjamínsdóttir, 21.12.2008 kl. 23:11

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Viltu giftast MÉR á nýjársdag?  Mig hefur alltaf dreymt um að vera kvæntur Kristmanni Guðmundsson frá því ég las ástarlýsingar hans í gamla daga í bókunum hans en það dónalega var alltaf (innan sviga). Og við skulum bara líka hafa allt svoleiðis (innan sviga).  Já, ég hefði ekkert á móti því að þú giftist mér tvisvar, ef ekki bara þrisvar! Anda sem unnast fær aldrei eilífð aðskilið - eða skilið yfirleitt!

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.12.2008 kl. 00:47

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kristmann er reynar oftlega of vanmetinn af sjálfzkipaðri elítunni.

Mér stórlíkar við húsband þitt, það að þú þyrftir þetta margar aðrar tilraunir upp við altarið til að fá einn dona alvöru eðaldreng, segir náttúrlega söguna sagða um að eljan vinnur á & sigrar tímann.

Hann er enda pantaður í kaffi til okkar feðga bráðlega.

Varztu að ~moggazt~ ?

'-},

Steingrímur Helgason, 22.12.2008 kl. 00:54

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Flott greinin í Mogganum og myndin.  Ég er svo púkó að ég hef bara eingift, var með mínum fyrrverandi í 28 ár síðan hef ég verið ein.  Og annað púkó öll börnin mín 6 eru samfeðra

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.12.2008 kl. 01:05

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég bíð spennt eftir bókinni...

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.12.2008 kl. 06:08

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Laufey: Góð.

Steingrímur: Hehe, það voru svona álíka lýsingar á þér frá karlkynshluta kærleiks.  Auðvitað hittist þið í kaffi.  Hann mun taka því ákaflega fagnandi.  Mér fannst ekki leiðinlegt að hitta þig og þú veist að þú ert alltaf velkominn líka.

Var í frekar asnalegu viðtali í Mogganum.

Takk öll fyrir innlit.  Svo er að drífa sig í að gifta sig fljótlega börnin góð, engu lífi hefur verið lifað á meðan að ekki liggja að minnsta kosti þrjú fórnarlömb í val.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.12.2008 kl. 08:01

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurður Þór: Sá ekki þetta bónorð fyrr en núna.

Ég segi nei af því ég er upptekin á nýársdag.

Tek frá þarnæsta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.12.2008 kl. 09:17

17 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ekkert asnalegt við þetta viðtal í hinu stórfína sunnudagsblaði Morgunblaðsins! Ég birti ekki asnaleg viðtöl.

En hér með panta ég fyrsta viðtal, langt og ítarlegt, við höfund bókarinnar "Mínir fjölmörgu eiginmenn" þegar hún kemur út. Það kemur líka vel til greina að birta kafla úr bókinni.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 22.12.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband