Leita í fréttum mbl.is

Með jólaljós í hárinu

 christmas-lights-2

Ég skrapp niður á Laugaveg áðan til að kaupa eina jólagjöf og það var frábær stemming þessa stuttu stund sem ég stoppaði þar.

Það var kannski vegna þess að ég var þar, ég er ein risastór stemmingsbredda þegar hér er komið sögu og ég var með blikkandi jólaseríu í hárinu.

Ekki lítið augnayndi.

Ég var í kaffiboði heima hjá frumburði í dag og þar á meðal góðra gesta var Jenný Una að taka upp einn jólapakka frá Heggufrænkusín og Jöklafrændasín af því þetta var kveðjuveisla fyrir fjölskylduna hennar, þau eru að fara til Svíþjóðar að halda jólin.

Ástæða þessa kjaftavaðals í mér sko er tilkominn vegna þess að þegar ég horfði á barnið reyna að slíta sig í gegnum pakkninguna á leikfanginu og sá að það var ekki vinnandi vegur að það tækist hjá henni á þessum jólum, fór ég að hugsa um hvaða illgjarni nörd það var sem hannaði leikfangapakkningarnar sem notaðar eru í nútímanum.

Hafið þið lent í að taka upp svona fígúrur eins og t.d. leikfangabíla svo ég tali ekki um svona guðsvolaðar Barbie dúkkur með milljón litlum fylgihlutum?

Ekki?

Látið þá eiga sig að kynnast þeirri ömurlegu lífsreynslu.

Maður þarf að græja sig upp af alvöru verkfærum þegar tekin eru upp leikföng.

Fyrst ber að nefna hið bráðnauðsynlega hnúajárn.  Til að berja í gegnum þykkasta plastið.  Það gengur stundum.

Ef ekki þá þarf að hafa duggulítinn steinskeril (ekki heyrt það orð nei) og þeir fást í Ellingsen.  Þessir skerlar eru notaðir til að þrælast í gegnum tjöruborinn þakpappa og sníða til asfaltkanta og ég ráðlegg að varlega sé farið með þetta verkfæri og enginn nálægur í herbergi.

Svo þarf svona skæri eins og bændur nota til að klippa kindurnar sínar (Smile) til að freista þess að losa endalausar vefjur af nælonþræði sem er vafinn utan um hvern lítinn hlut (Barbie skór hefur tvær vefjur, eina á hæl og eina á tá).

Ef dúkka, bíll, smáfígúrur og annað slíkt hefur losnað án blóðsúthellinga og leikfang komist óskemmt úr pakkanum, má kalla á gjafaþegann sem gleðst örugglega þ.e. ef hann er ekki löngu sofnaður, vaxinn upp úr leikfanginu eða hreinlega fluttur að heiman og farinn til náms í útlöndum.

Hver er þessi manneskja sem hannaði pakkningarnar?

Ætli það sé sama fíflið og hannaði uppþvottavélar og ofna niður við gólf?

Eitthver álka sem veit ekki að það er vont að vinna niður fyrir sig og að smábörn ganga með innréttingum og geta brent sig á ofnum og slíku.

Alveg er ég viss um að þessir brjáluðu hönnuðir eru karlmenn.  Engin kona gerir svona.Halo

Rosalega væri ég til í að hitta svona fólk í fjöru.

Þetta er nú meiri andskotans verkunin.

En..

Annars bara góð


mbl.is Jólainnkaupin í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er frábær og raunsönn lýsing á þessum fjárans umbúðum! Svo ekki sé minnst á þessi gólfsleikjandi heimilistæki sem eru afskaplega fjandsamleg fyrir bakveika!

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.12.2008 kl. 20:48

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Jú, þekki þetta....voða smart, þegar á sófaborðið eru komin hin ýmsu verkfæri til að taka utan af gjöfunum, t.d. hnífur, skæri og naglbítur svo eitthvað sé nefnt

Sigrún Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 20:49

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nefnilega - það þarf ýmis tæki og tól sem börn ættu ekki að sjást nálægt

Hrönn Sigurðardóttir, 20.12.2008 kl. 20:54

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Náttla dæmigert kvenlægt sérvorkunnarviðhorf í færzlu, sem að endurspeglazt síðan í þríeykjinu athugazemdandi.

Ég, sem heimilisfaðir & uppaldandi til áratuga, veit hinz vegar betur.

Við pabbarnir lendum nefnilega í þezzu brölti um jólin, ekki þið 'Carmen-rúllurnar'.  Atvinnumenn enda í að afpakka Barbí & Bratz, setja saman bíla- & brautaleztir, & eiga batteríbirgðir af öllum stærðum & gerðum, sem að hver meðal dótakazzakerlíng myndi réttilega öfunda okkur af.

My turf, woman...

Steingrímur Helgason, 20.12.2008 kl. 21:03

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég stend kórréttari, fjóreyki, fjóreyki.  Dúa frekja...

Steingrímur Helgason, 20.12.2008 kl. 21:05

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhahaha, frábær færsla! Já, þetta pakkningadrasl er ekki bara óvistvænt, heldur ömurlega leiðinlegt fyrir börn og þá enn frekar aðstandendur þeirra.

Knús í bæinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.12.2008 kl. 21:11

7 Smámynd: M

Það þarf ekki leikfangaumbúðir hjá mér til að klúðra opnun. Nefni mjólkurfernur, Cerioospakkar og þess háttar umbúðir rifna alltaf vitlaust í höndunum á mér. Sama þótt til þess séu sértstök göt í umbúðunum eða leiðbeiningar.  Hefur þetta eitthvað með fínhreyfingarnar að gera ?

M, 20.12.2008 kl. 21:13

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús í hús og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.12.2008 kl. 21:21

9 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Já, en, . . .

er þessu ekki bara pakkað skv. ESB stöðlum ? ? ?

Svona svipað og með staðlaða bananabognun, lögun grænmetis og fleiri lífsnauðsynlega staðla.

Björgvin R. Leifsson, 20.12.2008 kl. 21:41

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jamm nýbúin að kynnast þessu.  Eins gott að hafa karlmann við hendina í þessa þrælavinnu eins og Steingrím og með rafhleðslunar líka á hreinu, það líkar mér! heheheh..

Ía Jóhannsdóttir, 20.12.2008 kl. 21:48

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

HAHAHAHA góður pistill, og svo réttur, það er gott að lesa þetta því það minnir mann á að vera tilbúinn með verkfærin við pakkaupptöku á aðfangadagskvöld. - Svo enginn slasist nú við þessi ósköp. - Er ekki ráð að gefa bara bækur, þær eru þó ekki víraðar saman, ekki enn að minsta kosti.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.12.2008 kl. 22:46

12 Smámynd: Laufey B Waage

Vildi að ég hefði mætt þér í bænum með blikkandi jólaseríu í hárinu.

Laufey B Waage, 21.12.2008 kl. 00:05

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Skemmtileg og þörf færsla, þetta með umbúðirnar og verkfærin er alveg hræðilegt.  Ég hef lent í næstum óvinnandi verkefnum við það að ná Barbí og Brats dúkkum úr kassanum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.12.2008 kl. 00:13

14 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Steingrímur:

Það er ekkert alltaf pabbi eða annar karlmaður til staðar við upptöku pakka, svo þegiðu bara ;)

Svo er fólk hætt að fara til náms í útlöndum, ekki satt?...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.12.2008 kl. 01:19

15 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn Jenný mín.  Til hamingju með viðtalið í morgun.

Ía Jóhannsdóttir, 21.12.2008 kl. 07:47

16 Smámynd: María Guðmundsdóttir

gud já thetta er bara sannleikurinn sjálfur!! ekki ósjaldan sem liggur vid ad kassinn endi bara i ruslinu med leikfanginu i eftir ad fjølskyldan i heilu lagi liggur uppgefin i sófanum med verkfærin i klofinu

María Guðmundsdóttir, 21.12.2008 kl. 07:59

17 Smámynd:

Kannast við svona bras með leikfangaumbúðirnar. Hvílíkt fár

, 21.12.2008 kl. 11:23

18 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Jenný Annar

Næst þegar þú kaupir leikföng þá skaltu láta afgreiðslufólkið taka pakkan utanaf dótinu fyrir þig. Ég geri það.

Mér sýnist reynsla þín af því að versla dót ekki mikil. Ef þú færir oftar með börnin í dótabúðir þá mundir þú fljótt læra hvernig eigi að bera siga að.

Sigurður Sigurðsson, 21.12.2008 kl. 11:42

19 Smámynd: Brynja skordal

já þetta hefur verið mikið föndur fyrir alla þegar svona gjafadagar eru í gegnum tíðina hjá mér sko með allan þennan stelpuhóp og tala nú ekki um umbúðir utan af öllum herlegheitunum!!! hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 21.12.2008 kl. 11:57

20 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég ætla sannarlega að vona að ég fái ekki Barbie í jólagjöf

Jónína Dúadóttir, 21.12.2008 kl. 12:29

21 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Fínt viðtalið við þig í Sunnudagsmogga, Jenný mín.   Jólakveðjur til fjölskyldunnar.

Bestu kveðjur,

"Jólabarbí"

Hildur Helga Sigurðardóttir, 21.12.2008 kl. 14:35

22 Smámynd: M

Flott í mogganum. Þú varst ekki í svörtu

M, 21.12.2008 kl. 15:20

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll ég er í kasti.

M: Ég á eina ljósa peysu og var óvart í henni þegar þessi ljósmyndari kom og tók af mér þessa ömurlegu mynd.

Það verður seint fyrirgefið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.12.2008 kl. 16:57

24 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ha sunnudagsmogga ¨!!! það er ekki verið að segja mér frá. Eg er ekki áskrifandi. Þarf að verða mér úti um eintak.

hahaha kannast við umbúðamálin á leikföngum. Ég er alltaf hrædd um að Ian missi einbeitinguna áður en ég næ að losa draslið úr kassanum.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.12.2008 kl. 23:02

25 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ha? Mogganum hvað? Aldrei er manni sagt neitt!!!!!!!

Löngu hætt að fárast yfir svona pakkningum... rétti bara einhverjum þær og segi "reddaðu esskan"...ferlega auðvelt eitthvað. Helvítis batteríin pirra mig meira! Börnin voða spennt yfir einhverju dóti og ekkert batterí fylgir! 

Óþolandi

Heiða B. Heiðars, 22.12.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.