Leita í fréttum mbl.is

Falalalalalala í boði hússins

 jólagjafir

Ég sem er þekkt fyrir jólamaníu til margra ára er nú ekki svipur hjá sjón.

Fólkið mitt hefur þungar áhyggjur af þróuninni og sumir hafa heyrst muldra eithvað um aðstoð fagaðila, jafnvel samtaka.

Mitt falalala virðist vera á miklu dýpi.

Ég vakna á morgnanna og held út í daginn með þá einbeittu ákvörðun að skora stig hjá jólasveininum.

Ég les blöðin og hviss bang - ásetningurinn er floginn út í veður og vind.

Húsband spurði mig áðan hvort ég væri búin að senda jólakortin.

Ég: Jólakort, um hvað ertu að tala, hér eru engin jólakort.

Hann: Whattttt?

Ég: Nei og verða ekki, má ekki vera að því.  Algjör óþarfi að spæna upp heilu rjóðrunum á þessum krepputímum.

Hann: Enn að jafna sig.

Þannig að mínir elskuðu vinir, kunningjar og ættingjar;

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. (Notist eftir þörfum).

Þá er það frá.

En ég er búin að baka smá.  Fékk smá falalalalala-fíling þarna tvisvar og skvísaði inn tveimur sortum á meðan það gekk yfir.  Var aktjúallí skemmtilegt.

Ég er búin að skreyta helling, gerði það bölvandi og ragnandi svona eftir því sem tóm gafst frá spillingarumræðunni.

En ég á eftir að kaupa jólagjafir.  Dúa vinkona mín og frumburður ætla að flytja mig í það verk.

Halda á mér ef þörf krefur.  Til þess er fólk.

Svo er það maturinn.  Tek hann um helgina. Jájá.

Er til of mikils mælst þarna pólitíkusar, bankamerðir og fjölmiðlafólk að þið gefið okkur það í jólagjöf að segja satt fram yfir áramótin?

Andskotans verkun og fyrirkomulag.

Falalalalalala

Hmrpfm

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Rosalega er ég fegin að einhver ætlar að drösla þér í jólagjafainnkaupin.

Þú skellir þér bara upp í eina kerruna og lætur þær stöllur keyra þig á milli bókastaflanna, ekki málið.  Voru það ekki annars bækur sem voru á listanum?

Já m.a.o. takk fyrir jólakveðjuna!!!!!!!!!  Eitthvað svo hlýleg, úps!

Ía Jóhannsdóttir, 16.12.2008 kl. 22:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús í rús elsku Jenný mín og kærleikskveðjaSá Pollýönnu til sölu í dag, kostaði bara 1900 kr. ekki mikið fyrir þessa margfrægu og fallegu bók.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2008 kl. 22:45

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvað er þetta með að baka?

hvers vegna þurfa allir svo mikið á bakkelsi að halda í desember?

vannilluhringir, gyðingakökur, piparkökur, loftkökur, eða hvað allr þessar kökur heita.

er einhver að éta þennan andskota? má ekki allt eins éta þetta í júní?

Brjánn Guðjónsson, 16.12.2008 kl. 22:47

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2008 kl. 23:01

5 Smámynd:

Elskan mín - hvernig væri að gera bara eins og Geir - setja lopa utan um heilann og hætta að fylgjast með nokkrum sköpuðum hlut?  Annars get ég trútt um talað - er ekki í stuði fyrir jólakort eða yfirhöfuð jólaneitt þessa dagana

, 16.12.2008 kl. 23:28

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha trúi þér rétt mátulega. Ég verð að gera mér ferð á kærleiksheimilið til að afsanna þessa færslu í eigin augum og eyrum.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.12.2008 kl. 23:32

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á þig og góða ljúfa nóttina

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.12.2008 kl. 23:40

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér líður eitthvað svipað....en þetta rjátlar sjálfsagt af manni korter fyrir jól

Sigrún Jónsdóttir, 17.12.2008 kl. 00:31

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Get ég svo fengið þær ( Dúu og frumburð) lánaðar til að ferðast með mig í innkaup...ég er bara ekki að nenna þessu...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.12.2008 kl. 00:50

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú þarft ekkert að senda jólakort, það er hægt að senda bara jólakveðju í útvarpinu... Svoooolítið snúnara þetta með jólagjafirnar... Prófa kannski að segja á aðfangadagskvöld: "Ef ég hefði nú keypt handa ykkur jólagjafir elskurnar mínar þá hefðu það verið bækur..." Hm... nei gengur ekki, gott þú átt góða að

Jónína Dúadóttir, 17.12.2008 kl. 06:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband