Leita í fréttum mbl.is

Dagsskipun til ríkisstjórnarinnar fyrir hönd okkar almennings

Ég hata það að sjá hinar hefðbundnu myndir á þessum árstíma af bakinu á þeim sem þurfa að leita sér ölmusu hjá hinum íslensku súpueldhúsum.  Þ.e. hjá Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp og kirkjunni.

Ekki misskilja mig, það er eins gott að þessar stofnanir eru starfræktar, þetta þjóðfélag er ekki mjög manneskjulega þenkjandi þeas. stjórnvöld.

Nú eru að koma jól, það er kreppa og í þessari frétt gengur að lesa um fólk sem grætur niðri í Fjölskylduhjálp Íslands.

Ríkisstjórn Íslands.  Það er alltaf verið að tala um að vernda þá sem verst standa.

Nú er tækifærið að sýna viljann í verki.

Þið getið kallað það sérstækar aðgerðir vegna ástandsins, mér er andskotans sama.

En þetta eigið þið að gera í mínu nafni og flestra Íslendinga.

Kaupið inn almennilegan mat fyrir ALLA sem leita á náðir Mæðrastyrksnefndar og FÍ (og hvar sem er annars staðar) þannig að ALLIR fái mat og nauðsynjar fyrir jólin.

Þið skuluð ekki skera innkaupin við nögl.

Við almenningur borgum með glöðu geði, ég þori að lofa því.

Þar sem við erum með nógu breitt bak til að pikka upp reikninginn eftir útrásarvíkingana þá munar okkur ekki um að rétta hvort öðru hjálparhönd nú þegar hátíð ljóssins og barnanna er að ganga í garð.

Þetta vil ég að þið gerið strax.  Tíminn er naumur.

Á meðan þið "veltið við hverjum steini, skoðið allt og dragið allt upp á yfirborðið" sem virðist vera töluvert tímafrekt getið þið dundað við að gera eitthvað af viti á meðan sem skilar sér í áþreifanlegri björgun til heimila í þessu landi svona til tilbreytingar.

Fólk hefur fengið nóg.

Svo er það önnur saga sem verður sögð síðar að það er til háborinnar skammar að í þessu landi með svo litla þjóð skuli það vera inni í myndinni að fólk þurfi að sækja sér ölmusu til að eiga fyrir brýnustu nauðsynjum og geta gefið börnunum sínum að borða.

En því breytum við þegar hið nýja Ísland er orðið að raunveruleika.

En þangað til - standið í lappirnar gagnvart fjölskyldunum í þessu landi sem eiga ekki til hnífs og skeiðar.


mbl.is Fólk grætur fyrir framan okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Góður og mjög þarfur punktur.

Það þarf að setja pening í þetta verkefni.

Fólk sem mætti síðustu daga hefur gengið út með engann mat.

Bara Steini, 16.12.2008 kl. 13:46

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér skilst að það taki bara klukkutíma hjá ráðamönnum að skutla í gegn frumvörpum sem eru yfirfull af niðurskurðarplönum..svo það ætti ekki að taka neinn tíma að skutla frumfvarpi í  gegn sem tryggir mat fyrir fólkið á jólunum..og svo í leiðinni má alveg setja með heitan mat fyrir öll börn í skólum landsins frá og með 1. janúar.

Þið aumu ráðaherrablækur og alþingismenn...þetta er ekki beiðni. Þetta er skipun!!! Þetta er það sem við fólkið í landinu viljum sjá strax!!! Já og fyrst þið eruð í stellingum..endilega afnema eftirlaunaógeðissamninginn sem þið gáfuð ykkur sjálfum. Tekur bara hálfa mínútu að setja feitt pennastrik yfir þann ósóma ykkar.

Gleðileg jól!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.12.2008 kl. 13:52

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 16.12.2008 kl. 13:59

4 identicon

Það eru þung spor að leita sér aðstoðar.Sérstaklega þegar þarf að vera í biðröð úti á götu eftir mat fyrir börnin sín.Vanmátturinn er algjör.Við vorum að úthluta jólamat og ýmsu um helgina og í gær.Vona að það létti á einhverjum.Það eru hetjur sem stíga fram og þiggja.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 14:09

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er að hringja í þessum töluðum orðum niður á alþingi að reyna ná sambandi við einhvern

Maður verður að reyna

Heiða B. Heiðars, 16.12.2008 kl. 14:42

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Væri ekki hægt að skikka hvern einasta alþingismann og ráðherra í það að aðstoða við úthlutun þessa daga fyrir jól, þeir fengju þá að sjá með eigin augum hvernig staða margra..alltof margra er...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.12.2008 kl. 14:44

7 Smámynd: Einar Indriðason

Það er með þetta eins og svo margt annað bilað í þjóðfélaginu.  Meðan þetta snertir alþingismenn ekki beint - t.d. að þeir þurfi að betla sér fyrir mat, eða herja á tryggingarstofnun vegna örorkubæta eða ellilífeyri, eða annað sem er í rugli hér á landi, þá mun þetta ekki snerta við alþingismönnum.

Þeir þurfa að bragða á þessu sjálfir, til að átta sig.  En... það mun ekki gerast.

Það bara mun *ekki* gerast, að frjálshyggju þingmenn, sem telja allt í peningum, muni lítillækka sig niður á það að gefa hungruðum súpu úti á götu.  Það bara mun *ekki* gerast.

Einar Indriðason, 16.12.2008 kl. 15:11

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég hringdi í þingkonu.....sem ég hef ekki alltaf verið neitt sérlega almennileg við....... og hún lofaði að fara með þetta erindi inn í fjárlaganefnd

Heiða B. Heiðars, 16.12.2008 kl. 15:11

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Mikid tharfur og gódur pistill !! heyr heyr heyr hundrad sinnum. Á ekki ad thekkjast ad fólk fái ekki mat eftir ad vera búid ad bita á jaxlinn og fara í mædrastyrksnefnd eda fi. Bara setja i thetta pening og thad STRAX!!

hafdu gott kvøld Jenný

María Guðmundsdóttir, 16.12.2008 kl. 15:53

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

heyr! heyr!

Brjánn Guðjónsson, 16.12.2008 kl. 16:23

11 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Heyr heyr!!!segi ég líka...verkin tala!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 16.12.2008 kl. 17:37

12 identicon

Svo hvað stoppar ykkur?

Af hverju kaupir ekki hver og einn svona sirka „double“ í helgarinnkaupunum og fer með umfram magnið niður í Mæðrastyrksnefnd eða Fjölskylduhjálp?

Hægt að skutla því um leið og maður fer að mótmæla. Það verður annars mótmælt, er það ekki?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 18:04

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þorsteinn Úlfar: Áttu erfitt með að skilja hugtakið samábyrgð sem ástunduð skal af stjórnvöldum?

Takk öll fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.12.2008 kl. 18:16

14 identicon

Nei en mér hefur bara sýnst að stjórnvöldum sé ekki treystandi í neinu sem kemur nálægt orðinu ábyrgð. Þau skilja ekki hugtakið og þótt að ábyrgðin sé tekin af þeim að þessu leyti...

Stjórnvöld gera ekkert nema passa eigin afturenda. Er það ekki annars morgunljóst?

Ég held að við verðum að taka málin í eigin hendur og einhvers staðar verðum við að byrja.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband