Leita í fréttum mbl.is

Hverjum á maður að trúa?

Mér hefur fundist undanfarið að DV væri einn af þeim miðlum sem ég gæti treyst.

En hverju á maður að trúa?

Hver er að segja ósatt hérna?

Eru það ritstjórarnir á DV feðgarnir Jón Trausti og Reynir Traustason?

Illugi Jökuls vill meina að svo sé ekki og ég tek andskoti mikið mark á drengnum þeim.

En samt þvælist fyrir mér það sem Jón Bjarki Magnússon, blaðamður (fyrrverandi væntanlega?) á DV heldur fram, að Reynir Trausta hafi stöðvað grein hans um fyrrverandi (væntanlega?) bankastjóra Landsbankans.

Það er orðið þannig að maður fer í hundrað hringi á degi hverjum.

Tortryggnin er alls ráðandi og það er ekki að tilhæfulausu.

Það er vont að lifa þannig.  Eiginlega ómögulegt enda kallar það ekki fram bestu hliðar fólks.

Hverjum á maður að trúa?

Arg.


mbl.is Segja blaðamann í herferð gegn DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Trúi engum! Tortryggi alla!

Hrönn Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 17:38

2 identicon

Ha! Nú falla þeir báðir. Ljúga upp á drenginn. Biðja lögreglu afsökunar! Hversu ósmekklegir geta menn orðið, hversu marga ljúgandi feðga á þetta land?

Jón Bjarki er hetja. 

lillibo (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 18:29

3 identicon

Já það er málið maður fer í marga hringi á hverjum degi það er að segja ef maður er svo óskynsamur að fylgjast með fréttum og umræðum á netinu. Er búin að vera í landflótta hugleiðingum síðan í gær eftir að hafa horft á Silfrið og veit nákvæmlega ekki hverjum er hægt að treysta eða hvort það er hægt að treysta einhverjum af þessu liði. En gott hjá Hillary að setja þetta egg á Ebay.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 19:13

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Og... núna vitum við hver er að segja satt og hver ekki :)

Heiða B. Heiðars, 15.12.2008 kl. 19:55

5 Smámynd: Bara Steini

Bara Steini, 15.12.2008 kl. 20:08

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þar sem ég vinn á hinum ógurlega miðli DV get ég upplýst ykkur um að ástæða þess að grein Jónsa Bjarka var ekki birt var að ekki var hægt að staðfesta hana. Blaðið hefur brennt sig illa á þannig fréttaflutningi og fer því að öllu með gát. Jón Bjarki er fínn strákur en dálítið öfgakenndur í skoðunum og vildi bara fá að vaða áfram með allt sem hann heyrði utan að sér hvort sem það var staðfest eða ekki. Hann er ungur og á vonandi eftir að læra.

Helga Magnúsdóttir, 15.12.2008 kl. 20:15

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Helga; Á þessum tíma VISSI ÉG með fullri vissu að þessu. Það var EKKERT MÁL að fá þetta staðfest.

Dúa: hann útskýrði af hverju hann var með upptökutæki... og ég skil hann vel

Heiða B. Heiðars, 15.12.2008 kl. 20:22

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já hann var einmitt hræddur um að þessi staða kæmi upp og hann sagði drengurinn að hann hefði verið búinn sem blaðamaður ef ekki væri fyrir upptökutækið.

Mér er óglatt yfir þessum andskotans heimi og ég er full aðdáunar á þessum strák.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.12.2008 kl. 20:36

9 Smámynd: Skarfurinn

Jón Bjarki er algjör hetja en feðgarnir Reynir og Jón Trausti eru búnir að vera , þeir hafa glatað öllum trúverðugleika sínum, þeir seldu sál sína til að halda jobbiinu. En varðandi Sigrjón Árnason og hans líka þá ættu þeir að sitja bak við lás og slá ef við byggjum í réttafarsríki.

Skarfurinn, 15.12.2008 kl. 21:12

10 Smámynd: Skarfurinn

Helga Magnúsdóttir þú reynir að verja ritstjórana þína og eigendur sem eru með allt niðrum sig í þessu máli, gættu að því að vinnur á mesta sorpriti landsins sem aldrei hefur fylgt neinum "siðareglum" en af hverju þá núna ?

Skarfurinn, 15.12.2008 kl. 21:15

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jenný.

Er ekki aðalatriðið að þú og þínir líkar í blogginu séu ekki að stunda svona vinnubrögð.  Skil svo sem afstöðu Reynis með að láta þagga niður í sér ef hann taldi að hann þyrfti stærra debat fyrir Harikari.  Minnir á að fjölmiðlar þurfa að komast úr eigu auðmanna.  En vinnubrögð karlsins í kjölfar afhjúpunar drengsins, eru siðlaus.  Ekkert annað orð lýsir þeim gjörningi.  

En mig langar aðeins að minnast á Illuga.  Hann var beittur en núna er hann ómarktækur.  Allir sem persónugera HRUNIÐ í Davíð Oddssyni, dæma sig úr leik í þjóðmálaumræðunni.  Núverandi ríkisstjórn hafði vald til og gat stoppað hrunadansinn, allavega Icesave hluta hans.  Það er núverandi ríkisstjórn sem raular Chris Rea slagarann, "Road to hell" fyrir þjóð sína.  Forsöngvarnir eru þau Solla og Harde og allir þeir sem draga athyglina frá þeirri hljómsveit eru í besta falli nytsamir sakleysingjar eða í versta falli eitthvað sem ég vil ekki nefna.  Hvort sem er um Illuga þá eru það hans líkar sem í dag treysta völd Ingibjargar og Geirs með því að nota mælsku sína til að afvegleiða okkur á meðan ósköpin eru fest í sessi.  

Einar Már er okkar maður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2008 kl. 00:49

12 identicon

Hvernig geturðu spurt þessarar spurningar þ.e. hverjum á maður að trúa?

Ef A kæmi fram í fjölmiðlum og segði að B hefði viðurkennt fyrir sér að hafa drepið konuna sína. B myndi síðan neita þessu í fjölmiðlum og skíta yfir A. Síðan myndir þú fá að heyra upptöku af samtali þeirra A og B þar sem B viðurkennir berum orðum að hafa drepið konuna sína, myndirðu þá spyrja; Hverjum á maður að trúa? Trúðu eigin eyrum!

Jói (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 01:28

13 identicon

Er gamli togaraskipstjórinn hann Reynir virkilega svo mikil mús að hann hræðist hótanir gamals gráhærðs fyrrum auðmanns sem þegar hefur tapað öllu og þá sérstaklega ærunni.

Stefán (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:59

14 identicon

Sæl ég hef bæði haft kynni af Reyni og honum Jóni. Reynir hefur ítrekað skrifað um föður minn þar sem að hann fer með fleipur. Reynir hefur líka logið upp í opið geðið á mér á sama tíma og hann var í hælunum á föður mínum. ég haf varað við þessum manni og hans fréttum í tíu ár og ég vissi að einn daginn þá kæmist nú loksins upp um hann. Því allar lygar komast upp um síðir.

Af Jón Bjarka að segja þá hef ég unnið með honum á tveim stöðum og það má alveg segja að hann sé öfgakenndur eins og kom fram áðan. En það sem að ég þekki af honum þá er réttlæti honum mikið hitamál og hann er óhræddur að berjast fyrir því sem að hann trúir á og tek ég ofan af fyrir honum með það. Þetta er skarpur strákur og hann er allt annað en lyginn

Guðbjörg Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.