Leita í fréttum mbl.is

Aumingja Óli og við öll

Maður á ekki að fíflast með tilfinningar annarra.

En mikið rosalegur bömmer er það fyrir forsetann að sjá eggið sem hann gaf Hilly á Ebay.

Kommon, er nokkuð glataðra en að sjá gjöfina sína á uppboði, sko gjöf sem maður gaf friggings forsetafrú Bandaríkjanna!

Þetta er ekki svona smámál eins og þegar frænkurnar gáfu manni forljóta úlpu eða buxur í jólagjöf í denn.  Föt sem maður hefði ekki farið í þó kalsár væru komin á lappirnar á manni og fingur að losna af í kuldanum.

Þá læddist maður og skipti gjöf í skjóli nætur og var síðan í erfiðleikum allt árið þangað til brast á með næstu jólagjöf og frænkurnar þráspurðu hvers vegna ógeðisflíkurnar héngu ekki á þolandanum.

Þetta með eggið er biggdíl.  Sko kemst í heimsfréttirnar.  Aumingja Óli.

Annars verð ég að játa að mér finnst þetta egg ekki fallegt (fyrirgefðu listamaður), soldið eins og því hafi verið klesst saman í bríari á fylleríi bara.

Aumingja Óli.

En Hillary má skammast sín smá að láta gjafir frá þjóðhöfðingjum renna inn á uppboðsvefi þar sem heimurinn verslar.

Mátulegt á hana að hún varð ekki forseti, skömmin á henni.

Aumingja Óli og við öll.

En svona í framhjáhlaupi, hvað er allra, allra ljótasta gjöf sem þið hafið fengið?

Ég fékk plastskraut í hárið í fermingjagjöf.  Einhverjum var verulega illa við mig í fjölskyldunni.

Þvílíkur andskotans viðbjóður.


mbl.is Gjöf forseta til Hillary Clinton á Ebay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi ekki vilja gjöf frá þessum manni. Held að Hillary sé mjög skinsöm kona

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúa: Nákvæmlega.  Nú verður legið yfir vefnum og engum fyrirgefið - aldrei sko.

Guðrún: Ég held sko að eggfjandinn hafi verið frá íslensku þjóðinni.

Búkolla: Nákvæmlega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.12.2008 kl. 17:38

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ja hérna hér. Þetta er nú meira skrumið allt saman. Og yfirborðsmennska. Til hvers að vera að dæla einhverju svona í hvort annað.. þið þjóðhöfðingjar.

En þetta þótti mér brjálæðislega fyndið:

frænkurnar þráspurðu hvers vegna ógeðisflíkurnar héngu ekki á þolandanum.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.12.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.