Sunnudagur, 14. desember 2008
Sjúskuð sætasta stelpan á ballinu
Reiði getur gert mann óbilgjarnan, óréttlátan og það getur verið erfitt að sjá hlutina í skýru ljósi.
Það gæti átt við mig, amk. stundum en ekki núna, best að taka það sérstaklega fram.
Sko, þegar ég heyri um mögulegar útskiptingar í ríkisstjórn þá finnst mér það yfirklór.
Þetta er svona eins og þegar flottasta stelpan á ballinu vaknar út í bæ eftir partí og klastrar yfir augnmálninguna áður en hún fer aftur á djammið.
Niðurstaða: Sæta stelpan er sjúskuð og útlifuð til augnanna og það fær ekkert dulið.
Það er talað um að Þórunni umhverfisráðherra verði skipt út og þá mögulega af því að hún leyfði sér að segja hug sinn um nýjar kosningar.
Halló - Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur akkúrat ekkert með bankahrunið að gera. Hún hefur engu klúðrað eftir fallið og ég held að hún ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur sé ein af þeim ráðherrum sem snúa EKKI við í manni maganum þessa dagana.
Á ekki að skipta út bílstjórunum á ráðherrabílunum bara og láta sem það séu öflugar breytingar á ríkisstjórn?
Svo er það íhaldið.
Sama klastrið þar, þó auðvitað sé það fagnaðarefni ef við fáum á sjá á bak Áddna og BB.
Málið er að aðalleikendur bankahrunsins í hugum fólks eru útrásarvíkingar, bankastjórar ríkisbankanna, Davíð Oddsson, nördinn í Fjármálaeftirlitinu, ISG og GHH ásamt auðvitað ráðherra bankamála og fjármála sem samkvæmt þessum orðrómi eru á leiðinni út.
Ég held að almenningur verði ekki ánægður fyrr en hann fær að exa á kjörseðilinn og þá væntanlega við nýtt fólk með nýjar og ferskar hugmyndir um alvöru lýðræði.
Segið svo af ykkur krakkar, þekkið ykkar vitjunartímia. Er ekki orðið nokkuð ljóst að þið eruð öll rúin trausti?
Gef oss friggings jólagjöf.
Þórunn minn afturendi. Þessi úrvalskona. Djísús. (Fyrirgefðu Þráinn).
Falalalalala
Uppstokkun fyrir áramót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:31 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Það er ekki hægt að fara í stóriðju fyrr en Þórunn er farin.
Góð ábending með bílstjórana.....strútar við stýrið
Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 21:35
Inná- og útafskiptingar núna breyta engu, nema inn verði fengnir aðilar utan þings og flokka. Sem verður ekki. Eina verkfæri fólksins til að skipta mönnum út og hleypa þeim ekki aftur inn eru kosningar. Þórunn á ekki sök á hruninu en er samt handónýt sem umhverfisráðherra.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 21:36
Einu sinni var skúringakona rekin úr ráðhúsinu fyrir að tala í síma. Sumir þurfa sko að axla ábyrgð. En þú getur huggað þig við að einn kandídat Sjálfstæðisflokksins í ráðherrastól er Guðfinna Bjarnadóttir, af því að hún er kona. Þessi kona sat í stjórn Baugs Group 1998-2003. And I'm not kidding!
Haraldur Hansson, 14.12.2008 kl. 21:37
Vá ég trúi því varla að ég hafi ekki kveikt á þessu sjálf með hana Þórunni. Auðvitað er þetta arfavitlaust að láta hana fara ef rétt reynist, ein af fáum ráðherrum sem er raunverulega með einhverja þekkingu á sínu sviði, öfugt við einn samráðherra sinn, nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn er Björgvin G. Sigurðsson... Og já, ég fagna fyrst manna ef Árni og BB fara, og þótt fyrr hefði nú verið. Held samt að það sé alveg hárrétt að það verður aldrei nein almennileg tiltekt í Stjórnarráðinu eða neinum stofnunum nema að Sjálftökuflokkurinn fari frá völdum. Held reyndar að Guðfinna sé MUN betri kostur þrátt fyrir setu í stjórnum en þeir sem fyrir eru. Það er reyndar liggur við ALLT betra en þeir.
Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 21:47
Ég fæ nú ekki séð að það breyti neinu hvaða apaköttur situr í hvaða stól. Sagt er að þjóðir fái þá ríkisstjórn sem þær eiga skilið. Hvað í andskotanum höfum við gert af okkur eiginlega?
Helga Magnúsdóttir, 14.12.2008 kl. 21:56
STÓRIÐJA já auðvitað þurfum við að reisa álver núna þegar bíla og flugvélaverksmiðjur loka hver í kapp við aðra.. svo langar mig til að okkur verði sagt hvað vantar marga miljarða til að landsvirkjun géti borgað niður rafmagnið vegna kárahnjúka... ástæðuna fyrir því að landsvirkjun vill virkja hverja sprænu tel ég að sé að lánin sem þá fást megi nota til að borga af öðrum lánum...
Þórunn er eini ráðherrann sem hefur tafið fyrir þessu bulli
Blaðurskjóðan, 14.12.2008 kl. 22:07
Sammála þér Jenný, það þarf að breyta en þessar tiltektir sem RÚV segir frá eru náttúrulega bara uppá punt. Þú orðar þetta best sjálf:
Í upptalningu þinni gleymir þú hins vegar Framsóknarósómanum sem hefur hlaupið í felur hver á fætur öðrum á undanförnum vikum. Guðni hættur, farinn og tekur ekki lengur þátt í þessu asnalega leikriti og Valgerður búin að láta vita að hún hafi ekki áhuga heldur.
Ég held að Íslendingar þurfi að fara að snúa sér að útrásarvíkingunum, við þurfum að magna seyð svo þeir snúi heim á ný og hafi með sér fullar ferðatöskur af peningum, þeim sömu og þeir höfðu með sér út, og skili þeim til íslensku þjóðarinnar.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 14.12.2008 kl. 23:34
Plástrar á krabbamein, duga ekki
Sigrún Jónsdóttir, 14.12.2008 kl. 23:37
Viðurstyggileg athugasemd hjá þér Sigrún Jónsdóttir !
Sævar Einarsson, 15.12.2008 kl. 00:35
Breytingar nú eru aðeins til þess fallnar að slá ryki í augu fólks. Láta það halda að það hafi haft einhver áhrif.
Nýir menn með sömu viðhorf og sömu hlýðni breyta engu.
Annað mál ef drengurinn í Fjármálaeftirlitinu færi og inn kæmi einhver með viti.
Meir þörf á að sýna breytingu þar en kojuskitpi í baðstofu ríkisstjórnarinnar.
101 (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 00:55
Ég heyrði í kvöld að Árni og Björgvin séu öruggir með tilfærslur í starfi
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.12.2008 kl. 01:02
Sé að ég er ekki eini snillinn sem fattaði strax hvað það er hentugt að losa sig við Þórunni Sveinbjarnard. v.þ.a. hún hefur sýnt viðleitni til að standa í ístaðinu gagnvart stóriðjugömmunum.
Svo má auðvitað bara kenna henni um bankahrunið í leiðinni...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 02:08
Sendi eftirfarandi bréf áðan til ISG (og Þórunnar.)
Utanríkisráðherra er eini ráðherrann sem ekki er með netfang.
Sæl Ingibjörg Sólrún.
Sendi þetta til aðstoðarmanns þíns þar sem þú býður ekki uppá netfang til þín beint.
Í fréttum er verið að tala um breytingar á ráðherraskipan. Mig langar að koma eftirfarandi skoðun minni á framfæri og það sem varð til þess að ég skrifa þetta er að ég veit að margir fleiri eru sama sinnis. Ég var kjósandi Samfylkingarinnar. Ég var ekki ánægð með samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn en varði það þó vegna ráðherravals ykkar. Sérstaklega hvað varðar Jóhönnu og Þórunni. Þær eru að margra mati þeir ráðherrar sem standa uppúr hvað varðar heilindi og fagmennsku. Ekki síst hafa þær staðið vörð umþað sem við kjósendur Samfylkingarinnar teljum að þið eigið að standa fyrir, réttindi fólks og réttindi náttúrunnar. Ef það er rétt að til standi að Þórunn víki þá er verið að gera mikil mistök. Þórunn hefur staðið vörð um umhverfisvernd, verið fagleg og hlustað á rök vísindamanna, evidence based, eins og krafist er að ég geri í minni vinnu. Fyrir það hefur hún þurft að berjast gegn (fjár)hagsmunum annarra en ekki gefist upp. Ef hún verður látin fara vegna einhverra hrossakaupahagsmuna mun ég aldrei aftur kjósa Samfylkinguna. Þér er kannski sama um það, hvað er eitt atkvæði. En ég get fullvissað þig um að fleirum finnst það sama. Fleira hefur reyndar orðið til þess að ég hef orðið afhuga Samfylkingunni eins og skortur á skilningi á stöðu þeirra sem munu horfa á eign sína hverfa á verðtryggingarbálinu eins og ég mun gera. En þarna var kornið sem fyllti mælinn. Peningar eru eitt, náttúra Íslands er annað, hún á að lifa okkur öll af.
Solveig (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 02:38
Takk, Solveig! Mun senda mjög líkt bréf!
Hlédís, 15.12.2008 kl. 06:33
Dittó, Jenný Anna.
Villi Asgeirsson, 15.12.2008 kl. 09:16
Plástrar á krabbamein, duga ekki, frábær athugasemd Sigrún.
Sólveig og Jenný Anna svo sammála ykkur um þessar frábæru konur. Þó ég sé búin að segja mig úr flokknum í mótmælaskyni.
Rut Sumarliðadóttir, 15.12.2008 kl. 09:52
Það segir allt sem segja þarf um Þórunni að "þessu liði" langi að losna við hana...
halkatla, 15.12.2008 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.