Leita í fréttum mbl.is

Bak við byrgða glugga

velkomin 

Miðað við hversu heimilisofbeldi er útbreitt vandamál og þá er ég að meina í hinum vestræna heimi, þá rata ekki margar sögur um það á bók.

Kannski vegna þess að umfangið er stórt og úrræðin fá, fólk vill ekki setja sig of mikið inn í þessi skelfilegu mál þar sem lífi kvenna og barna er ógnað.

Stundum les maður þó um þessi ofbeldismál sem framin eru í skjóli friðhelgi heimilanna en því miður allt of oft að þolandanum gengnum.

Sri Rahmawati fluttist til Íslands frá Indonesíu í leit að betra lífi. 

Hún var vinnusöm, dugleg og henni gekk vel að aðlagast og hún hafði fengið börnin sín tvö til landsins.

Sri lifði í heljargreipum ofbeldismanns, barnsföður síns og þeim harmleik lauk með því að hann myrti hana og dysjaði líkið á ruslahaug ekki langt frá Álverinu í Straumsvík.

Það er skelfilegt að lesa lýsingu lögreglunnar á þessum manni sem svipti Sri lífinu og gerði börnin hennar móðurlaus.

Honum virtist standa á sama, hann sýndi enga iðrun.

Þessi bók er ekki par hugguleg lesning en hún opnar augu manns fyrir þeim skelfilega raunveruleika sem felst í heimilisofbeldi þar sem fáar leiðir virðast færar fyrir þolandann og í þessu tilfelli endar málið á versta veg.

Með morði.

Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar bókina "Velkomin til Íslands" og hafi hún þakkir fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þetta er hryllilegt og ólýsanlegt að svona langt sé hægt að ganga áður en ofbeldismenn komast undir hendur yfirvalda.  Nú þekki ég ekki lög sem varða þetta í kjölinn en þó minnir mig að sé "ofbeldismaður" með lögheimili hjá fórnarlambi sé ekki hægt að bera hann út.  Eins þarf mikið að gerast til að svona menn séu dregnir til saka þó svo vísbendingar um heimilisofbeldi sé augljóst.  Það er næsta víst að þarna er víða pottur brotinn og margir ganga lausir sem ættu með réttu heima bak við lás og slá - eða jafnvel á lokuðum geðdeildum landsins.

Þetta er bara ömurlegur veruleiki.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.12.2008 kl. 19:49

2 Smámynd: Ragnheiður

Þessi bók er efst á óskalistanum fyrir jól. Ekki þar fyrir að mig hlakki til að lesa hana, heldur hef ég gott af því ...

Ég verð samt viðbúin og mun hafa með mér marga vasaklúta áður en ég opna hana

Ragnheiður , 9.12.2008 kl. 19:49

3 Smámynd: Ragnheiður

LísaB: venjulega höfum við konurnar þurft að flýja heimilið.

Ragnheiður , 9.12.2008 kl. 19:50

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

man svo vel eftir thessu máli, manni hraus hugur vid ad fylgjast med thvi á sínum tima. Mjøg gott ad skrifa søgu thessarar konu, efast samt ekki um ad thessi bók sé ekki léttlesin.

hafdu gott kvøld Jenný

María Guðmundsdóttir, 9.12.2008 kl. 19:51

5 identicon

Já og eina veit ég um sem húkti með barnið sitt 5 ára og á steypinum með barn nr 2 ,á löggustöð nótt eftir nótt. Og í þá daga var ekkert athvarf.Barnið var ósköp lengi að púsla sér saman á fullorðinsárum.Ofbeldi er óþolandi í hvaða mynd sem það er og í mínum huga aldrei ásættanlegt.Ég þekkti aðila sem tengdust morðingjanum og þetta mál er hryllilegt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 20:09

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er mér með öllu óskiljanlegt hvað fólk getur verið grimmt!!

Hrönn Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 20:47

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég ætla að lesa þessa. Las einu sinni bók sem heitir Rúmið brennur og ég man hvað ég varð glöð þegar konan kveikti loks í mannfjandanum.

Helga Magnúsdóttir, 9.12.2008 kl. 21:07

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég veit það Horsí - veit það.  Og það er eitt af því sem er líka alveg ömurlegt, útaf þessum ólögum.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.12.2008 kl. 21:13

9 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Takk fyrir lesturinn og umsögnina, Jenný. Þetta er vissulega ekki par hugguleg lesning, eins og þú orðar það. Ég er samt ánægðust með að hafa komið hennar sögu á framfæri, því hún var alltaf ósögð. Allt sem hann sagði um hana stendur um aldur og ævi í dómsskjölum og það er ömurleg lesning. Hún gat ekki varist þeim ásökunum. En bókin segir sögu þessarar hörkuduglegu konu, sem vildi bara búa sér og börnunum sínum betra líf. Mér fannst mjög áhugavert að "kynnast" henni og ekki síður fjölskyldu hennar, því mikla dugnaðarfólki (sem minnir mig á: Sigurgeir mágur hennar, sem hefur núna fyrir 8 manna fjölskyldu að sjá, er búinn að missa vinnuna. Hann hefur verið í húsvörslu og eftirliti í stórbyggingum, en kreppan hafði vinnuna af honum. Ef einhvern vantar mann í vinnu...)

Takk, Jenný.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 9.12.2008 kl. 23:42

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lísa: Satt.

Ragga: Þú getur fengið mína bók.

Og auðvitað eru það konurnar sem þurfa að flýja heimilin.  Það er auðvitað vegna þess að skilningur á málinu var ekki fyrir hendi þegar Alþingi fjallaði um málið á dögunum.

María: Skelfilegt, það er rétt.'

Birna: Það eru margar sorgarsögurnar og ekkert lát á því miður.

Helga: Man eftir þeirri bók.

Hrönn: Sammála.

Ragnhildur: Takk.  Með hverri sögu færumst við nær skilningi á þessum erfiða málaflokk.  En það er vont að enn skuli konur deyja vegna heimilisofbeldis.

Hér með lýsum við eftir vinnu handa Sigurgeiri.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.12.2008 kl. 00:28

11 Smámynd: Ragnheiður

já takk fyrir það

Ragnheiður , 11.12.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 2986831

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband