Leita í fréttum mbl.is

Jólablogg hið þriðja

 

Og vér reynum að vinna upp tapaðar jólafærslur.  Ætla ekki að kreppublogga fyrr en í fyrramálið þannig að þið sem eruð í kreppuafneitun haldið ykkur úti því strax eftir Silfur Egils þá geysist ég fram á kreppuvöllinn  reddí tú kill.

jólaskór

En...

það er þetta með jólagjafir.  Allt í góðu með þær sko, finnst gaman að gefa þær og svona og reglulega gaman að fá þær líka. 

Ég held samt að ég sé óforbetranlegt kontrólfrík.

Mér er illa við að láta koma mér á óvart.

Eins og í fyrra þegar stelpurnar mínar gáfu mér ferð til London í janúar.

Ég varð svona hálf móðguð. Gefa mér Londonferð án þess að bera það upp við mig fyrst!  Frekjan!! Ég tók fimm í að jafna mig og knúsaði þær svo í klessu og var rosalega glöð með gjöfina.

Ég er ein af þeim sem vill ekki fyrirsjáanlegar gjafir frá eignmanni (hver þeirra sem í hlut á sko).

Ég vil ekki sjá skartgripagjafir eða eitthvað svona "rómantískt kjaftæði" af því mér finnst ekkert rómó við að minn heittelskaði hlaupi Laugaveginn á Þorláksmessu og kaupi einhvern karatsfjölda handa mér.  Gerir ekkert fyrir mig.  Ég þigg hins vegar með þökkum bók eða flík sem ég vel sjálf.

Ég vil heldur ekki blóm á konudögum og mæðradögum.

Lít ég út fyrir að vera sérstakur styrktaraðili blómabúða?  Ég hélt ekki.

En ég elska litlu hlutina, þegar eitthvað fallegt er sagt við mig svona óforvarandis, ferð á kaffihús upp úr þurru, hlýlegt augntillit og þessir sætu hlutir sem sagðir eru yfir kakóbolla í skammdeginu.

Það er rómans börnin góð.

jólakjólar

Kostar ekkert.

Húsband er verri en ég.  Hann er með standard svar til barnanna okkar þegar þau spyrja hann hvað hann vilji í jólagjöf.  Hann segir:  Hlýlegt handtak og koss á kinn.

(Og þau verða undantekningalaust pirruð og segja; ohhhh það er engin gjöf!!).

Ég er búin að sjá það að með þetta gjafa CV er ég draumur hvers manns.

En það er af því að þeir vita ekki hversu helvíti örlát ég er á sjálfa mig þegar ég slepp í fata- og skóbúðir ein og óstudd.

Falalalalala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þetta minnir mig á söguna af manninum sem fékk lítinn tóman kassa að gjöf frá litlu dóttur sinni ein jólin. Hann varð hálffúll út í dótturina og skammaðist örlítið í henni þegar hann tók utan af pakkanum. Þá sagði sú stutta: "En pabbi, sástu ekki alla kossana og knúsin sem ég setti í kassann, ég vildi bara að þú gætir alltaf fengið frá mér koss og knús þegar þér líður illa og ég er ekki hjá þér!"

Sá gamli skammaðist sín vitaskuld dálítið og fór strax að taka uppúr pakkanum. Mörgum árum síðar þegar hann var allur fór dóttir hans að ganga frá hans veraldlegu eigum og í náttborðsskúffunni fann hún litla kassann góða sem hann hafði haft hjá sér alla tíð.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 7.12.2008 kl. 00:05

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.12.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Jólin eru frábær.  Elska pakka.  Mundi aldrei láta mér detta til hugar að biðja um handtak eða kossa. Ekki hægt að pakka því inn .  En mér finnst ekkert rómó við jólin - ennþá.  Kannski þegar við hjónakornin erum orðin ein í kotinu.  En það er laaaaanngt þangað til.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.12.2008 kl. 00:14

4 identicon

Awww hvað þetta er sætt

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 00:16

5 identicon

Hlýlegt handtak og koss á kinn er mikið örlæti  Alla veganna kærleikur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 00:47

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mamma var svona: "Ég vil þæga og góða dóttur í jólgjöf"... púff!

Pabbi bosti bara og sagði: "Bara eitthvað fallegt"...???

Sjálf lendi ég í algjörum vandræðum með svona spurningar...ég vil láta koma mér á óvart! Hugsa að ég myndi samt vilja vera spurð að því hvort ég vildi fara til London í janúar...apríl-maí væri meira fyrir minn smekk... Frekar Kanarí í janúar, - rétt, - ég hata kulda.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2008 kl. 00:53

7 Smámynd: M

Ekkert vera að gefa okkur, við eigum allt segir mamma mín þegar ég bið um óskalista. Rosaleg hjálp ha!

M, 7.12.2008 kl. 00:55

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mitt svar er: Friður á jörð og kærleikur.......... Það þykir frekar erfið gjöf!

Hrönn Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 00:56

9 Smámynd:

Mér hefur alltaf þótt vænst um heimagerðu gjafirnar frá börnunum mínum. En mér þykir svakalega gaman að láta koma mér á óvart með flík eða einhverju sem mér þykir flott eða gott

, 7.12.2008 kl. 01:15

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gleymdi svo að segja ykkur regluna um jólagjafir til foreldra minna sem mamma setti eftir að þau pabbi tóku að reskjast: Ekkert dótarí, jólagjöfin verður annað hvort að vera æt, drekkandi, hægt að smyrja henni utan á sig (sturtusápa þar meðtalin) eða að skemmta sér fyrir hana (s.s. miðar í leikhús eða á tónleika). Jólskreytingar og jólastjörnur eru þó þegnar!

Bara nokkuð góð regla þegar fólk á allt sem það þarfnast og kærir sig um að eiga.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2008 kl. 01:27

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtileg færsla að vanda, ég er svona ein af þessum konum sem er vonlaust að finna gjafir handa, vil alltaf gefa öðrum allt strax, mér finnst svo hrikalega gaman að gleðja aðra, það er mín besta gjöf. Núna ætla ég samt að reyna að sofna, það er ekkert spes að vaka á nóttunni.  mér finnst að Silfrið ætti bara að vera núna.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 05:35

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eins og skrifað út úr mínu hjarta, algerlegaÉg segi spúsa mínum alltaf hvað mig langar í, í jólagjöf, en hann æðir samt ævinlega út korter fyrir jól og kemur með eitthvað allt annað....Börnin mín gegna mér, vel upp alin auðvitað og þar eru reglurnar eins og hjá foreldrum GrétuEigðu sælan sunnudag

Jónína Dúadóttir, 7.12.2008 kl. 08:25

13 Smámynd: Laufey B Waage

Ég er líka svona kontrólfrík, sem er ekki alltaf fyrir að láta koma mér á óvart. Og ég held ég sé líka snillingur í að gleðjast yfir litlu hlutunum sem ég á og hef og fæ og sé og finn - og allt það.

Laufey B Waage, 7.12.2008 kl. 10:13

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Blóm...ég hef alltaf elskað að fá blóm, þar sem ég elska blóm...ég hef meira að segja lent í því að fá blóm frá aðila sem ég kærði mig ekkert um að fá blóm frá og verið í vandræðum með hvað ég ætti að gera við þau, því ég tímdi ekki að henda þeim í ruslið...minnir að mér hafi tekist að troða þeim upp á einhvern annan...gat ekki hugsað mér henda þeim.

Óska þér þess sama og Jónína: Eigðu góðan sunnudag ...þrátt fyrir það sem þú kannt að heyra í Silfrinu!

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2008 kl. 10:21

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er eitthvað svo kósý og hlýtt þegar þú tekur þig til að segir Falalala  elsku Jenný mín, þú ert óforbetranleg og yndisleg manneskja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2008 kl. 11:12

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

holly-leaves-3.jpgSkreytum hús með greinum grænum

falalalala lalalala

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.