Laugardagur, 6. desember 2008
Jólablogg II (ekki jólaglögg)
Það er búið að vera brjálað að gera á kærleiks í dag.
Við nöfnurnar rukum í smákökubaksturinn og þar gekk á ýmsu.
Fyrst voru það súkkulaðibitakökur sem átti að baka.
Jenný Una setti upp svuntuna og amman líka og vígalegar tókum við til við að mæla og hræra.
Eitthvað fór uppskriftin illa því í ofninum runnu kökurnar saman í eitt jukk og fengu á sig undarlega lögun.
Sko, amman gleymdi hveitinu. Einum 500 grömmum eða svo.
Jenný Una sagði: Amma ertekki að lesa uppskrittina? (Ég bölvaði í hljóði).
Við skutluðum okkur í kókosdraumana og Jenný Unu fannst deigið helst til of gott.
Amman: Þú færð í magann barn ef þú borðar deigið svona.
Jenný Una: Nei, ég er baddn ég fæ ALDREI í magann minn.
Svo fór hún og vakti húsband með því að hoppa ofan á honum og segja: Afi, klukkan er ellefu, amma segirða og þú átt að koma og drekka kaffi.
Svo fóru þau að leika sér og dauðþreytt amman tók til við uppskrift númer eitt, að þessu sinni með hveitinu. Ég hélt að ég ætlaði aldrei að verða búin að setja á plötur, þetta er uppskrift fyrir mötuneyti í álverksmiðju. Svei mér þá.
Ég kallaði á barn til að hjálpa mér við að móta kökurnar enda þetta allt gert til heiðurs henni.
Barn: Ég nenni ekkert að baka meir, éra leika mér við afa minn.
Amman: Jenný Una þú ætlaðir að baka kökurnar með ömmu og gefa svo mömmu og pabba.
Barn: Þú getir alleg gerta sjálf ég má ekkert vera aððí. Svo hélt hún áfram í ballettleik.
Amman stóð því sveitt við bakstur fram eftir degi og bakarameistarinn sjálfur fyllti krukkur fyrir foreldrana og tók með sér heim hvar hún montaði sig vel og lengi yfir unnu dagsverki.
Annars var ég að velta því fyrir mér hversu eftirsóknarverður heiðarleiki barna er og þá einkum með tilliti til þess að hér virðast ráðamenn aldrei geta sagt það sem þeir meina umbúðalaust heldur pakka þeir kjaftæðinu í sér inn í jólapappír, yfirskreyta með slaufum og borðum og það er ekkert, alls ekkert inni í friggings jólapakkanum þegar manni tekst að opna hann eftir mikið erfiði.
Þeir mættu taka Jenný Unu Eriksdóttur og aðrar smámanneskjur sér til fyrirmyndar.
Segja bara nákvæmlega það sem þeir meina.
Falalalalalala
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þú ert undur skemmtilegur penni elsku Jenný mín, og mesta grínið er alltaf þegar nafna þín er hjá þér, sannleiksorð hennar eru yndisleg, börn eru svo hrein og bein. Hún átti auðvitað heiðurinn af öllum kökunum þó svo hún hafi ekki "nennt" að vera með allan tímann, án hennar hefði þá nokkuð verið bakað? knús
Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 20:41
Já svo sannarlega.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 20:41
Börnin eru blessun af guðs náð. Segja það sem þau meina og meina það sem þau segja. Svo fara þau að taka fullorðna sér til fyrirmyndar og missa þennan hæfileika........... að vera þau einlægu sjálf.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.12.2008 kl. 21:14
hengdirðu lykil á jólatréð í dag?
Brjánn Guðjónsson, 6.12.2008 kl. 21:27
Já sú stutta hefur sko munninn fyrir neðan nefið. Er hún kannski lík ömmunni sinni Já ég held að ef allir væru jafn heiðarlegir og blessuð börnin væri margt öðruvísi í heiminum. Ég bið að heilsa henni Söru þinni og Erik ef þau muna eftir mér og vilja taka kveðju minni
, 6.12.2008 kl. 21:47
Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2008 kl. 21:51
Hún er megakrútt þetta barn...
Eldra barnabarnið mitt stakk upp á því að við myndum hekla saman húfu á litlu systur....hún heklaði 4 lykkjur og var með það rokin í önnur mikilvægari verkefni eins og að fara í handahlaup og svoleiðis....nú sit ég sveitt og hekla fja.....húfu í stað þess að skrifa fyrirlestur sem ég á að flytja eftir helgina..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.12.2008 kl. 22:03
Huld S. Ringsted, 6.12.2008 kl. 22:45
Yndisleg, lifandi færsla
Sigrún Jónsdóttir, 6.12.2008 kl. 22:48
Innlitskvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:01
Jenný er frábær x 2
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.12.2008 kl. 23:08
Ömmubetrúnginn er alltaf ljúft um að leza...
Steingrímur Helgason, 6.12.2008 kl. 23:26
Skemmtilestur, einmitt það sem á þarf að halda núna.
Smábroddur skemmir heldur aldrei fyrir, af munni barna..og allt það!
Solveig (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 23:36
Nákvæmlega
Ingibjörg Hinriksdóttir, 6.12.2008 kl. 23:37
Takk öll.
Dagný: Skila kveðjunni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.