Leita í fréttum mbl.is

Jólablogg

 abb

Nú er ég í öflugu jólastuði.

Í gær náðum við í Jennýju á leikskólann og hún kom til að gista.

Við erum búin að gera margt skemmtilegt hér á kærleiks og vorum farin að sofa snemma örþreytt enda við gömul og barnið ungt og uppátækjasamt.

Jenný og húsband héldu jólapikknikk á stofugólfinu, límdu upp allskonar á veggina sem Jennýju fannst passa við jólin og svo var dansað smá, farið í þrautakóng, lesnar sögur, sungið um Eiríksjökul og ég veit ekki hvað og hvað.

En núna er stúlkan aðeins að kíkja á "baddnaeddni" í "sjónvartinu" og svo ætlar hún að baka.

Amman má aðstoða.

Við ætlum sem sagt að smákakast.

Oliver er farinn aftur heim til London með foreldrum sínum.  Stutt stopp en þau koma aftur um jólin.

Farin að taka til í bakstur.

Dragið fram barnið í ykkur.

Góð ráð í kreppunni.

En gleymið engu.

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Svona jólakellingum eins og okkur er ekki viðbjargandi Jennsla mín. Reyndar er ég ekki að fara að baka smákökur..en ég er að fara að setja upp jólatré á eftir þegar ömmubarnaprinsessan mín kemur yfir og kætir okkur. Nú ætla ég að hella mér upp á jólakaffi og fá mér sopa eftir slyddulegt morgunþrammið með blöðin.

Knús á kærleiks.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.12.2008 kl. 08:38

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2008 kl. 08:39

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi... ég las "Jólaglögg"...

Jónína Dúadóttir, 6.12.2008 kl. 08:52

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég fer í svona ömmujólastúss seinni partinn i dag......en fyrst er það mótmælafundur við Austurvöll

Sigrún Jónsdóttir, 6.12.2008 kl. 08:56

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þá veit maður hvað er þér efst í huga, Jónína...

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2008 kl. 08:56

6 Smámynd: Laufey B Waage

Góða skemmtun við ömmubaksturinn.

Laufey B Waage, 6.12.2008 kl. 09:25

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þið heppnar -eða ekki- að vera allar kommnar í ömmustúss.  Sjálf bara með fermingardrenginn -og þrjá vini í gistingu, eins og oft um helgar.

Skilst á reyndri vinkonu að þetta gistingarstand hætti eftir ca. eitt ár, en finnst það reyndar frekar krúttlegt -þó að með ólíkindum sé hvernig þessir elskulegu slánar nenna að  gista allir saman í einu herbergi;  Það var ekki málið meðan þeir voru minni, en í dag...

Émeina, þetta lið er ekkert nema (langar) lappir og enn lengri handleggir og manni/konu finnst að það geti ekki farið vel um þá alla í frekar þröngu rými.   (Laumast líka inn yfir nóttina og breiði yfir þá aukateppi osfrv.)

En ójú, þeir eru alsælir -og þegar þeir loxins sofna, sofa þeir eins og steinar -til hádegis og gott betur, eins og unglingum er tamt.

Samt eru þeir bara svona litlir /stórir strákar, sem finnst ennþá spennandi að gista margir saman í herbergi.  Að ógleymdri Skottu, sem alltaf er með í dæminu.  Jæja, Er á meðan er... 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 09:37

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já Gréta, þarna kom ég laglega upp um mig

Jónína Dúadóttir, 6.12.2008 kl. 09:46

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2008 kl. 09:51

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er nú gaman fyrir ömmu að fá að aðstoða! er að fara að smákakast sjálf. Gangi ykkur nöfnunum vel

Huld S. Ringsted, 6.12.2008 kl. 09:56

11 Smámynd: Tína

Shit hvað ég hefði gefið mikið fyrir að eiga svona afa og ömmu eins og ykkur. Það var að vísu ekki raunin þannig að ég tek bara næsta sem er að ég ætla mér að verða svona amma eins og þú . Verst að ég veit ekki enn hvort litla skvísan sem fæddist í sumar sé ömmustelpan mín og dóttir hans Leifs eða ekki. En ég bæti þá bara upp tapaða tíma svo um munar ef hún reynist vera Leifsdóttir.

P.s Lítið að gera í búðinni þannig að ég ákvað að líta hérna snöggvast inn.

Tína, 6.12.2008 kl. 10:28

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég man vel þegar ég var smápatti, að 'hjálpa' mömmu að bara smákökur fyrir jólin.

yndislegar minningar.

nú er ég bara gamli skröggur og hættur að halda jól, enda mamma farin annað.

Brjánn Guðjónsson, 6.12.2008 kl. 10:46

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

En Jennslan mín..... þú tekur þér væntanlega frí frá bakarastússi til mótmæla ;) Svo er opið hús í Borgartúni 3 eftir mótmæli. Mikið væri nú gaman að sjá þig og Jenný Unu þar

Ég er pöntuð í piparkökumálaradjobb á morgun með þremur litlum jólasveinum

Heiða B. Heiðars, 6.12.2008 kl. 10:58

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Undanfarin jól skreyttum við pabbi piparkökur saman, sem mamma hafði bakað, það var auðvitað hún sem stjórnaði þessu og sá um að við gerðum þetta almennilega.

Nú er pabbi farinn annað og heilsan mín er ekki góð, kannski fær hún aðra til að skreyta, en kannski fer ég og skreyti nokkrar kökur fyrir hana.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2008 kl. 11:27

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég var nú svo galvösk áðan að ég hæklaðist inn í herbergisskáp með stórt veski´um hálsinn, fyllti það af jóladóti og dreyfi um alla íbúð, fór einar fjórar ferðir svo nú er þetta að byrja hjá mér.  Hér verður jólatréð skreytt seint, því London dóttir (sem er orðin 30) vill fá að vera með, annars kemur hún ekki fyrr en 23 svo ég veit ekki hvort ég get beðið svo lengi, Köben strákur kemur 21 svo kannski hann geri þetta í ár með mömmu og pabba.  Eigðu ljúfan Jennslu dag, þið ömgur eruð yndi. 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 12:43

16 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Frábært að lesa. Var farinn að hafa áhyggjur af þér, að kreppan væri bara að gleypa þig.

Njóttu dagsins. Þú átt það skilið.

Einar Örn Einarsson, 6.12.2008 kl. 12:57

17 Smámynd:

Ójá - nú skal jólastússast  Ég er að fara að gera konfekt með störu börnunum og mála (keyptar) piparkökur með litlu börnunum. Eigðu góða helgi

, 6.12.2008 kl. 12:57

18 Smámynd: Hugarfluga

Ég kemst ekki yfir hvað Jenný Una er lánsöm með ömmu sína og afa. Spáðu í hvað hún á eftir að eiga góðar minningar um samveruna með ykkur!! Æ lov it!!!

Hugarfluga, 6.12.2008 kl. 13:26

19 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir fallega samúðarkveðju Jenný mín

Marta B Helgadóttir, 6.12.2008 kl. 14:45

20 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 6.12.2008 kl. 15:04

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þið eruð krútt á Kærleiks

Hrönn Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 15:51

22 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég held að „jólin“ séu bara samsæri stjórnvalda til að fá okkur til að hugsa um annað en kreppuna. Það er ekki einleikið hvað það er stundum gaman (og jólalegt) þessa dagana ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.12.2008 kl. 16:28

23 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gurra þó

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2008 kl. 16:45

24 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Úpps, Gurrý, er það ekki?

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2008 kl. 16:46

25 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheh, þetta var bara grín ... og auðvitað smá öfund út í ykkur ömmurnar. Það er víst Gurrí, ekki með Ý ... Er í miklu jólastuði og les nú jólabækur út í eitt.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.12.2008 kl. 17:07

26 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jamms, Gurrí, ég þekki þá öfund, ég held samt að ég sé komin yfir hana.

Enda eins gott, þar sem ekkert bólar á barnabarni á mínum bæ, þó systur mínar eigi 18 barnabörn samtals, við erum 5 systur, sem sé 3,6 að meðaltali á hverja systur.

Já, gæðum hennar veslu er svo sannarlega misskipt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2008 kl. 17:32

27 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Að vísu má segja á móti að ég var ekki eins dugleg við að hlaða niður börnum og systur mínar, tvær þeirra eiga 5 börn hvor, sem auðvitað eykur líkur á fjölda barnabarna...

Mér finnst samt, satt að segja, dálítið súrt að yngsta systir mín, sem á "bara" 2 afkomendur eins og ég, skuli hafa orðið amma á undan mér, hún eignaðist sitt fyrsta barnabarn í fyrrahaust, á afmælisdegi pabba heitins, sem var mjög gaman. - Ég er nefnilega einnar-stelpu-mið-holl foreldra minna og 7 árum eldri en yngsta systirin.

Jenný mín, fyrirgefðu þetta familíu-raus í mér og gangi þér vel við baksturinn á kærleiks - en líklega ertu búin að baka núna, svo ég ætti víst að segja: vona að bakzturinn hafi gengið vel (slæddist óvart smá Stgr. með)

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2008 kl. 17:40

28 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Úpps, þarna feilaði ég mig aðeins og má til að leiðrétta það, ljótt að gleyma einum, barnabörnin eru 19 = 3,8 á mann.

Móðir mín mundi þetta auðvitað upp á hár.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2008 kl. 18:03

29 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hva, er að koma jól? Ég er enn í sæluvímu yfir hitabylgjunni í sumar! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.12.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband