Leita í fréttum mbl.is

DG og Ingibjörg

Ég er deddsjúr á því að ég get þakkað mínum sæla fyrir að hafa verið svo upptekin í að halda matarboð fyrir stelpurnar mínar og barnabörn að ég hafði ekki tíma til að brjálast endanlega vegna nýjasta útspils gleðitríósins DG og Ingibjörg.

Ég meina dagurinn í dag getur gert hvern friðarsinna að klikkuðum og stjórnlausum ofbeldismanni.

Hann (D) segist hafa varað Sollu og Geira við og bankarnir myndu ekki meika það, nánar tiltekið í júní s.l.

Solla segist ekki hafa hitt Davíð allan júnímánuð.

Geir segir eitthvað alt annað.

Dásamlegt.

En ég var sem sagt í að elda hakkabuff með lauk og spæleggjum handa minni elskulegu fjölskyldu.

Í fyrsta skipti á þessu ári voru allar dætur mínar hjá mér í einu.

Öll barnabörnin mínus það elsta sem komst ekki vegna anna.

Þetta var ljúf stund.

Ef ég gæti eldað mig út úr raunveruleikanum þá væri ég til í það.

Ég myndi taka upp kartöflur 24/7 í brjáluðu roki og blómkál líka, ef það gæti fengið þetta lið sem er að vaða yfir okkur á skítugum bomsunum til að taka pokann sinn.

Ég myndi ganga svo langt að hætta að reykja á spottinu ef þeir létu sér segjast.

Jájá, drímonmæman.  Mun ekki gerast.

Sjáumst tvíefld á morgun þar sem við höldum áfram að moka út úr stjórnarfjósinu.

Úje.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vó ég sá þig alveg fyrir mér í kartöfuupptöku í stígvélum, úlpu í lopapeysu og með húfu

Hrönn Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....það var hinsvegar blómkálið sem vakti hjá mér grunsemdir um að þú værir að fíflast í mér......

Hrönn Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fullángt gengið með þetta að hætta að zmóka í úlpunni...

Hvorki ég né Dúa féllum nú fyrir þezzari tilraun...

Træ again, girlí ...

Steingrímur Helgason, 5.12.2008 kl. 00:11

4 identicon

Jamm, vona að hakkabollurnar hafi verið góðar og allir spjallað og slappað af eftir matinn. Til hvers að ergja sig lengur á þessu stjórnarsamstarfi? Nú er öll ábyrgðin á Samfylkingunni af því Sjálfstæðisflokkurinn tekur ekki ábyrgð, þorir það einfaldlega ekki, vill að einhver annar geri það, betra að hafa sökudólga við svona aðstæður.Geri utanríkisráðherra, formaður Samfylkingar ekkert á næstunni, þá er hætt við klofningi innan Samfylkingar, því hversu lengi er hægt að halda óánægjuröddunum innan flokksins sem leyndó? Svipað og suðan kemur upp á kálinu? Tíðinda er að vænta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki þrek til að segja starfsmanni sínum upp, þ.e. Seðlabankastjóranum, vinnunni. Hver á þá að gera það? Samfylkingin. Og ef Davíð blessaður ætlar í stjórnmálin aftur, þá hefur ýmislegt breyst frá því hann var og hét sem "aðal", t.d. þúsundir kjósenda 18 ára og eldri sem muna ekkert eftir honum. Ég spái því að stjórnin springi fyrir jól, til að þingmenn og ráðherrar geti slakað á yfir hangikjötinu í jólafríinu og byrjað að rútta sig saman eftir jólafrí. Ef Ingibjörg samþykkir þá niðurlægingu sem Björgvin hefur þurft að takast á til að halda flokksfriðinn, þá ætti hún að rifja upp kafla um virðingu fyrir manneskjunni í Mannréttindasáttmálanum. Jæja, gott að blása út. Takk fyrir að lesa þetta.

Nína S (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 00:22

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

DG og Ingibjörg - þú ert æði.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 00:39

6 Smámynd: Brynja skordal

Æðislegt að hafa fjölsk alla hjá sér En mér finnst BG og Ingibjörg miklu flottara enda var það góður Dúett góðar stundir

Brynja skordal, 5.12.2008 kl. 01:22

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott

Jónína Dúadóttir, 5.12.2008 kl. 07:02

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Það jafnast ekkert á við góða stund með þeim sem manni þykir vænst um.  Gott að gleyma öllu dægurþrasi smá stund ekki satt?

Ía Jóhannsdóttir, 5.12.2008 kl. 08:12

9 Smámynd: Laufey B Waage

Það hefur örugglega verið stuð og stemmning á kærleiks.

Þegar einkasonurinn kemur í bæinn, hóa ég alltaf í frumburðinn og hennar fjölskyldu í mat. Og þá er sko gleði og glaumur í rauða húsinu við hafið.

Laufey B Waage, 5.12.2008 kl. 08:55

10 Smámynd: Konráð Ragnarsson

"Oft er brauð undir áleggi" Eina vitlega sem mér dettur í hug þessa stundina.

Konráð Ragnarsson, 5.12.2008 kl. 09:00

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Frumburðurinn minn og barnabarn voru í mat í gær og hvað heldurðu..Við vorum með hakkabuff með lauk og spæleggi!!! Voða gott og svo er stefnan sett á saltkjöt og kartöflur í kvöld. Og bannað að tala um pólitík við matarborðið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.12.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.