Leita í fréttum mbl.is

Aumingjahrollur hér kem ég

Ég skil pirring Dana út í Íslendinga.

Kommon íslenskir sýndarauðmenn keyptu nánast upp Strikið og einkum og sér í lagi fyrirtæki sem Dönum eru kær.

Að kaupa D´Angliterre og Magasin DuNord er eins og að láta útlending kaupa Ráðhúsið eða Þjóðminjasafnið, svei mér þá.

Reyndar hefur íslenskur almenningur ekkert gert Dönum, þeir mættu alveg hafa það í huga.

Nokkrir vísir menn í Danmörku skrifuðu í blöð og bentu á að auðæfi sýndarauðmannanna stæðust ekki nánari skoðun.

Þeir voru úthrópaðir fyrir vikið.  Þeir eru öfundsjúkir sagði fólk.  Þola ekki að Íslendingar slái í gegn.

Mér finnst að Uffe Riis Sörensen, fyrrum ritstjóri hitti gjörsamlega naglann á höfuðið þegar hann segir að aðgangsorð íslenska helvítisins sé frekja og hroki.

Það er sárt að láta segja svona um sig en það er satt.

Frekja og hroki með dassi af mikilmennskubrjálæði er það sem einkennt hefur þá sem þátt tóku í "útrásaræðinu".

Þessir sem seldu Ísland sem best í heimi á allan mögulegan máta.

Aumingjahrollur hér kem ég.   Láttu mig engjast.

Úff.


mbl.is Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sonur minn sem býr í Köben og hans vinir sem eru margir hverjir Íslendingar hafa alveg sloppið við leiðindi, enda eru þeir bara venjulegt vinnnandi fólk og voru ekki að kaupa neitt af Dönum. Ég held að almenningur í Danmörku vorkenni okkur frekar en hitt, en auðvitað er það bland í poka eins og annað.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.12.2008 kl. 11:04

2 Smámynd: Beturvitringur

Sæl Jenný. Mér er næst að skrifa undir þessa færslu: "Ditto". Hef hugsað þetta frá okkar hlið, - ef "útrásar"-Danir hefðu hegðað sér svipað hérna. Maður hefði rifnað á saumunum.

Þess vegna gladdi það mína litlu Íslendingssál þegar sýnd voru viðtöl við almenna danska borgara og þeir réttilega sögðu (allir, minnir mig) að þetta hefði ekkert með HINNA ALMENNA ÍSLENDING að gera, enda ættu þeir ekkert sökótt við þá > OKKUR (Det bor en bager i byens gade...) 

Beturvitringur, 3.12.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Han bager kringler og julekager

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2008 kl. 11:14

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er saman að koma í ljós hversu mikil og djúp þau sár eru sem íslenska þjóðarsálin (sjálfsmynd þjóðarinnar) hlaut eftir að tilraunir nýríkra kjöt og bjórsala og frjálshygginna braskara til að ná alheimsyfirráðum í skjóli íslenskra yfirvalda, fóru út um þúfur.

Því miður mun það taka lengur að græða þau sár en það tók að verða sér út um þau.

Ég held að sjálfsmynd þjóðarinnar hafi ekki verið mjög beysin fyrir og þess vegna svíður henni meira enn ella þegar útlendingar núa salti í sárið.

Ég er samt einn þeirra sem trúi því að Ísland eigi eftir að rísa úr öskustónni efnahagslega, jafnvel fyrr en aðrar þjóðir sem eru rétt að byrja að átta sig á umfangi þessarar heimskreppu.

En til hvers að rétta út kútnum efnahagslega þegar að sjálfsmyndin er byggð á eiginleikum sem munu leiða þjóðina fljótlega út í sama fenið aftur.

Eða að hvaða leiti hefur íslenskur almenningur sem mætt hefur í mýflugumynd til að mótmæla ástandinu, íslenskir auðjöfrar sem nú búa við alsnægtir í útlöndum eftir að hafa haft af íslensku þjóðinni miljarða á miljarða ofan, eða þá stjórnvöld sem enn róa lífróður til þess fyrst og fremst að missa ekki völd sín, sýnt að græðgi og hroki sé á undanhaldi á Íslandi?

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.12.2008 kl. 11:26

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er smá saman....átti þetta að vera kæra Jenný.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.12.2008 kl. 11:27

6 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Þegar íslendingar (JÁJ) keyptu Magsin Du Nord, var það löngu farið á hausinn. Leifarnar vor reknar af Danske Bank af engum áhuga og án nokkurrar fyrirhyggju. Þega bankinn losaði sig við Magasin voru þeir dauðfegninr því að einhverjir vildu kaupa svona vonlaust fyrirtæki. Það tók nýja eigendur ekki langan tíma að rífa þetta gamalgróna verslunarfyrirtæki upp úr skítnum og til að skila hagnaði. Það áttu margir erfitt með að sætta sig við og þá sérstaklega Danske Bank sem hafði reynt að reka sjoppuna og árum saman reynt að selja.

Uffe Elleman Jensen, stórvinur Íslendinga, sagði einu sinni í sjónvarpsviðtali að það besta sem gat komið fyrir Magasin, var að það var selt mönnum sem höfðu áhuga á rekstri þess. Þess fyrir utan sagði hann að stærsta breytingin við íslenskt eignarhald var sú að, skyndilega var viðskiptavinum veitt þjónusta. Það hafði ekki verið í mörg ár á undan.

Steinmar Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 11:28

7 identicon

Algerlega!!!

alva (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 11:42

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þetta snýst að mínu viti ekki um hvað var keypt, kannski frekar um hvernig það var keypt. Stundum með fjármunum, en aðallega þenslu-peningum (lesist skúffu-fyrirtækja-loftbólu-peningum).

Síðan bættu "útrásar víkingarnir" okkar við stóru dassi af hroka og yfirlæti, og sjá, við vorum illa liðin löngu fyrir hrunið hjá mörgum nágrannaþjóðum okkar. Kannski ekki heilt yfir, en án nokkurs vafa að hluta.

Ég var einmitt að fjalla aðeins um mismunandi skilning á útrásar víkingunum okkar áðan: http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/732915/

Baldvin Jónsson, 3.12.2008 kl. 12:41

9 identicon

Það eru svo margar sorglegar hliðar að koma í ljós.Ein er að, sá sem skrifar bókina um klappstýru auðmannanna(ólaf Ragnar forseta)er á styrkjum frá útrásarliðinu sem stýrði bönkunum.Siðleysið er í mörgum myndum og fleira á sennilega eftir að koma í ljós því miður.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 12:54

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Í framhaldi af athugasemd minni um sjálfsmynd þjóðarinnar er rétt að taka það fram að mér finnst hún vera byggð á röngum forsendum. Það er vitað að besta leiðin til að fá fólk til að kóa með sökudólgunum er að fá það til að trúa því að það sé samsekt.

Í ágætri grein sem AK-72 birtir á blogginu í dag og er reyndar byggð á athugasemd úr öðru bloggi eftir grandvaran mann sem heitir Sigurvin, kemur eftirfarandi fram.

Ef ársskýrsla seðlabankans fyrir 2007 er skoðuð og aðrar upplýsingar má sjá að útlán bankanna skiptust nokkurn veginn svona:

59% til erlendra aðila

32% til innlendra fyrirtækja, sveitarfélaga o.sl.

9% til heimilanna

Af þessum 9% voru ca 60% íbúðarlán sem þýðir að ca 3,6% útlána bankanna voru s.k. neyslulán þ.e. yfirdráttur, bílar, sumarhús, hjólhýsi, flatskjáir....

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.12.2008 kl. 13:30

11 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Það er svo margt sem er alveg á haus í þessu öllu saman.

Á tímabili voru aðalvarðhundar Baugsveldisins af vinstri vængnum, og jafnvel var öryrkjabandalagið að verja þá. Það þarf að vinda ofan af þessu öllu saman.

Mér finnst svo margt ótrúverðugt í þessu öllu. Útrásarkóngarnir höfðu sitt big band sem spilaði undir.

 Þar er ég að tala um forvígismenn allra flokka og þessa svokölluðu verkalýðsforkólfa. Allir blésu í útrásarbásunurnar og lögðu lífeyri okkar að veði. Forseti landsins meðtalinn, sem spilaði margar sólóstrófurnar í elítupartyunum, en hann sjálfur er búinn að gleyma eigin orðum, þegar hann sagði fyrir sitt fyrsta kjör að forseta væri ekki hollt að sitja meira en 2 kjörtímabil. Svo ætlar hinn sami að fá mann til að líta upp til sín eftir allt saman. O svei attann.

Treysti engum af þessum sitjandi þingmönnum.

En ég deili aulahrollinum með þér.

Einar Örn Einarsson, 3.12.2008 kl. 13:40

12 Smámynd: halkatla

Jenný þú ert að tala algjörlega útfrá mínu hjarta í dag

Ég man alveg að þegar þetta var að gerast (menn að kaupa dönsku fyrirtækin) þá naut ég þess að vita af dönsku þjóðinni pirraðri og miður sín, ég veit ekki hversvegna, gæti hafa verið útaf einokunarversluninni og því, en eníhú, það er ekki hægt að segja að þetta komi neitt á óvart

halkatla, 3.12.2008 kl. 14:28

13 Smámynd: María Guðmundsdóttir

nei held einmitt ekki, their hafa um adra og tharfari hluti ad hugsa. Hef enga trú á ad almennur danskur borgari beini nokkru ad hinum almenna islendingi,enda vita their sem er ad thetta var fámennur hópur "brjálædismanna" á ferd sem keypti allt sem hreyfdist..hvort sem thad stód næstum á haus edur ei....

María Guðmundsdóttir, 3.12.2008 kl. 18:45

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jenný.

Afhverju kaupir þú það einn, tveir og  þrír að útrásarliðið okkar hafi allt verið að drepast úr hroka og græðgi?  Gunnar Smári kemur þannig fyrir við fyrstu kynni og hefur eflaust stuðað marga í blaðabransanum.  Einnig hefur það stuðað marga Dani ólík fundamenning þeirra og okkar Íslendinga.  En hvað sem verður sagt annars um Íslendinga þá hafa þeir ekki orð á sér fyrir hroka.  Er það hroki og ósvinna að kaupa fyrirtæki í öðrum löndum?  Danir gera það og flestar aðrar vestrænar þjóðir.  Er það bara hroki þegar Íslendingar gera það?  

Ókei, við fórum á hausinn með okkar bankarekstur og ýmsir lestir komu þar við sögu.  En það er ekkert sérÍslenskur eiginleiki að fara á hausinn.  Danir björguðu sér frá dollaraþurrð með gjaldeyrisskiptasamningi við Bandaríska seðlabankann, eitthvað sem Seðlabankinn okkar fékk ekki.  Stærstu bankarnir í Danmörku standa mjög illa og það er öruggt að þeir verða komnir í ríkiseigu innan árs ef þá Danska ríkið á þá til pening til að bjarga þeim.  Það er spurning því Danskir hagfræðingar hafa bent á að ríkissjóður þeirra ráði ekki við að ábyrgjast innlán eins og hann hefur lýst yfir.  Þegar þetta gerist mun þá þessi illmælgi  danans  gilda líka um Danska ríkisborgara?.  Og hvað þá með öll hin löndin sem eru að missa bankana sína i þrot?  Verður þá Bhutan eina landið sem er ekki forgarður helvítis?

Ég held að við ættum aðeins að staldra við þegar við tökum undir níð um okkur sjálf.  Allt er þetta grjótkast úr glerhúsi.  En við ættum að læra af óförum græðgiskapítalismans og reyna að hindra að hann verði endurreistur í óbreyttri mynd eins og markmið núverandi ríkisstjórnar er.  Okkur væri nær að hætta þessarri sjálfsvorkunn og hreinsa útúr stjórnarráðinu.  Það væri góð jólagjöf til þjóðarinnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.12.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.