Leita í fréttum mbl.is

Vöruskipti; Er það málið?

Kannski er hægt að lifa án peninga. 

Ég hef t.d. lesið um manninn með milljóndollaraseðilinn, hann gat það.

Forstjórar stórs og forríks fyrirtækis sem ég vann fyrir, fyrir margt löngu höfðu lægri laun en skúran en höfðu tvo bíla hvor og allir reikningar voru borgaðir af firmanu.  Lyftu ekki upp buddu þeir tveir.

Samt held ég að það sé ekki þetta sem átt er við hérna í fréttinni.

En ég er með HU-mynd (Jenný Una notar þetta mikið).

Hafið þið heyrt um fólkið sem lifir á ljósinu?

Nehei, voðalega vitið þið lítið.

Ég veit um fólk í Austurríki sem borðar aldrei og drekkur aldrei.

Þekki mann sem reyndi að taka þátt en hann var ekki nógu heilagur (enda skíthæll) og nærri dó.

Kannski er þetta eitthvað sem ég ætti að snúa mér að.

Lifa á orku sólarinnar eða tunglsins, það er í alvörunni fólk sem sveltir sig á bæði mat og drykk eins og að drekka vatn (flott orðað hjá mér úje).

(Ég skrifaði eftirfarandi hér á bloggið um daginn sem sýnir enn frekar hvað ég er misheppnuð með samlíkingar.  "Þeir sitja meðan stætt er".  Ég veit það, þarf að leita mér lækninga).

En...

Að alvöru máls.  Ég efast um að hægt væri að fara í vöruskipti á Íslandi og við þá hætt að nota handónýta krónuna.

Við erum svo góðu vön.

Maður þarf t.d. að redda eftirfarandi fyrir sunnudagssteikina.

Lambalæri, kartöflum, rósakáli, efni í sósu og salati.

Hverju gæti maður skipt út fyrir það?

Eyrnapinnum kannski?  Húsgagnaolíu (á tvær flöskur) eða Champellssúpum sem ég hef viðað að mér eins og ég sé á leið í meiriháttar einangrun?

Veit ekkert um svona.  En ég er þó svo gömul að ég man alveg þegar eggin voru skömmtuð fyrir jólin.  Það situr enn í mér.  Egg eru mér heilög vara.

Súmí.


mbl.is Er hægt að lifa án peninga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég væri til í að skúra bankaútibúið mitt fyrir afborgunum af lánum

Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 00:22

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Það eru ekki svo mörg á síðan að egg voru skömmtuð, eða er það??

Guðni Már Henningsson, 1.12.2008 kl. 00:38

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég á þrjár hálfdósir af Ora grænum baunum, ég myndi skipta þeim fyrir ýmsilegt

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.12.2008 kl. 00:40

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður þrífst varla á ljósi einu saman hér upp á Fróni, enda næstum alltaf dimmt á þessum árstíma, en þetta með vöruskiptin, ég veit ekki hvernig ég færi að, þarf að leggjast undir feld og hugsa málið

Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 00:50

5 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Ég hef nú bara aldrei heyrt að egg hafi verið skömmtuð enda náttúrlega af landsbyggðinni!     Var virkilega sagt: "Nei, því miður þú getur bara fengið 5 egg núna en komdu aftur á þriðjudaginn í næstu viku!"  Jafnvel ekki: "Nei, bara kíló á mann!"   Það eru þó 15-18 egg í kílóinu!   Er ekki skilyrði að um nytjavöru sé að ræða þegar skipt er.    Ég mundi annars gjarna vilja láta eitthvað af gler- og smámunadraslinu sem konan mín er alltaf að sanka að sér í skiptum fyrir eitthvað sem hægt væri að nota - væri ekki við hæfi núna eins og ástandið er að biðja um að fá sprengiefni í staðinn - eða eitur!   10 jólasveina fyrir kíló af TNT eða DDT!!!      

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 1.12.2008 kl. 01:05

6 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Svarið er nei ekki í dag

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 01:23

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Egg eru ennþá frekar ódýr -og hafa alltaf verið.   Stöldrum frekar við áður enn allt annað hækkar.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 01:46

8 identicon

Sæl.

 Í mai kostaði "Princess" tepakki í Bónus 99 kr svo 119 kr síðan 129 krónur í síðutu viku 159 krónur og í gær 179 krónur.Reiknið nú út prósentuna síðan í mai. Góðar stundir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 03:35

9 Smámynd:

Já ekki bara eggin - rjóminn var líka skammtaður fyrir hátíðir. Þetta vara lúxusvara. úff hvað ég er orðin "þroskuð"

, 1.12.2008 kl. 04:35

10 Smámynd: Ransu

Mér skilst að fólkið nærist á innra ljósi, svo að það hlýtur líka að vera hægt hér á hjara veraldar.

Reyndar hafði ég heyrt að þessi hópur væri í Sviss, en þeir eru kannski fleiri hóparnir sem eta ljós í ölpunum.

Ransu, 1.12.2008 kl. 07:35

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég prjóna lopapeysu, húfu og vettlinga í skiptum fyrir kjöt

Jónína Dúadóttir, 1.12.2008 kl. 07:54

12 Smámynd: Kolgrima

Dúa mín í sælgætislandi, hér voru skömmtuð egg í desember í minni æsku, bæði í höfuðborginni og ekki síður á landsbyggðinni og ég var ennþá lítil þegar Jenný var orðin skvísa Þú hefur greinilega ekki þurft að baka fyrir jólin!

Kolgrima, 1.12.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband