Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Þolmörkin sprungin
Nú ætla Japanir að leyfa innflutning á íslensku hvalkjöti.
Takk kærlega eða þannig.
En af því íslensk stjórnvöld virðast hafa það efst á sínum gátlista að gera okkur að óvinsælustu þjóð í heimi þá förum endilega í að veiða hvalkjöt. Bara drífum í því. Mig langar til að sjá hversu langt niður á vinsældarlistanum hægt er að komast.
En frá hvaladrápi og að allt öðru.
Ég verð ég að taka ofan og hneigja mig djúpt fyrir Agli Helga og Silfrinu hans.
Allt þetta stórmerkilega fólk sem hann kemur með á færibandi. Fólk sem talar tæpitungulaust og veit um hvað það er að fjalla. Það er talað á mannamáli og ég er svei mér þá farin að skilja eitt og annað sem áður hefur verið mér hulið. Eins og vílingar og dílingar með hlutabréf.
Ég nota oft stór orð þegar mér misbýður eitthvað en núna er svo komið að mér dettur ekkert lýsingarorð í hug sem lýsir tilfinningum mínum eftir nýjasta Silfrið.
Spillingin sem er að koma upp á yfirborðið er svo ótrúleg og að mig skortir hreinlega orð.
Bankarnir, sjávarútvegurinn, lífeyrissjóðirnir, verkalýðsforystan, ríkisstjórnin, krosstengslin í pólitík versus fjármálageiranum, hvar sem borið er niður.
Og af því ég þjáist af orðaskorti þá fer ég á lagerinn minn og tek eitt gatslitið og margnotað.
AFSAKIÐ Á MEÐAN ÉG ÆLI LIFUR OG LUNGUM!
Gætum við fjandinn hafi það sagt nei takk við björgunarleiðangri ríkisstjórnarinnar og fengið að kjósa á næsta ári, mér er í raun sama hvenær?
Ég treysti ekki ríkisstjórninni, ég treysti afar fáum stjórnmálamönnum, ég treysti ekki neinum af þeim sem sátu í gróðærisboðinu og sitja enn við veisluborðið.
Þetta fólk verður að taka út sína timburmenn.
Þetta gengur ekki lengur.
Kapíss?
Hér er Silfrið, ætti að vera skylduáhorf.
Grænt ljós á íslenskt hvalkjöt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Það virðast allir hafa notfært sér aðstöðuna sem var í boði og otað sínum tota. Svo breysk er mannveran. Það hefði verið óskandi að við hefðum haldið upp jafn gagnrýnni umræðu á meðan á þessu gekk og fengið upplýsingar á mannamáli þá. Það er einfalt að segja að ábyrgðin sé okkar allra en á einhvern tókum ansi margir þátt í þessu. Ég treysti ekki heldur öllum stjórnmálamönnum en ástandið lagast ekki þó við kjósum núna. Það verða kosningar fljótlega og vittu til að Sjálfstæðisflokkurinn er þegar farinn að undirbúa þær. Þeir munu koma með tillögu um inngöngu í ESB og upptöku nýs gjaldmiðlis. Setning laganna um gjaldeyrishöft og aðgerðir greiðslujafnana og fl. voru fyrstu þrepin í þátt. En þú ert afsökuð af minni hálfu að æla lifrum og lungum. Hef fullan skilning á því. Okkur líður öllum svipað.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 17:11
Jenný. Hvers vegna segirðu hvaladráp?
Ég er alinn upp í fjölskyldu sem hafði sitt viðurværi af hvalveiðum og vann þar sjálfur.
Mér finnst það fagnaðarefni að hægt sé að nýta sjálfbæran stofn og hafa af því heiðarlega afkomu. Ekki veitir af því að fá glaldeyri inn í landið.
Kveðja til þín.
Einar Örn Einarsson, 30.11.2008 kl. 17:46
Ertu ekki orðin óskaplega rýr eftir öll þessi æluköst síðustu vikur? farðu vel með þig skonsan mín
Ásdís Sigurðardóttir, 30.11.2008 kl. 17:48
Af hverju skyldum við ekki stunda hvaðveiðar? Þoli ekki þennan helvítis undirlægjuhátt í fólki! ég veit ekki betur en að þær séu bæði hluti af menningararfleið Íslendinga og að þær hafi á stundum bjargað þvi sem bjargað var í verstu hallærum.
Það er ekki lengra síðan en á ofanverðri 19. öld að hópur manna af öllu vestur- og norðurlandi kom saman í illum veðrum og frosthörku til að skipta hvalreka. Það varð heilu fjölskyldunum til lífs því fjárfellir hafði verðið svo gríðarlegur að fólkið svalt.
Sá háttur var hafður á að fengnum var skipt jafnt á milli allra - eitthvað sem við sjáum ekki lengur á Íslandi.
Að sjálfsögðu eigum við að veiða hval ef það er hagkvæmt.
Soffía Valdimarsdóttir, 30.11.2008 kl. 19:41
Æts.....
Jónína Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 20:18
Nema hvað að jólasveinarnir sem Egill skreytir sjálfan sig með hafa yfirleitt ekki hundsvit á þessum málum. Það er nefnilega þannig að þeir sem þekkja þessa hluti vita jafnframt að Egill hlustar aldrei á neinn sem ekki tekur undir hans mjög-svo-furðulegu skoðanir á málefnum líðandi stundar, og þess vegna endar hann á því að fá trúað eins og Þorvald Gylfason og einhvern geðlækni frá Noregi til að tala um efnahagsmál. Þorvald, manninn sem hefur ekki farið úr inniskónum í 30 ár og þykist nú allt í einu hafa öll svörin.
Ef þú þykist fá þekkingu úr þessum þáttum, þá geturðu sofið alveg rótt, þú færð nákvæmlega enga þekkingu úr þeim.
Það versta sem gæti komið fyrir þjóðina, í raun það eina sem við eigum eftir að gera vitlaust, er að kjósa og fá boðsmiða 50 ár aftur í tímann frá VGistum. Steingrímur J. býður okkur framtíð í minkarækt, skinnavinslu, ullarrækt og skipasmíði. Sjálfsþurftarbúskapur og einangrun frá umheiminum er á matseðli kommanna.
Það hljómar kannski vel í eyrum þeirra sem eru hvort eð er afætur þjóðfélagsins, vinna ekki og hirða bætur úr samneyslunni vegna leti og heimtufrekju. Þeim er svo sem slétt sama hvernig hagkerfið er, svo fremi að þeir fái sína bótatékka mánaðarlega. Gallinn á því er bara sá að þeir sem borga afætunum bæturnar er vinnandi fólk sem er sífellt líklegra til að haska sér til landa þar sem afturhaldssamir kommar ná ekki að rústa endanlega því litla sem eftir er.
Þannig að, Jenný, þegar þú óskar þér stjórnarskipta, þá grunar mig að þú sért að óska þess að Steingrímur og Ögmundur fái að ráða, og þá erum við skák og mát. Það verður frábært að vera aumingi í nokkur ár, því síðustu krónurnar fara í misheppnaða tilraun til að moka undir þá sem skapa engin verðmæti, á meðan hinir myndu hypja sig (enda virðist sem svo að þú og aðrir sem krefjast "breytinga" kærið ykkur ekki um þá sem skapa verðmæti). Nú ríður sem sagt á að tryggja það að hér verði ekki vitleysingaræði eða aumingjavæðing landsins, heldur að hér verði haldið áfram og byggt upp. Sem sagt.... enga fjandans vinstrivitleysu með tilheyrandi skúringakellingakjaftæði og aumingjavæðingu.
Liberal, 30.11.2008 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.