Leita í fréttum mbl.is

Í alvörunni amma

 jólakrans

Ég er kuldaskræfa.  Segi og skrifa.

Meira að segja lét ég mig hafa það að sitja heima hérna á árum áður þegar kveikt var á jólatrénu á Austurvelli.  Ég sem er svo mikill sökker fyrir jólatrjám.

En manneskjunni er ekki eðlilegt að vera kalt.   Það stríðir gegn öllum lögmálum, ég sver það.

Ég held hins vegar að Jenný Una fari með foreldrum sínum og bróður á þessa uppákomu í dag.

Annars er fyrsti í aðventu og ég á bara eftir að skreyta jólatréð - ég er að fíflast með ykkur.

Ég ákvað í morgun þegar ég var vakin af lítilli stúlku að ég skyldi ekki hugsa, skrifa eða tala um kreppu í dag.

Ég mun standa við það alveg þangað til að það hentar mér ekki lengur.

En aftur að djamminu.

Jenný Una sagði við mig áðan:

Amma: Grýla er ekki til nema í söngbókinni minni.

Ég: Það er alveg rétt hún er sögupersóna.

Jenný Una: Hún étur börn í þykustunni og líka jólakötturinn í útarpinu.

Amman: Já en það er bara í þykjustunni.

Jenný Una: Já ég veita.  En kistur éta mýsir og mýstir éta firrildi í alvörunni amma.

Þar hafið þið það.  Smá dýrafræði í boði Jennýjar Unu.


mbl.is Grýla prýðir Óslóartréð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Barnið er stórgáfaðOg ég tek undir með þér með kuldann, hann er hvorki eðlilegt né ásættanlegt ástand

Eigðu góðan dag

Jónína Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Brynja skordal

Sú litla alltaf með allt á hreinu yndisleg Hafðu ljúfan sunnudag jenný mín elskuleg

Brynja skordal, 30.11.2008 kl. 10:42

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hún er yndisleg ekki spurning

Ásdís Sigurðardóttir, 30.11.2008 kl. 13:21

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sú stutta er mikill heimspekingur, þetta er eintóm snilld, Grýla er bara til í söngbókinni! 

Ingibjörg Hinriksdóttir, 30.11.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2987152

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband