Leita í fréttum mbl.is

Ég er gömul og á leiðinni í bótox

 jólaljós

Hér er smá jólafærsla börnin mín södd og sæl.

Í dag hef ég haft hana nöfnu mína hjá mér og við vorum að jólast hérna heima.

Það kom að því að ég hafði þvegið eldhúsgluggann, straujað jólagardínur og sett ljós í glugga.

Svo fór þessi kona sem hér skrifar upp á stól til að hengja upp gardínurnar.

Jenný Una: Amma villtu passa þig mann getur dettið af stólum og þá getir þú deyjið.

Amman: Nei, nei, ég passa mig elskan og svo er ég ekkert að fara að deyja.

Jenný Una: Jú þú ert gömul þá deyrðu ef þú ferð upp á stól.

Amman: Ég er ekki gömul Jenný mín.

Jenný Una ákveðin: Jú ömmur eru gamlar.  Passaðuðig.

Og síðar í rúminu þar sem amman sagði sögur og sú stutta vildi ekki fara að sofa.

Jenný Una: Amma, ekki fara fram, ér hrædd.

Amman: Við hvað ertu hrædd?

Jenný Una: Það er vondur maður í glugganum.

Amman: Hvaða vitleysa barn, ég sé engan mann.

Jenný Una (hneyksluð): Hann er ósýnilegur manneskja.

Svona er lífið hér á kærleiks.

Amman er farin í bótox.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.11.2008 kl. 22:54

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Jenný Una er yndisleg og amman er líka yndisleg

Sigrún Jónsdóttir, 29.11.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Æ hvað það var gaman að heyra frá Jenný Unu ég var farin að sakna hennar svo hræðilega.  Knús inn í kærleiksheimilið.

Ía Jóhannsdóttir, 29.11.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Hugarfluga

 Jenný Una er engri lík.

Hugarfluga, 29.11.2008 kl. 23:28

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jújú, Jenný U er lík Jenný Ö, hefur mikla þörf fyrir að tjá sig og liggur oftast mikið á hjarta!

En skynugt barnið léti nú ekki svona tímabundna upplyftingu plata sig, neinei, bara heimskir kallar sem falla fyrir slíku! En alvöru fegurðaraðgerðir geta verið´til góðs og af sönnum fagmönnum framkvæmdar, það þekki ég nú og veit fyrir víst!(en kemur efninu hérna samt ekkert við haha!)

Magnús Geir Guðmundsson, 29.11.2008 kl. 23:55

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Algjör krúsla!

Ég ætla aldrei að fara upp á stól þegar ég verð gömul....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.11.2008 kl. 00:10

7 identicon

Þið eruð æðiflottar samanþað er ein svona amma hérna, mamma mín, sú yngsta mín er sjúklega hrifin af henni

alva (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 01:37

8 Smámynd: Beturvitringur

Mæli með bótoxi og sílíkoni. Fékk mér á magann og undir hökuna. Allt annað líf!

Beturvitringur, 30.11.2008 kl. 03:20

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 07:00

10 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 30.11.2008 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 2987154

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.