Leita í fréttum mbl.is

Mjólkurpeningar?

Mér er kallt.  Að utan sem innan.

Ekki nema von á þessum síðustu og bestu.

En...

Í dag ætla ég að passa Hrafn Óla á meðan mamma hans fer í próf.

Ég ætla að kveikja á kertum og reyna að fá í mig jólastemmingu.

Það eru bara 26 dagar til jóla.  Ekki í lagi hvað tíminn flýgur áfram.

Svo var ég að pæla í Davíð Oddssyni.  Já mér er kalt á sálinni, ég sagði það.

Finnst engum þarna í valdabatteríinu neitt athugavert við að hann þegi yfir því í heila viku að peningarnir frá IMF séu komnir inn á reikning hjá Seðlabanka.

Það er ekki eins og þetta séu mjólkurpeningar heimilisins.  Þetta eru milljarðar.

Ég er hætt að botna í nokkrum hlut.

Þetta lagar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjólkuraurar eða nestispeningar? Gleðileg jól?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já alveg rétt..jólin eru að koma. Hjá mér verða jólin þegar lýðræðisbyltingin verður. Þangað til get ég svo sem kveikt á kertum og reynt að finna jólaeldhúsgardínurnar. En ég ætla sko EKKI að kaupa neitt á laugardaginn..þá verður kauplausi dagurinn. Það verður gaman að fylgjast með hvort fólk geti hamið sig í einn dag. Miklu flottara að vera á Austurvelli á laugardaginn með nýjan trefil heimaprjónaðan og sitt mótmælendaskilti.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.11.2008 kl. 11:27

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Abbababb. Hvað með það þó Dabbi fái smá vasapening. Má hann ekki eiga aur í friði fyrir grenjuskjóðum og vælukjóum? Skamm bara og burt með ykkur.

Mér er ekki kalt, en ég er lasin.

Ég verð í 85 ára afmæli mömmu á morgun, kíki á mótmælin í féttunum.

Bestu kveðjur og takk fyrir frábæra pistla.

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.11.2008 kl. 12:09

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er hætt að botna í þessu öllu saman. Mér er kalt líka góða helgi Jenný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.11.2008 kl. 12:21

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Njóttu dagsins með Hrafni Óla, það hlýjar inn að beini

Sigrún Jónsdóttir, 28.11.2008 kl. 12:26

6 Smámynd:

Þetta er allt svo mikið svínarí að manni fallast hendur. En vonandi yljar barnabarnið þér aðeins - barnabörn eru besta uppfinning allra tíma

, 28.11.2008 kl. 12:37

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta er yndislegur texti...svo yljar það að vera innan um barnabörnin

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.11.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2987316

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband