Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Svo helvíti forhert
Það eru mörg ár síðan mér hefur fundist verkalýðsforustan á Íslandi bitastæð.
Mest megins eru þessir menn venjuleg jakkaföt á háum launum og í litlum tengslum við hinn vinnandi mann sem þeir þó eru umboðsmenn fyrir.
Það er kannski ekki pólitískt rétt að gefa skít í verkalýðsforkólfana en þeir geta eiginlega sjálfum sér um kennt.
Ég tel mig eiga nokkuð auðvelt með íslenskt mál, bæði lesa það og skilja en þegar t.d. Gylfi Arnbjörnsson talar þá er það eins og að hlusta á talandi lógaryþmatöflur. Ég sakna gömlu karlanna.
Gvendar Jaka, Sigurðar Guðnasonar (hann var nágranni minn í æsku), Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur og allra hinna kempnanna sem ég man eftir.
Reyndar finnst mér Guðmundur Bjarkarbabbi flottur karl og alveg með á nótunum.
Ögmundur er auðvitað þingmaður svo hann er ekki talinn með.
Að því sögðu þá gæti mér ekki staðið meira á sama hvað þessum ASÍ-köllum finnst. Líka þegar ég er þeim sammála. Þeir snerta einfaldlega ekki streng í hjartanu á mér.
Mér þykir það leiðinlegt eða þætti það leiðinlegt ef ég væri ekki svona helvíti forhert.
Kosningar eru hættuspil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:52 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Forysta launþegahreyfingarinnar er löngu hætt að ganga í takt við sína félagsmenn. Það þarf að stokka upp þar líka.
Sigrún Jónsdóttir, 27.11.2008 kl. 17:04
Það er nú verkurinn Verkalýðsforustan er múlbundin á klafa atvinnurekenda og einnig þeirra sem öðlast hafa óeðlileg og óverðskulduð völd í gegnum Lífeyrissjóðina
Öðruvísi mér áður brá þegar þessir forustumenn Verkalýðsins óðu fram fremstir í flokki sinna manna og virkilega fórnuðu sér oft á tíðum langt um framar en sanngjarnt gat talist allt fyrir málstaðinn það voru hetjurnar hver í sínu plássi og svo Jakinn .
Hvernig var það var Jón Vald ekki í forusunni á Súganda mig minnir það,mikill höfðingi sá kall..
Gunnar Þór Ólafsson, 27.11.2008 kl. 17:31
Ég stóð í þeirri trú í æsku að Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og Gvendur Jaki væru hjón
Hrönn Sigurðardóttir, 27.11.2008 kl. 17:51
Gvendur Jaki var ekkert betri þó hann talaði íslensku.
Björn Heiðdal, 27.11.2008 kl. 18:03
Æi já Gvendur stóð með okkur venjulega fólkinu.Eitthvað annað en VR dúdinn.Hrönn ekki ein um að gifta þau
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 19:05
Verkalýðsforystan? Er það ekki bara orðið hnýfilyrði?
Helga Magnúsdóttir, 27.11.2008 kl. 19:37
Fólk, segjum einstæðar mæður með nokkur börn, sem vinna úti meira en fullan vinnudag, eru að sligast af áhyggjum út af skuldum og greiðslubyrði og yfirleitt hvernig þær eigi að fara að því að eiga fyrir mat út mánuðinn, eru ekki líklegar til að mæta örþreyttar, daufar og niðurdregnar, kvíðnar og áhyggjufullar á fund hjá sínu verkalýðs- eða stéttarfélagi til að gera kröfur og halda ræður. Þess vegna er ábyrgð verkalýðsforingja mikil, þ.e. að berjast fyrir þær og alla í þeirra sporum. Til þess eru þeir kjörni, þess vegna fá þeir laun. Hitt er annað mál, að e.t.v. eru þeir á það góðum launum, að þeir eru hættir að skilja hvernig það er að draga fram lífið og vera aumur til líkama og sálar. Það er málið. Verkalýðsforingjar þurfa að skilja fyrir hvaða fólk þeir vinna. Ekki semja um eina þjóðarsáttina í viðbót þar sem launahækkunin er kannski á við eitt kjötlæri á hálfsárs fresti.
Nína S (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 21:15
Verkalýðsforystan var rosalega ,,fornermuð" (er ekki við hæfi að nota gamaldags dönskuslettu hér?) út í okkur Kvennalistakonur fyrir að gagnrýna hana, jafnvel í tíð Gvendar jaka, hann var þó aldrei að hnýta í okkur, heldur voru það Karvel og Karl Steinar sem voru að pirrast. Þeir reyndu bæði að sannfæra okkur um að það þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af launamun kynjanna og svo að það væri nú bara gott á þessa krakka sem væru ráðir í uppvask og bjórhellingar á börunum að vera ráðnir sem gerviverktakar! Missti alveg trú á ,,forystuna" en er jafn geggjaður stéttafélagssinni samt sem áður. Það er því miður þannig að þetta lið trénar á toppnum og þessir blessuðu kerfiskallar í ASÍ eru engin undantekning.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.11.2008 kl. 21:27
Fuck, hvað við gætum ekki verið meira sammála, Jenný. Þetta er bara til sýnis og að boða til fundar, bla bla bla.... Gæti komið meira bla bla úr hausnum á þessum köllum? Þegar þeim hentar? Ekki eins og þeir hafi staðið svo þéttingsfast við bakið á sínu fólki þegar þurfti áður fyrr....
Lilja G. Bolladóttir, 27.11.2008 kl. 21:28
Brynja skordal, 27.11.2008 kl. 22:18
Hrönn. Þú ert alveg við það að ganga af mér dauðri.
Takk fyrir innlegg.
Ég held að verkalýðsforystan hafi svipað traust og stjórnmálamenn. Nada.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2008 kl. 22:33
Setja verkalýðsforingjana á sömu laun og umbjóðendur þeirra verkafólkið hefur. Og enga bitlinga Þá færu þeir að vinna fyrir fólkið á lágu laununum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.11.2008 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.