Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Bannað að hafa skoðun?
Ég sá þessa frétt í gærkvöldi og varð satt best að segja steinhissa.
Ég, í barnaskap mínum og einfeldni hef alltaf tengt víðsýni og menntun saman. Fundist eitt fylgja öðru, a.m.k. svona oftast.
En þarna fer hópur forpokaðra lögfræðinema í HR sem hefur myndað hóp til að fá ræðu Katrínar Oddsdóttur laganema frá síðasta Austurvallafundi, fjarlægða af heimasíðu skólans.
Þessi ræða Katrínar eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum og séu langt frá því að vera í nokkru samræmi við það sem kennt sé við skólann. Þar komist hún m.a. að þeirri niðurstöðu að valdarán sé ekki brot á lögum.
Er bannað að hafa skoðun í frítíma og halda henni fram?
Er ekki málfrelsi við HR?
Ættu þessir verðandi lögfræðingar ekki að kynna sér stjórnarskrárvarin réttindi hverrar manneskju að fá að segja skoðun sína?
Ég er svo sannarlega ekki sammála öllu því sem Katrín sagði en ræðan hennar var helvíti góð.
Jésús minn hvað fólk getur tekið sjálft sig alvarlega.
Það ætti að banna það ef eitthvað er.
Óánægð með ræðu á heimasíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Falleg nýja toppmyndin þín
Ásdís Sigurðardóttir, 27.11.2008 kl. 11:38
Stundum er bannað að hafa skoðun - sérstaklega ef hún samræmist illa skoðunum annarra........
Hrönn Sigurðardóttir, 27.11.2008 kl. 11:50
HR tekur niður við þetta.....ef eitthvað á að þrífast innan háskólanna á það að vera tjáningarfrelsi og lýðræði. Hvar eru háskólanemendur núna í miðri orrahríðinni..þessir sem sitja og fá hjartaáföll yfir ræðum samnemenda sinna?? í einhverri drykkjuveislunni/námsferðum afsakiði.. sem lögfræðinemum er stöðugt boðið í af fyrirtækjum sem vilja tryggja sér leiðitama starfsmenn í framtíðinni?? Þetta vita allir að viðgengst og einhverstaðar verða varðhundar kerfis að vera uppaldir og hannaðir. En sem betur fer gangast ekki allir undir þann gjörning eins og hún nafna mín Katrín. Hún hlýtur að mega setja fram skoðnair sínar á almannafæri og vera eins reið og henni þóknast án þess að HR nemendur fái nokkru um það ráðið.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.11.2008 kl. 11:50
Þetta er náttúrulega svo vitlaust að ekki tekur tali. Heimdallargenið í sumu ungu fólki er farið að segja til sín aftur eftir versta frjálshyggjusjokkið. Það þarf að kæfa það í fæðingu. Nóg komið af undirlægjuhætti og heilu samfélagi á leyndó trippi.
Hér er líka grein af sama meiði....
http://www.deiglan.com/index.php?itemid=12329
Jón Halldór Eiríksson, 27.11.2008 kl. 11:56
Iss, neinei það er ekkert bannað...... svo framarlega sem þú hefur "réttu" skoðanirnar
Jónína Dúadóttir, 27.11.2008 kl. 12:07
Ég vil endilega sjá nöfn þeirra sem vilja ræðuna burt..!!! Eru þau ekki að safna undirskriftum gegn ræðunni??
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.11.2008 kl. 12:16
Hrikalega hallærislegt.
He, he, þetta minnir mig á að þegar yngri sonur minn var nemi við HR á sínum tíma þá var hann oftar en ekki með hanakamb, eða krúnurakaður (það var áður en það komst í tísku), stundum fúlskeggjaður, í stórri úlpu og svörtum skóhnöllum, að því er hann sagði til móvægis við allt metnaðarfulla og uppstrílaða jakkafata- og dragtaliðið.
Tek það fram að hann var mjög góður nemandi, sem litið var upp til meðal samnemenda vegna tölvufærni (hann var í tölvunarfræði), það sagði hann mér sjálfur, frekar upp með sér og hissa þegar hann varð varð þess áskynja.
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2008 kl. 12:28
Flott jólamynding í hausnum hjá þér.
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2008 kl. 12:34
Það sem er mest "scary" að þeir sem ráðast á hana eru verðandi lögfræðingar. Get nú ekki sagt að ég sé sammála Katrínu með henda draslinu út nema þá undangegnum kosningum.
Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 12:39
Hvað ætli þessir laganemar hafi lært um ritskoðun í lýðræðissamfélagi?
Sigrún Jónsdóttir, 27.11.2008 kl. 13:04
Vona að þetta séu ekki alþingismenn framtíðarinnar..........
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.11.2008 kl. 13:06
Úff, já, Lísa B. við skulum rétt vona að svo sé ekki.
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2008 kl. 13:12
Sammála þér Jenný og takk fyrir að takka þetta upp!
Edda Agnarsdóttir, 27.11.2008 kl. 15:58
Ég skil ekki hvernig bloggarar geta tekið eitthvað málefni svo rosalega úr samhengi og skrifa svo nánst óskiljanlegan pistil út frá því.
Ef læknanemi myndi halda ræðu á Austurvelli um ágæti skottulækning og hvetja svo til heróínneyslu eftir ræðuna, þá efast ég um að læknadeild HÍ myndi stæra sig af þeim einstakling, sama hversu miklum eldmóði hún hefði verið flutt.
Málið er að ræða Katrínar er svo troðfull af röngum staðhæfingum og þar að auki hvatning til lögbrota. Ræðan var frábærlega flutt af miklum sannfæringarkrafti. Svo miklum sannfæringarkrafti að fólk keppist við að verja allt ruglið sem kemur fram í ræðunni ef einhver gagnrýnir hana.
Þarna er einfaldlega ræða sem umræddir vilja ekki láta tengja við nám sitt enda gríðarlega vond auglýsing fyrir laganám þegar nemandi á FORSETALISTA (með hæstu einkunnir) flytur ræðu sem er svo lagalega röng að lagadeildin hlýtur að vera aðhlátursefni ef þetta er BESTA sem kemur frá henni.
Páll Ingi Pálsson, 27.11.2008 kl. 18:15
Skrítið að skólinn skyldi setja ræðuna þarna inn, ef þetta er allt rétt sem þú staðhæfir Páll Ingi.
Með þeim rökum sem þú setur fram heldur þú því fram í leiðinni að stjórnendur skólans séu gjörsamlega dómgreindarlausir, þú lýsir yfir algjöru vantrausti á þá.
Skrítið að nokkur skuli vilja stunda nám í þessum skóla, ef stjórnendur hans eru svo vanhæfir sem þú heldur fram.
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2008 kl. 18:35
Sælar og sæll Jón.
Ég verð að taka undir með Páli Inga. Hvað varðar það hvort eitthvað var rangt í ræðu Katrínar hafði ég þegar skrifað um það:
http://mwezi.blogspot.com/2008/11/stolt-og-glei-sklans-mns.html
og
http://mwezi.blogspot.com/2008/11/stjrnskipunarrttarkennsla-vi-hr.html
Í áskorun nemenda HR felst ekki að verið sé að banna neinum að hafa skoðun og það er svo sannarlega ekki verið að skipta sér af því hvað Katrín gerir í sínum frítíma. Hins vegar sjá nemendur (og ég þar á meðal) ýmislegt athugavert við að lagadeild sem vill láta taka sig alvarlega birti ræðuna hennar Katrínar, enda er ekki heil brú í þeim "lagarökum" sem hún beitir auk þess sem hvatt er til lögbrota.
Ef fólk vill afskrifa þessa skoðun mín með orðinu "Heimdallur" þá verður svo að vera. En ég hvet ykkur til að lesa það sem ég hef skrifað um ræðu Katrínar fyrst og lesa svo ræðuna sjálfa.
Máni Atlason (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.